Hvað myndir þú gera við 320 milljónir?

peningarEf þú mættir ráðstafa þessum 320 milljónum sem ríkisstjórnin vill setja í framboð Íslands í Öryggisráðið, hvað myndir þú gera?

Myndir þú taka sömu ákvörðun og ríkisstjórnin, eða er þessum peningum betur varið annars staðar?

Púkinn er sjálfur þeirrar skoðunar að verið sé að varpa þessum peningum á glæ - orðstír Íslands er einfaldlega ekki þannig að margir utan Norðurlanda myndu vilja kjósa okkur.

  • Hvalveiðar og íslenska sérákvæðið í Kyoto sáttmálanum hafa skemmt fyrir okkur í umhverfismálum.
  • Aðgerðaleysi í friðarmálum (það að leyfa Yoko Ono að setja upp ljósasúlu í Viðey telst ekki með) gefur okkur ekki mörg atkvæði þar.
  • Við erum ein ríkasta þjóð heims, en verjum skammarlega litlu í þróunaraðstoð - Púkinn efast um að fátækari þjóðir telji þessa ríku, nísku og snobbuðu Íslendinga góðan valkost í Öryggisráðið.
Það er reyndar eitt sem við höfum með okkur - við erum frekar meinlaus - höfum móðgað fáa í gegnum tíðina.
mbl.is Fá dæmi um jafn lítinn tilkostnað við framboð til öryggisráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég myndi taka þessa peninga, kaupa hús í Thailandi og láta nudda mig daglega það sem eftir lifði...

Sigurjón, 8.9.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Einar Indriðason

Verði þessir peningar notaðir í eitthvað annað, af ríkisstjórninni, þá er að minu mati algjörlega augljóst í hvað þessir peningar færu *ekki* í:

   - Aðbúnaður aldraðra og öryrkja

   - Heilbrigðiskerfið

   - Almannatryggingakerfið

   - Bæta launakjör verst settu stéttanna, eins og:  Lögreglan, leikskólakennarar, kennarar, sjúkraliðar

Einar Indriðason, 8.9.2007 kl. 11:03

3 identicon

Mér finnst að þessum peningum sé verið að henda í ruslið, auðvitað á að nota þessa peninga fyrst og fremst í að bæta hag þeirra sem eru verst settir hér á landi.

Mér finnst þetta vera mjög hallærislegur/skammarlegur stórkallaleikur og ekkert annað

DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband