Trúarsöfnuður eða skipulagt peningaplokk?

Það er ekki skrýtið að Tom Cruise skuli hafa verið bannaður aðgangur að sögufrægum stöðum, því frá sjónarhóli yfirvalda á staðnum er Vísindakirkjan ekki sértrúarsöfnuður, heldur svikamylla - skipulögð starfsemi sem svíkur peninga út úr fólki.

Fólki er lofað lækningu á sínum andlegu meinum, auknu sjálfstrausti og ýmsu öðru - jafnvel hæfileikanum til að framkvæma kraftaverk, en safnaðarmeðlimir þurfa að borga fyrir þetta allt - og þegar komið er á efri þrepin eru þetta orðnar umtalsverðar upphæðir.

En, vilji fólk ekki draga upp seðlaveskið, þá vísar Púkinn bara á þessa grein hér, þar sem einu helsta leyndarmáli safnaðarins er lýst.

Það er reyndar skoðun Púkans að Vísindakirkjan sé í raun ekkert frábrugðin "hefðbundnum" trúarsöfnuðum sem hafa peninga af sínum safnaðarmeðlimum á einn eða annan hátt og boða sína eigin útgáfu af hinum endanlega sannleik.  Púkanum finnst nefnilega geimverusögur Vísindakirkjunnar svona álíka trúlegar og vel sannaðar og boðskapur hefðbundinna trúarhópa.

Af hverju hafna einu kjaftæði en ríghalda í annað - nei, þá vill Púkinn frekar flokka allt trúarruglið á sama hátt.


mbl.is Cruise aftur meinaður aðgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Time to face the music, allir trúarsöfnuðir þar með talið þjóðkirkjan ganga út á peninga og aftur peninga:
Gott & vel, það er í fína ef fólk á sér persónulegan guð en um leið og fólk fer að safna sér í söfnuði þá er dæmið hætt að snúst um guð.

My 2

DoctorE (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 12:46

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Fordómar,fordómar,fordómar kallast það þegar menn kommenta á eitthvað sem þeir hafa ekki hugmynd um. Ég hef veitt forstöðu kirkju í 20 ár og unnið annað starf með og þannig er um marga mína kollega. Ef við værum í þessu peninganna vegna, þá færum við frekar í tölvu bransann. Að líf mitt sé kjaftæði, það er spurning hvort það er þá eitthvað áþreifanlegt ?minn kæri herra púki.  Bið Algóðan Guð engu síður að blessa ykkar business, þið nafnlausu hetjur.

Kristinn Ásgrímsson, 6.7.2007 kl. 22:31

3 identicon

En Kristinn myndir þú standa í þessu kauplaust; hefði Jesú viljað eitthvað meira en bara að bíta og brenna

DoctorE (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 11:55

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Friðrik, skil ég vel að þú gagnrýnir þessa furðulegu vísindakirkju, en að þú setjir það jafns við aðrar kirkjur, þegar þú segir:

að Vísindakirkjan sé í raun ekkert frábrugðin "hefðbundnum" trúarsöfnuðum sem hafa peninga af sínum safnaðarmeðlimum á einn eða annan hátt og boða sína eigin útgáfu af hinum endanlega sannleik. 

Þetta er einfaldlega rangt, eins og þú ættir sjálfur að gera þér grein fyrir, er að það kosta allir skapaðir hlutir. Heldur þú að húsnæðið sem hinir frjálsu söfnuðir fá sé ókeypis? Og allur sá kostnaður í kringum það? Nei, svo er ekki. Þetta ættir þú að vita. Eins og Kristinn segir hér ofar, ef hann hefði þótt annt um peninga, þá hefði hann farið í tölvubransan eins og þú.

Þannig þessi fullyrðing þín er alfarið röng, nema þú komir kannski með hugmynd sem framleiðir peninga fyrir söfnuðina, og þurfa þeir ekki að stóla á góðsemi safnaðarmeðlima til þess að eiga fyrir sjálfsögðum útgjöldum. Endilega komdu með betri hugmynd og leystu vandamál þessara "peningaplokkara" eins þú vilt sjálfsagt kalla þá. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.7.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband