Mánudagur, 19. nóvember 2007
Istorrent þjófarnir stöðvaðir ... í bili
Eins og önnur fórnarlömb Istorrent þjófagengisins fagnar Púkinn því að þessi starfsemi skuli hafa verið stöðvuð.
Púkinn gerir sér hins vegar grein fyrir því að þessi stöðvun verður væntanlega ekki til frambúðar - það mun væntanlega verða komið í veg fyrir að sams konar starfsemi verði rekin áfram hér á Íslandi, en sennilegt er að hún muni þá bara flytjast úr landi - það er fjöldinn allur af sambærilegum stöðum erlendis þar sem þjófar geta skipst á efni.
Púkinn sagðist vera fórnarlamb þjófa en það mál er þannig vaxið að Púkinn er höfundur forrits sem nefnist "Púki". Þetta forrit er selt, en um tíma var því dreift í leyfisleysi gegnum istorrent, en fjöldi niðurhalaðra eintaka var á því tímabili mun meiri en fjöldi seldra eintaka.
Hinir raunverulegu glæpamenn í þessu dæmi eru að sjálfsögðu þeir sem dreifðu forritinu, ekki forsvarsmenn istorrent (sem Púkinn flokkar bara sem gráðuga siðleysingja), og því er frá sjónarhóli Púkans eðlilegt að eltast við þá, en ekki torrent.is.
Þessir aðilar hafa verið kærðir og takist að hafa upp á þeim mun Púkinn ekki hika við að draga þá niður í Héraðsdóm Reykjavíkur og leggja fram skaðabótakröfur upp á nokkrar milljónir.
Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Sjónvarp, Tónlist | Facebook
Athugasemdir
bjóst þú til ritvinnsluvörnina púkann, eða eitthvað álíka?
Davíð S. Sigurðsson, 19.11.2007 kl. 17:42
Já einmitt sem ég var að spekúlera...
Bara Steini, 19.11.2007 kl. 17:44
Það hefur aldrei verið neitt leyndarmál hver stendur á bak við Púkann, og já...Púkinn er annar tveggja höfunda samnefnds forrits.
Púkinn, 19.11.2007 kl. 17:52
Er alveg sammála þér um þetta mál,en mér finnst samt að á sumum sviðum gangi þetta eftirlit óþarflega langt.Tek mér það bessaleyfi að ræna nokkru plássi hjá þér til að úskýra mál mitt.
Ég ásamt hópi fólks erum með handverkshús,sem opið er 6 tíma á dag í júlí og ágúst,aðra tíma árs er bara opið í 5 tíma einu sinni í viku.
Við búum í fámennu samfélagi og ferðamannastraumur er stopull,það er að segja af þeim sem helst versla, en það eru hópar sem koma á rútum en þeir eru sjaldséðir hér.
Suma daga kemur einn og einn,aðra daga margir,og enn aðra daga enginn,það er einmanalegt að sitja og bíða eftir viðskiptavinum sem koma ekki.
Þar kemst ég loks að efninu:
Gæslumenn höfundarréttar hafa komist að þeirri niðurstöðu að okkur beri að greiða stefgjöld,þrátt fyrir að þeim hafi verið bent á ofanskráð skiptir það engu máli fyrir þá annhvort borga eða kært verður.
Nú eigum við öll útvarpstæki og borgum okkar gjöld af þeim,og ég veit ekki annað en allir íslendingar sem eiga útvarp borgi af þeim.
Vona að þú fyrirgefir mér þennann langhund ég skal aldrei gera þetta aftur..
Þeir mega hlusta á það á leiðinni til mín, en um leið og þeir eru komnir inn til mín verð ég að borga sérstakt gjald af því að þeir eru að hlusta á tækið hjá mér á meðan þeir stoppa,þurfum við ekki líka að borga sérstakt gjald af óskrifuðum geisladiskum?
Ari Guðmar Hallgrímsson, 19.11.2007 kl. 17:59
ég reiknaði nú með að ég væri ekki að afhjúpa einhvern leyndardóm hver stæði á bakvið púkann haha, en hvar er hægt að fá forritið og hvað kostar það? er ansi gjarn á að vera svo æstur að ég slæ inn villu eftir villu
Davíð S. Sigurðsson, 19.11.2007 kl. 18:03
drasl forrit segiru?
Davíð S. Sigurðsson, 19.11.2007 kl. 18:25
Forritið er til sölu í Þverholtinu í fyrirtæki Púkans, en líka hjá BT og einhverjum öðrum slíkum fyrirtækjum. Verðið mun vera kr. 7500, en ríflegur afsláttur ef verið er að uppfæra úr eldri útgáfu.
Hvað "drasl" athugasemdina varðar, þá held ég að sú staðreynd að forritið hefur verið í stöðugri sölu í 20 ár segi allt sem þarf.
Púkinn, 19.11.2007 kl. 18:28
Heldurðu að allir þeir sem sóttu sér forritið á torrent hefðu farið út í búð og keypt það á 7500 kr ef það væri eina leiðin til að nálgast það? Ég verð að leyfa mér að efa það stórlega.
Ég downloada geisladiskum og fleiru og skammast mín ekkert fyrir það, enda hafa kaup mín á afþreyingarefni aukist til muna eftir að ég kynntist skráarskiptaforritum - var kominn með upp í kok á að kaupa köttinn í sekknum og var meira að segja hættur að kaupa mér geisladiska á tímabili. Það hefur hvergi verið sannað með góðu móti að niður hal hafi áhrif á sölu (a.m.k. á geisladiskum) og í versta falli hefur sala á geisladiskum staðið í stað.
Snorri og Birgir, 19.11.2007 kl. 18:47
Það að eitthvað er dýrara en einhver er reiðubúinn til að borga er ekki afsökun fyrir þjófnaði.
Púkinn, 19.11.2007 kl. 18:59
Ég er mjög sammála. Mér finnst fólk mjög tregt við að setja sig í spor þeirra sem eiga hið höfundaréttavarða efnið. Það að geta halað einhverju endurgjaldslaust niður eru ekki réttindi, það er höfundaréttur hins vegar. Borðliggjandi dæmi ef þú spyrð mig. Mér finnst að SMÁÍS hefði átt að fara í mál við einhvern dreifanda á torrent og ef ég væri þú hefði ég gert það sama (í því tilviki skaðabótamál). Annars finnst mér setningin "löglegt en siðlaust" eiga vel við Svavar.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 19:07
Fyrsta lagi, takk fyrir púkann! ;) Öðru lagi, mjá, ég er á hinum pólnum miðað við þig hvað varðar afstöðu gagnvart torrent.is, enda hef ég nú ekki verið rændur af notendum þess ;P En við vitum báðir að það er einungis tímaspursmál hvenær næsta stóra al-íslenska torrent síða skítur upp kollinum, nú þegar eru slatti af þeim til (innlendar!) og þeim hefur án efað fjölgað í dag, en allar langt frá þeirri stærð sem IsTorrent er(var). Það er nánast ómögulegt að stöðva þessa starfsemi, auðveldara væri að stöðva sölu fíkniefna hér á landi, enda markaðshópurinn þar mun minni og áberandi, meðan þeir sem niðurhala eru mun fleiri, fela sig á bakvið tölvu, og eru margur hver undir lögaldri... Og hvað er til ráða? ... Ég veit það ekki, vildi bara benda á það hve ömurleg staðan er :D
Gunnsteinn Þórisson, 19.11.2007 kl. 19:10
Mér finnst Púkinn algjört snilldarforrit en það er eins og annað íslenskt efni alltof dýrt.
Ólafur Björnsson, 19.11.2007 kl. 19:36
Ég vissi ekki hvað púkinn var fyrr en hann kom á Torrent. Og ég keypti hann meira að segja eftir að ég sá hann þar. Þannig að þú ert allavega búinn að græða 7500 krónur á Torrent.is
Eða hvað? Færð þú 7500 krónur fyrir hvert eintak sem þú selur?
Bjartmar Egill Harðarson, 19.11.2007 kl. 19:38
...Skildi ekki alveg hvað þú varst að meina herra Púki með seinustu ummælum þínum, en ég vil bæta við að ég hef engan áhuga á að kaupa forrit af manni sem kallar mig þjóf...færi mig frekar til einhverra af samkeppnisaðilum þínum (hefði hugsanlega keypt það hefði ég prófað það og litist vel á, en mun ekki einu sinni vilja prófa það núna).
Snorri og Birgir, 19.11.2007 kl. 19:54
Hvað varðar verðlagninguna á íslensku efni, þá er vandamálið að markaðurinn er svo lítill. Það er í raun mjög erfitt að láta þróun á einhverju svona forriti standa undir sér - hvað þá að hægt sé að græða eitthvað af viti á því.
Hvað það varðar að forritið sé drasl, þá skal Púkinn viðurkenna að forritið hefur sínar takmarkanir, en þeirra stærst er sú að það skoðar bara stök orð, ekki texta í samhengi. Púkinn gerir því engar athugasemdir við texta eins og "mér langar", eða "það er hylla á veggnum". Það er hægt að laga þetta, en það myndi (lauslega áætlað) kosta um 100 milljónir og þeir peningar liggja ekki á lausu.
Málið er hins vegar það að flestar þær villur sem fólk gerir eru einfaldar innsláttarvillur og þær finnur forritið án vandræða.
Nei, Púkaforritið er ekki fullkomið en "drasl" er það ekki og Púkinn hefur ákveðnar grunsemdir um hvatir þeirra sem halda því fram...að viðkomandi sé í einhverri fýlu yfir lokun istorrent.
Púkinn, 19.11.2007 kl. 20:03
Misjafnt er manna siðferði, og þó sérstaklega eðli.
Ég skil það fullvel að mönnum skuli vera uppsigað við það að hugverkum þeirra skuli vera deilt milli manna eins og hverri annarri smakkprufu í Hagkaupum án þess að þeir fái rönd við reist.
Sjálfur hef ég í gegnum tíðina keypt allan minn hugbúnað. Ég hef þó ekki gerst svo frægur að hafa þurft á Púkanum að halda. Þrátt fyrir það hafa runnið til (dreifingaraðila, prentsmiðja, ...) "höfunda" verkanna hátt í eða meira en milljón persónulegra króna á síðustu 15 árum. Sem er ekki lítið fé.
En ég lít svo á að munurinn á því að kaupa mér hugbúnað annarsvegar og að kaupa mér tónlist eða kvikmynd hinsvegar, er að ég má nota hugbúnaðinn þar og þegar mér hentar. Ég reyni því eftir megni að kaupa mér ekki tónlist eða bíómyndir. Samt á ég ~200 DVD diska. Sem ég sé eftir því að hafa keypt - langflesta.
Aðeins örfáir hugbúnaðarframleiðendur eru með EULA sem eru skrifuð út um rifurnar á nærbrókum lögfræðinganna þeirra, og í flestum tilvikum þá eru slík EULA ómarktæk og ógild hér á landi, þar sem almenningi er óheimilt að semja af sér lagalegan rétt sinn.
Þar af leiðir, þá þykir flestum sem ég þekki (þó ekki öllum, því miður) alveg sjálfsagt að greiða fyrir hugbúnað.
Öðru sætir um tónlist og kvikmyndir. Það vill nefnilega til að þar sitja gráðug kvikindi og draga sér fé margoft fyrir sama hlutinn.
Þú borgar fyrir að fá lag á geisladisk. Þú borgar líka fyrir að hlusta á það í útvarpinu. Ef þú átt svo fyrirtæki, þá borgarðu fyrir að aðrir geti hlustað á lagið. Eigi fyrirtækið bíla skaltu svo borga fyrir hvern bíl, því meira eftir því sem bíllinn tekur fleiri. Síðan ferðu og kaupir þér tóma geisladiska, og þá borgarðu enn einusinni, svona ef ske kynni að þig langaði einhverntíman að hlusta á lagið - þó svo að þú hafir aldrei hlustað á það áður. Meira að segja þótt þú vitir ekkert af laginu og langi ekki að vita af því, þá borgarðu samt fyrir það.
Að sama skapi má segja um kvikmyndamarkaðinn - til langs tíma voru hér í gildi "fair use" lög, sambærileg við þau sem eru í gildi í BNA. Þú mátt taka upp úr sjónvarpi handa þér og þínum nánustu. Þar með talið nágrannarnir ef svo ber undir. Þú mátt líka taka skjáskot af kvikmynd og meira að segja stúf úr kvikmynd ef þú ert að nota það sem efni í heimildamynd, ritgerð eða annað fræðilegt efni. Að sama skapi áttu rétt á því að geta flutt efnið af disknum yfir í vasa-myndbandið (iPod, Archos...), yfir á ferðavélina sem ekki er með geisladrif, og þú átt skýlausan rétt á því að geta tekið afrit af disknum til að vernda fjárfestingu þína.
Þessi lagalegi réttur neytenda hefur verið svívirtur svo hroðalega af samtökum rétthafa með auglýsingum um að þú sért þjófur hvort sem þú hafir gert eitthvað af þér eður ei, læsingum á myndefni sem þjóna engum tilgangi öðrum en að torvelda fólki að ná fram sínum lagalega rétti til notkunar á myndefninu og kærumálum sem ganga út í slíka öfga að maður á bágt með að trúa því að það standi nokkur mannlegur máttur á bak við þau. Slík illska, mannvonska og heimska er hreinlega ekki til, eða hvað ? (Sjá: kærumál MPAA og RIAA á hendur látnum, ólögráða, ellilífeyrisþegum...)
Þannig að það er vel skiljanlegt að samfélag eins og Torrent.IS samfélagið verði til. "Að sjálfsögðu" getur maður skammlaust sagt, því þetta er það umhverfi sem höfundarréttarhafar og dreifingaraðilar hafa sjálfir skapað.
Hugbúnaðariðnaðurinn er sumsstaðar á leiðinni í sama far. Sem betur fer ekki með sama offorsi og ofstopa, en ef menn gá ekki að sér, þá mun það verða.
Sjálfur er ég að útskrifast sem tölvunarfræðingur, en hef að auki 15+ ára starfsreynslu úr geiranum, og hef verið viðloðandi tölvubransann síðan ég var ~8 ára. Það er, síðan Commodore PET kom á markað á Íslandi. Ég á sjálfur nokkur útgefin (sérhæfð) forrit. Ég mun samt sem áður berjast hatrammlega gegn því að til verði "rétthafasamtök hugbúnaðarframleiðenda" í þeirri mynd sem SMÁÍS, STEF, RIAA og MPAA eru.
Þessi samtök eru fátt annað en mafíur. Skipulögð glæpasamtök um misnotkun á réttarkerfinu í nafni verndunar lista og menningar.
Raunverulegur tilgangur er að marg-græða á sama hlutnum frá sama aðila.
Afsakið langan póst, en mér lá á hjarta
Niðurstaðan er og verður engu að síður að svona samfélög eins og Torrent.IS halda áfram að spretta upp án þess að nokkur fái rönd við reist af þeirri einföldu ástæðu að notendur láta ekki bjóða sér framferði eins og rétthafar hafa sýnt. Það má vel líkja þessu við mótþróaskeið barns. Vandinn liggur í að við byggjum þetta rétthafakerfi á yfir 100 ára gömlu amerísku séreignarkerfi sem er var löngu úr sér gengið áður en það kom undir.
Þór Sigurðsson, 19.11.2007 kl. 20:08
Snorri og Birgir: þú segist ekki skilja hvað ég var að meina. Jæja - orðum það þá svona: Þeir sem stela höfundarréttarvörðu efni eru þjófar. Sumir þeirra segjast stela því vegna þess að það sé of dýrt að kaupa það. Þetta er afsökun sem Púkinn tekur ekki gilda - hvorki þegar um höfundarréttarvarið efni á stafrænu formi er að ræða, eða áþreifanlega hluti.
Þjófnaður er þjófnaður.
Púkinn, 19.11.2007 kl. 20:13
Það er rétt hjá þér að það eru ekki forsvarsmenn torrent.is sem eru sekir um neinn stuld, ekki frekar en Vegagerðin er sek um hraðakstur.
En seigðu mér eitt, kæri púki, hvert telurðu að tjón þitt af þessari dreifingu sé?
Ingólfur, 19.11.2007 kl. 20:23
Jæja Púki, það er rétt að þjófnaður er þjófnaður, en er stef ekki að fá borgað skatt af geymslurími sem við notum? Hvað er það annað en þjófnaður.
Og hvað varðar Púka forritið sjálft þá á ég það (Löglegt) og ég verð bara að segja að þið verðið að gera betur ef ég á að vera sáttur við að hafa eitt 7500kr í þetta forrit. Ég er ekki góður í stafsetningu þess vegna fékk ég mér þetta forrit og það er ekki að standa undir væntingum.
Mér finnst að þið hafið stolið af mér þar sem þetta forrit er ekki að skila því sem því er ætlað að gera.
Midjord, 19.11.2007 kl. 20:52
Sæll herra Púki.
Ég ætla að byrja á því að nefna það að ég hef fulla samúð með þínum málsstað. Hef löngum hlegið dátt að þessum kjánaprikum, bæði þeim sem dreifðu flaumskránum sem og beintengiþursunum. Ákaflega kjánalegt að stunda lögbrot fyrir opnum dyrum og stæra sig af því. Þá sérstaklega þótti mér skondið þegar flaumdreifararnir reyndu að selja auglýsingar á vefinn hjá sér (mínar heimildir herma þeir hafi verðlagt sig hærra en miðjuopnu í lit í Morgunblaðinu).
Hinsvegar er ekki laust við að sökin (jæja, sök er máski ekki rétta orðið) í þessu máli liggi að einhverju leiti hjá rétthöfum. Þeir voru seinir að taka við sér þegar ný tækni ruddi sér rúms, og reyndu jafnvel að hætti góðra luddíta að neita tilvist og gagnsemi hennar. Og þegar þau umskipti urðu að veröldin varð að einu markaðssvæði þá tóku þeir upp neytendafjandsamlega viðskiptahætti sem síst voru til þess skapaðir að auka við þá vinsældir. Oft spyrja þeir hvernig þeir eigi að geta keppt ólöglega dreifingu á efni sínu, hvernig keppa skuli við eitthvað sem er frítt. Þeir hefðu máski átt að spyrji þig, þar sem þú hefur ekki einvörðungu þurft að keppa um viðskipti við ólöglegar útgáfur af eigin efni og erlenda hugbúnaðarrisa, heldur einnig fyrirtæki/einstaklinga sem séð hafa sér hag í því að dreifa hugbúnaði sem ýmist að hluta eða öllu leiti var fríkeypis. Þykist ég þá vita að svar þitt væri ekki það að senda hugsanlega viðskiptamenn um Fjallabak í gegnum frumskóg af illa úthugsuðum, illa útfærðum, fjandsamlegum og jafnvel hættulegum afritunarvörnum (sem oftar en ekki tóku lítið tillit til þeirra sem ekki hugnaðist að versla við ákveð fyrirtæki frá Redmond í Washington ríki).
Jæja, þessi pistill er máski orðinn of langur og kominn vel útfyrir umræðuefni ... Vona að ég hafi ekki misboðið gestrisni þinni.
Mvh,
...
Neopúritaninn, 19.11.2007 kl. 21:07
Loksins hægt að tala við einhver sem að actuly hefur einhverra "harma að hefna" af þessari síðu.
Ein spurning til þín Púki.
Segjum sem svo að Púki 2007 hafi komist inná torrent.is (hef satt best að segja ekki hugmynd um það ef að það komst þangað) og því hafi verið niðurhalað 1000 sinnum.
þá í fyrsta lagi.
Ert þú (já eða þitt fyrirtæki) að tapa þá 7.5 milljónum ?
og í öðru lagi (og líttu á þetta sem algerlega óskyldar spurningar)
vilt þú meina að þetta sé eins og að labba inní fyrirtækið hjá þér og stela einum svona disk ofan úr hillu?
áður en ég held áfram þá vill ég endilega fá svör við þessum spurningum :)
Árni Sigurður Pétursson, 19.11.2007 kl. 21:12
Vil bara hvetja fólk til að kaupa ekki DVD og tónlist fyrir jólin hér á landi. Kaupa frekar af Amazon eða eitthvað því um líkt. Vil samt taka það fram að ég hef ekki ekki ennþá notað þessar Torrent síður en auðvitað þarf ég samt að borga til mafíunar þegar ég kaupi tóma geisladiska, þar sem ég er stimplaður þjófur við að taka backup af ljósmyndunum mínum.
El Gringo, 19.11.2007 kl. 22:18
El Gringo: Ég tek undir hvatningarorð þín. Ég hef hingað til ekki lagt stund á torrent eða aðrar skyldar þjónustur, og hef ekki hugsað mér að gera það. Ég get hinsvegar ekki á neinn hátt glaðst yfir því að þegar geilsdiskur (tómur eða átekinn), eða myndefni er keyptur (hérlendis eða erlendis) aðrétthafamafían skuli vera sá aðili sem græðir á því.
Persónulega hefur mér þótt best að skipta beint við tónlistamennina ef ég get. Þannig hef ég keypt nokkra diska. Einnig eru til tónlistarverslanir á netinu sem sérhæfa sig í sjálfstæðum tónlistarmönnum og borga þeim það sem þeim ber án þess að það sé nokkur annar milliliður. Þannig verslanir lít ég svo á að séu góðar fyrir markaðinn, tónlistarmanninn og neytandann.
Þór Sigurðsson, 19.11.2007 kl. 23:47
Jei! Loksins kom málefnalegt innlegg hér á þennan þráð.
Kæri Ottó, mig langar einstaklega mikið að hrósa þér fyrir góða málnotkun, og tjá þér það hve mikið ég dái þig fyrir að róa í mót straumnum og segja skilið við greinamerki.
Neopúritaninn, 20.11.2007 kl. 00:26
Þessar aðgerðir eru alveg lýsandi fyrir þetta forræðisríki sem við búum í.
Að loka vefsíðu fyrir að hýsa tengla á efni sem er að miklum minnihluta varinn höfundarréttarlögum.
...eftir að eigandi síðunnar hafði nýverið hafið aðgerðir til að draga úr höfundarréttarvörðu efni á síðunni.
Á ekki að loka blog.is líka???
Það er hægt að copy/peista heilu bókunum undir merkjum bloggs og við skulum ekki minnast á tónlistarspilarann. Þjófar, ræningjar, bremsufarsbuxar.
Ég hringi í smáís.
Magnús Unnar, 20.11.2007 kl. 00:49
Oh hvað ég er sammála þér! Þetta Torrent lið er ekkert annað en þjófar og sama má segja um þá sem sækja vinnu og hugverk einhverra án þess að tíma að borga fyrir það!
Sæi þetta lið vinna kauplaust og bara öðrum til skemmtunar!
Heiða B. Heiðars, 20.11.2007 kl. 00:53
...ef SmáÍs á 5 karamellur og gefur mér 2, hvað á SmáÍs þá margar karamellur eftir?
Páll Geir Bjarnason, 20.11.2007 kl. 01:02
Maður fer nú ekki að kaupa gæðatónlist svo Einar Bárðarson geti gert fleiri Lúxor-plötur eða meira í þeim dúr
Páll Geir Bjarnason, 20.11.2007 kl. 01:42
Það má endalaust beita fyrir sig "kerfinu"... helvítis branskallarnir eru ekki þeir einu sem fá ágóða af sölunni
Þetta er business! Heldurðu að tónlistarútgefendur séu hugsjónamenn?? Við búum við kapítalískt system og svona virkar það. Ef ykkur finnst það teljast til mannréttinda að þurfa ekki að borga listamönnum fyrir vinnuna sína þá er ég hrædd um að þið þurfið að fara með þessa hugmyndafræði ykkar á dýpri level en "helvítis" "djöfull"
Ljósritiði bækur í bókasöfnum líka?
Heiða B. Heiðars, 20.11.2007 kl. 01:51
Ég bý við kapítalisma og ef ég get sleppt því að borga geri ég það. Það er nebbliga svo kapítalískt
Páll Geir Bjarnason, 20.11.2007 kl. 01:54
Það eru greinilega allt of fáir sem notast við púkann, löglega eða ólöglega. Þvílík íslensku- og stafsetningarnauðgun sem verður á vegi manns á hverjum degi, á netinu. Nema allir séu að nota púkann? Allavega veit svo mikið að ekki nota ég hann. Ég slæ bara inn mína íslensku, þótt stundum slæðist einstaka innsláttarvillur með. Ég er nú einu sinni mannlegur.
Er ekki megin ástæðan fyrir vinældum Tottent, firring þeirra er framleiða efni og halda að hvaða skítur sem þeir láta frá sér, sé glóandi gull?
Brjánn Guðjónsson, 20.11.2007 kl. 02:12
..varstu að setja út á "nebbligað" mitt?
Páll Geir Bjarnason, 20.11.2007 kl. 02:18
En það er náttúrulega alveg út í hött ef höfundarréttur á bara að gufa algjörlega upp "af því bara að fólk brýtur hann"!!
En ég er alveg sammála því að þeir sem eru í þessum skemmtana- og afþreyinga business bregðast við breyttu umhverfi á hraða snigils. Auðvitað ættu þeir að vera búnir að bregðast við þessu auðvelda aðgengi fyrir lifandi löngu. Ég efast ekki um að sala á tónlist hefur aukist til muna eftir að fólk gat tékkað á hvort því líkaði hún eða ekki. Uppskeran er að almennt hefur fólk miklu breiðari tónlistarsmekk og kaupir tónlist sem það hefði annars ekki haft hugmynd um að væri til
En þangað til að slóðarnir bregðast við og átta sig á því að þeir hagnast meira á þvi að selja skrilljónir eftir lækkun verðs en núna þegar þetta kostar "arm and a leg" þá er bara alveg út í hött að listamenn þurfi að horfa á eftir vinnunni sinni og sköpuninni inn á netið og dreifast þar á ljóshraða löngu löngu áður en þeir sjá krónu!
Heiða B. Heiðars, 20.11.2007 kl. 02:31
Þetta er erfitt umræðuefni, og verður að segjast að allir hafa eitthvað til síns máls að segja.
Í fyrsta lagi er með öllu rangt að stimpla alla notendur istorrent þjófa, þar sem istorrent gefur ekkert nema leið til að deila og sækja efni af hvaða tagi sem er.
Það getur vel verið að það sé þjófnaður að niðurhala mynd- og hljóðefni yfir netið, en það er engan vegin alslæmt fyrir þennan iðnað. Leyfið mér að gefa sjálfan mig sem dæmi:
Ég er mikil kvikmynda- og þáttaunnandi (ég er ekki mikið fyrir tónlist, en hún hefur sinn tilgang, aðallega í myndefni ;) ), og hef eflaust eytt meira fjármagni í þann iðnað en margir jafnaldra minna (21 árs gamall). Ég á það til að fara mörgum sinnum í bíó á sömu myndina, ef mér finnst hún sérstaklega góð. Ég fór 4-5 sinnum á hverja Hringadróttinssögumynd fyrir sig, og 4 sinnum á V for Vendetta (til að nefna 4 af ótal myndum). Ég kaupi safnútgáfur af myndum sem mig langar að eiga, og einnig af eftirminnilegum þáttum.
ÉG NOTA ISTORRENT, og notaði einnig DC++ á meðan það var upp á sitt besta.
Er ég glæpamaður? Lítum á staðreyndirnar:
Ég hafði aldrei heyrt minnst á Firefly þegar félagi minn sagði mér að niðurhala þeim snilldaráttum. Það gerði ég. Ég náði einnig í myndina, en ákvað að horfa á hana í kvikmyndahúsum fyrst, þar sem hún var nýkomin til landins á undan þáttunum.
Það vill svo til að ég hef keypt mér safn-útgáfu af Firefly og Serenity (kvikmyndinni), þökk sé DC++.
Ég næ mjög mikið í fyrstu þættina í hverri seríu með niðurhalsforritum, til að athuga hvort þeir veki áhuga minn. Einnig næ ég í heilu seríurnar og kvikmyndasöfnin, vegna þess að það er svo þægilegt að þurfa ekki að setja DVD diskinn í drifið á tölvunni, heldur bara velja myndefnið í tölvunni og jafnvel raða því upp í playlist.
niðurhalað efni á sér galla: léleg gæði. Ég við hafa efnið inni á tölvunni upp á þægindin, en ég vil líka eiga útgáfu í betri gæðum upp á framtíðina og sérstök tilefni. Ég fullyrði að kvikmyndaframleiðendur og þáttagerðarmenn hafa grætt hundruðir þúsunda á mér, virkum þáttakanda í þessari myndefnismenningu, en meira en helmingurinn af þessum gróða er til kominn þökk sé istorrent og DC++. Hvoru tveggja hafa sýnt mér þætti sem aldrei hafa verið sýndir í íslensku sjónvarpi. Ef þið viljið koma og handtaka mig fyrir það, þá hafið þið undarlega réttlætiskennd.
