Viljum við fólkið heim?

Einn kunningi Púkans hefur undanfarin ár kennt við bandarískan háskóla, en er nú að hugsa um að koma heim til Íslands.  Þróun húsnæðismála setur þó svolítið strik í reikninginn.   Hann keypti sér lítið hús í Bandaríkjunum, sem hefði sjálfsagt selst á $300.000 fyrir nokkrum árum, en miðað við gengi dollarans þá hefðu það verið um 30 milljónir íslenskra króna, sem hefðu dugað vel á þeim tíma til húsakaupa.

Nú hefur fasteignaverð hins vegar lækkað í Bandaríkjunum, þannig að hann fær sjálfsagt ekki nema $250.000 fyrir húsið þar, og vegna gengislækkunar dollarans eru það 15 milljónir.  Það fæst ekki mikið fyrir þá upphæð á fasteignamarkaðinum á Íslandi í dag, eins og verðlagið hefur þróast hér.

Samt ætlar þessi maður að koma heim - hann er nefnilega ennþá þeirrar skoðunar að það sé gott að búa á Íslandi.

Púkinn er hins vegar hræddur um að margir aðrir hugsi sig tvisvar um - mun fólk sem hefur farið í framhaldsnám og á lítið annað en námslán á bakinu hafa áhuga á að koma aftur inn í þann okurmarkað sem nú er hér?

Er þjóðfélagið að hrekja unga, menntaða fólkið úr landi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

"Er þjóðfélagið að hrekja unga, menntaða fólkið úr landi?"...svar: J'A

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2007 kl. 16:23

2 Smámynd: Kári Harðarson

Gott þegar spurningin er svona einföld.  "Já".

Segðu félaga þínum að bíða aðeins með heimkomuna...  Vonandi hrynur húsnæðismarkaðurinn fljótlega svo unga fólkið geti búið á landinu.  Ég vil heldur að húsnæðiseigendur tapi stórum fjárhæðum en að arðræna unga fólkið svona.

Kári Harðarson, 10.11.2007 kl. 17:26

3 Smámynd: Einar Indriðason

(Hér minni ég á hvaða flokkur hefur setið við stjórnvölinn í peningamálum undanfarin fullt af árum....)

Einar Indriðason, 10.11.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband