Föstudagur, 16. nóvember 2007
Lyklaborð fyrir þá sem búa í snjóhúsum?
Púkinn viðurkennir alveg að hann er með svolitla tækjadellu, en stundum rekur hann augun í hluti sem eru þess eðlis að hann staldrar við.
Annaðhvort hefur einhver markaðsmaður rekið höfuðið illilega í, eða að í heiminum eru nægjanlega margir með tækjadellu á mun hærra stigi en Púkinn til að sumir hlutir geti borgað sig.
Sjáið til dæmis þetta lyklaborð hér. Það lítur ósköp venjulega út, en er sérstakt fyrir þær sakir að það er með innbyggða hitara í hnöppunum. Já, það er hægt að skrifa á borðið og hlýja sér á fingurbroddunum samtímis.
Ef einhverjir íbúar snjóhúsa þurfa á þessu að halda, þá fæst þetta á amazon.com.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.