Og til allra þeirra sem segja "ef þú hefðir ekki niðurhalað, þá hefðirðu keypt þetta!", NEI, SKAMM, niðurhalarar voru áður spóluupptökumenn, eða fólkið sem var alltaf að fá myndefni lánað frá ykkur til að þurfa ekki að kaupa það sjálft. Þið eruð að gera of mikið mál úr þessu "vandamáli".
Sjónvarpsútsendingarfyrirtæki í Bandaríkjunum eru loksins að taka við sér, og koma á fót einhvers konar löglegum niðurhalssíðum, þar sem þeir munu bjóða upp á þessi sömu áhorfsþægindi og ég heimta, gegn verði. Þá mun ég ekki þurfa eins mikið á istorrent að halda. En þetta væri ekki á leiðinni ef niðurhalsforrit væru ekki til staðar. Samkeppni bætir þjónustu, punktur.
Fólk mun alltaf fara í bíó, það mun alltaf kaupa safnútgáfur af myndefni og hljóðefni og það ætlar enginn að segja mér annað. Iðnaðurinn er ekki í hættu og þetta er forríkt lið. Vinsamlegast hættið að mikla þetta fyrir ykkur.
Púki, ég finn til með þér (er að læra tölvunarfræði sjálfur) en ef fólk nær ekki í forritið þitt á istorrent þá fær það diskinn bara lánaðann frá kunningja sínum, og lánar fimm öðrum. Vandamálið er að þú sérð istorrent tölurnar, ekki diskalánatölurnar. Sumt fólk mun alltaf kaupa hugbúnað, annað mun aldrei tíma því, og yfirleitt finna báðir hópar sínar leiðir til að halda fast í sína vana. Það eru aftur á móti til aðrar leiðir til að koma í veg fyrir ólöglega dreifingu forrita, eins og t.d. virkjun yfir netið með lykli sem kannski er bara hægt að nota 2-3 sinnum.
Takk fyrir mig,
Bjargmundur Halldórsson.
Bjargmundur Halldórsson, 20.11.2007 kl. 02:57
Svör við nokkrum athugasemdum á einu bretti:
Púkinn, 20.11.2007 kl. 09:15
Ég held að allt of fáir sem skrifa hér á blogginu noti Púkann. Viti jafnvel ekki að hann leynist innan handar tilbúinn til að aðstoða. Kostar ekkert. Í þessu stutta innleggi mínu fann hann tvær innsláttarvillur.
Ágúst H Bjarnason, 20.11.2007 kl. 09:29
Haha satt, ég hef persónulega ekki útvegað mér Púkann og því ekki vanist því að nota það. Er að prófa það núna, verð að segja að þetta er fínasta forrit. Ég hef reyndar persónulega ekki ástæðu til að borga 7.500 kr. fyrir það, en myndi íhuga það ef stafsetning væri mér mikilvægari (ef ég væri t.d. rithöfundur).
Bjargmundur Halldórsson, 20.11.2007 kl. 09:42
Þetta er svolítið óheppilega orðað hjá þér, Ágúst, í ljósi umræðunnar á undan.
Þú átt væntanlega við að hér á blogginu er púkinn að villuleita bak við tjöldin og þar kostar hann ekkert.
Kári Harðarson, 20.11.2007 kl. 09:45
Já, svo það fari ekki á milli mála, þá er ég líka bara að prófa bloggpúkann
Bjargmundur Halldórsson, 20.11.2007 kl. 09:50
Vildi bara fá aðeins að tjá mig:
Pís át....afsakið friður úti....púkinn leiðrétti mig....
Haukurinn, 20.11.2007 kl. 10:37
torrent.is var langsamlega umsvifamest, auk þess sem tilburðir aðstandanda til að hagnast á ólöglegri dreifingu höfundarréttarvarns efnis gáfu þeim ákveðna sérstöðu.
Það eu auðvitað aðrar leiðir til að skiptast á stolnu efni, hvort sem um er að ræða torrent eða hugbúnað eins og LimeWire, en það er sjálfsagt að byrja á þeim sem eru umsvifamestir ... hrekja starfsemina neðanjarðar eða úr landi. Fólk gerir sér þá kannski betur grein fyrir því að stærsti hluti þess sem fer þarna fram er ekki bara siðlaus heldur líka ólöglegur.
Púkinn, 20.11.2007 kl. 11:16
Kári, ég á auðvitað við að Púkinn er tengdur Moggablogginu og er þar í boði Friðriks. Púkinn er mjög gott og þægilegt forrit. Finnur vel hvimleiðar innsláttarvillur.
Ágúst H Bjarnason, 20.11.2007 kl. 11:38
Púkinn er tilbúinn til að hlusta á málefnalegar athugasemdir frá þeim sem eru ósammála honum, en hafi menn ekki neitt merkilegra fram að færa en svívirðingar sér Púkinn ekki ástæðu til að halda þeim athugasemdum inni, eða veita höfundum þeirra aðgang.
Púkinn, 20.11.2007 kl. 13:22
Ég skal viðurkenna að ég hef ekki haft tíma til að lesa þetta allt en þetta er fróðleg umræða sem ég vil bæta aðeins við.
Misjafn sauður býr í mörgu fé segir einhverstaðar. Í þessu tilfelli sem snýr að Istorrent virðist sem svo að féð eigi bara við um neytendur en ekki þá aðila sem "löglega" eru varðir með höfundarrétti.
