Hverjir eru Íslendingar?

buningÞað er svo sem gott og blessað að segja að Íslendingar hafi orðið 311.396 um mitt árið, en gallinn er bara sá að það er ekki rétt - raunveruleg tala er og hefur alltaf verið á reiki, að hluta vegna þess að það er ekki alveg fullkomlega ljóst hverjir eru í rauninni Íslendingar, en að hluta vegna þess að skráningin er ófullkomin

Hin opinbera tala er fengin úr skrám Hagstofunnar, en þótt þau gögn séu uppfærð samviskusamlega varðandi fæðingar og andlát fólks hér á landi, er það ekki endilega raunin varðandi Íslendinga búsetta erlendis.  Tökum sem dæmi að ef íslenskir námsmenn eignast barn erlendis er ekki sjálfgefið að þau gögn skili sér samstundis heim til Íslands - það geta liðið mánuðir eða jafnvel ár þangað til börnin rata inn í kerfið á Íslandi.  Sama á við um einstaklinga sem hafa flutt úr landi fyrir mörgum áratugum - þeir geta hangið inni í Þjóðskránni árum eða jafnvel áratugum eftir andlát sitt, því upplýsingarnar berast ekki endilega hingað.

Ástandið verður síðan enn flóknara þegar skoðaðir eru Vestur-Íslendingar eða aðrir útflytjendur - hvenær hætta menn að vera Íslendingar?  

Ríkisborgararéttur segir heldur ekki allt - þess eru dæmi að aðilar hafi fengið hraðafgreiðslu á ríkisborgararétti, svona til að þeir gætu leikið með íslenskum landsliðum, en um leið og þeir fá íslenskt vegabréf í hendur eru þeir farnir - eru þessir aðilar Íslendingar?

Nei, málið er flóknara en svo að hægt sé að segja að Íslendingar séu nákvæmlega 311.396 - nema þá að telja upp alla nauðsynlega fyrirvara.


mbl.is Íslendingar orðnir 311 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Þegar þú nefnir "hraðafgreiðslu", ekki gleyma að minnast á þá aðila sem eru tengdir inn í fjölskyldur pólitíkusa, og bara *varð* að veita ríkisborgararétt *Núna*!  (Miklu meiri nauðsyn fyrir slíka aðila, að verða íslendingar, heldur en einhver aukabörn, sem eru enn að bíða eftir ... hvað var það ... 4 ár? 5 ár? 7 ár?  til að geta verið með fjölskyldunni sinni?)

Einar Indriðason, 7.9.2007 kl. 17:09

2 Smámynd: Púkinn

Ekki sama Jón og séra Jón....en það er ekkert nýtt.

Púkinn, 7.9.2007 kl. 17:27

3 Smámynd: Sigurjón

Hvað þá Jón og Sigurjón...

Sigurjón, 8.9.2007 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband