Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Ósiðleg Beyonce?
Hvar annars staðar en í Bandaríkjunum gætu viðbrögð ömmu við auglýsingaskilti orðið að frétt sem berst út um allan heim?
Púkinn gróf upp mynd af skiltinu (og ömmunni), þannig að nú getur hver dæmt fyrir sig.
Æ, já...og þetta er í Nevada, sem er annað tveggja fylkja í Bandaríkjunum (ásamt Rhode Island) þar sem vændi er löglegt. Ætli umrædd amma mótmæli því líka, eða stendur henni á sama, þar sem hún sér það ekki úr bakgarðinum hjá sér?
Púkinn bara spyr.
Bikíníklædd Beyonce veldur uppnámi í Las Vegas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarna er ávöxtur femínista, sú gamla er meira klám í mínum augum
Munið að varast ofurfemínista
DoctorE (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 15:04
Mér finnst þetta auglýsingaskilti algjör hryllingur, burtséð frá því hvað er á því.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 13.11.2007 kl. 20:11
Ég var að koma úr morgunsundinu og lenti í sviðuðum hryllingi þar, fullt af kellingum á bikini,reyndar ekki jafnvel útlítandi og söngkonan en maður lætur sig hafa það.
Yngvi Högnason, 14.11.2007 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.