Nú verð ég að viðurkenna að ég hef ekki sjálfur keypt Púka en hef notað hann í mínu starfi og í skóla (vonandi voru það lögleg eintök - athugaði það ekki). Hins vegar býst ég við því eftir að hafa verið neytandi á hinum síbreytilega tölvumarkaði, að ekkert forrit hefur verið gefið út sem virkar lengur en 2 -3 ár áður en það verður gangslaust eða úrelt. Það er af hálfu höfundarrétthafa bara alveg sjálfsagt enda gengur markaðurinn út á þetta. Selja "hluti" sem úreldast fyrr frekar en seinna svo að það þurfi að kaupa þá aftur í aðeins annarri mynd. Enginn "höfundarrétthafi" af hubúnaði skammast sín fyrir þetta. Það er alveg sjálfsagt að það þurfi að eyða hundruðum þúsunda á ári ef öll forrit eiga að vera nothæf og lögleg í tölvu heimilisins. Ekkert sjálfsagðara. Enn eins og áður segir - Misjafn sauður býr í mörgu fé. Gaman væri samt að heyra frá Púkanum hve reglulega þeir senda frá sér "nýjar" útgáfur á sama verði sem byggir 95% á efni sem var búið að rukka fyrir áður. Með þessari fullyrðingu gef ég mér að Púkinn finni ekki upp nýtt íslenskt tungumál á árs fresti.
Hins vegar verðum við líka að gera okkur grein fyrir því að við lifum í opnum netheimi. Og þó svo að Púkinn fari hér stórum orðum um stuld á hans efni ætla ég að vona að hann líti ekki á öll lögbrot sem jafn alvarleg. Annars getum við svo sem gert það og þá vonandi gildir hið sama um öryggi og notkun á því efni og ...ja ...t.d á bifreiðum. Segjum sem svo að það finnist nú vill í einhverju forriti eða leik - jafnvel Púka. Er það alvarlegur hlutur ? Fyrir notendan kannski. En höfundurinn er tryggður í bak og fyrir með neðanmálsgrein sem hann setti inn sjálfur þar sem segir að hann beri enga ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut.
Tökum sama dæmi um galla í bifreið. Ég hef reyndar ekki athugað undir bílinn minn en ég held að þar standi ekki að framleiðandinn beri enga ábyrgð á þessum gallagrip. Og það sem meira er... Ef gallinn (bug) er alvarlegur og kostar jafnvel einhvern lífið þá er skiptir slík neðanmálsgrein engu máli. Neytandinn er varinn í því tilfelli. Hins vegar þykir ekkert sjálfsagðara í netheimum en að henda út einu og einu forriti eða leik sem er ónothæfur og henda svo 2 -3 plástrum (patch) í neytendur á eftir.
Að lokum vil ég taka það fram að sú þróun sem orðið hefur í tölvuheiminum og gerir það að verkum að "nýtt" höfundaréttar varið efni kemur út árlega verður ekki stöðvuð. Hins vegar er löngu orðið tímabært að réttur neytenda sé virtur þegar kemur að hugbúnaði í stað þess að þeir séu rukkaðir á hverju ári.
Og til Púkans - Er það ykkar stefna að lögsækja fólk sem "stelur" ykkar efni? Eða ætlið þið kannski að tryggja það að efninu verði ekki stolið? Það er ekkert auðveldara í þeim netheimi sem við búum í í dag en að tryggja að einungis einn aðili geti notað hvert eintak (validate).
Skildu eftir opin bíl með dóti upp á eina milljón og vertu svo alveg brjálaður þegar því er stolið.
Púnktur með Úi. Now sue me ;Þ
Number Seven, 20.11.2007 kl. 14:11
Ég skal viðurkenna að ég hef ekki haft tíma til að lesa þetta allt en þetta er fróðleg umræða sem ég vil bæta aðeins við.
Misjafn sauður býr í mörgu fé segir einhverstaðar. Í þessu tilfelli sem snýr að Istorrent virðist sem svo að féð eigi bara við um neytendur en ekki þá aðila sem "löglega" eru varðir með höfundarrétti.
Nú verð ég að viðurkenna að ég hef ekki sjálfur keypt Púka en hef notað hann í mínu starfi og í skóla (vonandi voru það lögleg eintök - athugaði það ekki). Hins vegar býst ég við því eftir að hafa verið neytandi á hinum síbreytilega tölvumarkaði, að ekkert forrit hefur verið gefið út sem virkar lengur en 2 -3 ár áður en það verður gangslaust eða úrelt. Það er af hálfu höfundarrétthafa bara alveg sjálfsagt enda gengur markaðurinn út á þetta. Selja "hluti" sem úreldast fyrr frekar en seinna svo að það þurfi að kaupa þá aftur í aðeins annarri mynd. Enginn "höfundarrétthafi" af hubúnaði skammast sín fyrir þetta. Það er alveg sjálfsagt að það þurfi að eyða hundruðum þúsunda á ári ef öll forrit eiga að vera nothæf og lögleg í tölvu heimilisins. Ekkert sjálfsagðara. Enn eins og áður segir - Misjafn sauður býr í mörgu fé. Gaman væri samt að heyra frá Púkanum hve reglulega þeir senda frá sér "nýjar" útgáfur á sama verði sem byggir 95% á efni sem var búið að rukka fyrir áður. Með þessari fullyrðingu gef ég mér að Púkinn finni ekki upp nýtt íslenskt tungumál á árs fresti.
Hins vegar verðum við líka að gera okkur grein fyrir því að við lifum í opnum netheimi. Og þó svo að Púkinn fari hér stórum orðum um stuld á hans efni ætla ég að vona að hann líti ekki á öll lögbrot sem jafn alvarleg. Annars getum við svo sem gert það og þá vonandi gildir hið sama um öryggi og notkun á því efni og ...ja ...t.d á bifreiðum. Segjum sem svo að það finnist nú villa í einhverju forriti eða leik - jafnvel Púka. Er það alvarlegur hlutur ? Fyrir notendan kannski. En höfundurinn er tryggður í bak og fyrir með neðanmálsgrein sem hann setti inn sjálfur þar sem segir að hann beri enga ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut.
Tökum sama dæmi um galla í bifreið. Ég hef reyndar ekki athugað undir bílinn minn en ég held að þar standi ekki að framleiðandinn beri enga ábyrgð á þessum gallagrip. Og það sem meira er... Ef gallinn (bug) er alvarlegur og kostar jafnvel einhvern lífið þá er skiptir slík neðanmálsgrein engu máli. Neytandinn er varinn í því tilfelli. Hins vegar þykir ekkert sjálfsagðara í netheimum en að henda út einu og einu forriti eða leik sem er ónothæfur og henda svo 2 -3 plástrum (patch) í neytendur á eftir.
Að lokum vil ég taka það fram að sú þróun sem orðið hefur í tölvuheiminum og gerir það að verkum að "nýtt" höfundaréttarvarið efni kemur út árlega verður ekki stöðvuð. Hins vegar er löngu orðið tímabært að réttur neytenda sé virtur þegar kemur að hugbúnaði í stað þess að þeir séu rukkaðir á hverju ári.
Og til Púkans - Er það ykkar stefna að lögsækja fólk sem "stelur" ykkar efni? Eða ætlið þið kannski að tryggja það að efninu verði ekki stolið? Það er ekkert auðveldara í þeim netheimi sem við búum í í dag en að tryggja að einungis einn aðili geti notað hvert eintak (validate).
Skildu eftir opin bíl með dóti upp á eina milljón og vertu svo alveg brjálaður þegar því er stolið.
Púnktur með Úi. Now sue me ;Þ
Number Seven, 20.11.2007 kl. 14:21
Heiða B. : Verð að benda þér vinsamlega á að tónlistarheimurinn brást við þessu mjög fljótlega, þ.e. þegar Metallica höfðaði mál gegn Napster á sínum tíma og vann málið (ásamt fleiri listamönnum) og Napster stóð með háar upphæðir til greiðslu. Þetta eru orðin einhver 7-8 ár síðan og það er því miður (eða hvað) ennþá fleiri forrit en voru þá. Það segir okkur það eitt að þetta er nánast vonlaust að berjast gegn þessu því það dúkka bara upp önnur forrit.
Til dæmis vil ég líka benda á að kvikmyndafyrirtæki eitt fékk ríkisstofnun í bandaríkjunum til að hafa samband við Rússnesku ríkisstjórnina fyrir ekki svo löngu (1-2 mánuðum eða svo) því það væri síða í Rússlandi sem væri að dreifa músík og kvikmyndum endurgjaldslaust og þeir þyrftu að láta loka henni, annars myndu fyrirtækin fara í stórt mál við síðuna (til að gefa þeim tækifæri að loka áður en málið gengi lengra)... Rússneska ríkið hins vegar svaraði því að þeir gætu kært eins mikið og þeir vildu en þeir myndu bara tapa peningum, þar sem þetta er löglegt í Rússlandi...
Þetta er vonlaus barátta þar sem heimurinn finnur alltaf aðrar leiðir til að nálgast allt það stafræna efni sem þeir vilja. Hvort sem það er miður eða ekki, þá gengur þetta bara svona fyrir sig.
ViceRoy, 20.11.2007 kl. 14:21
Það er erfitt að koma í veg fyrir þjófnað á hugbúnaði, eins og mörg fyrirtæki hafa komist að. Það er unnt að byggja ákveðin tékk inn í forritið, en Púkinn hefur reynt að komast hjá því hvað samnefnt forrit varðar - þetta er ákveðinn fyrirhöfn og áður fyrr var einfaldlega ekki eins mikið um það að íslenskum forritum væri stolið.
Púkinn hefur verið lengur á markaði en flest önnur íslensk forrit, eða um 20 ár. Á þeim tíma hefur viðmót forritsins verið endurskrifað frá grunni nokkrum sinnum, enda hefur eðli þess breyst - upphaflega púkaforritið var TSR forrit fyrir DOS sem fylgdist með innslætti, síðan varð Púkinn að forriti sem las yfir Word og WordPerfect skjöl, en nú er forritið orðið að Office "plugin". Þar að auki verður að gera breytingar á forritinu í hvert sinn sem Microsoft gerir breytingar á Office pakkanum.
Kjarninn í Púkanum hefur hins vegar að stórum hluta verið óbreyttur í 20 ár, en orðaforðinn hefur smám saman aukist samhliða því að tillögugerðin hefur batnað. Þessi vinna kostar líka sitt.
Púkinn, 20.11.2007 kl. 14:28
Ég tek undir það sem Sæþór segir - Það er vonlaus barátta að ætla sér að sigra þjófnað á hugbúnaði með lögbanni á Istorrent. Istorrent er ekki vandamálið - Ekki frekar en Nettengingar eru vandamálið - Eða P2P forrit eins og Utorrent sem btw er 100% löglegt.
Ég skil það vel að fyrirtæki hafa haldið að sér höndum um að setja tékk inn í sín forrit um að þau séu löglega notuð. En nú er einfaldlega sá tími að líða. Stöðugt fjölgar þeim hugbúnaði þar sem validate er nauðsynlegt og persónulega finnst mér ekkert sjálfsagðara en að slíkt sé gert. Fyrir mér sýnir það að fyrirtækið leggur mikinn metnað í sína vöru. Og aukakostnaður til langs tíma er ekki mikill mundi ég halda. Þetta mætti einnig NOTA til þess kynna vöruna. Jafnvel inn á síðum sem Torrent. Forritið virkar kannski í viku en svo þarf að keyra validate og sýna fram á löglegan lykil og löglegt Netfang. Allar uppfærslur í (setja tölu inn hér) ár sem keyrðar eru í gegnum löglegt forrit eru einnig ókeypis (að sjálfsögðu).
Við lifum í síbreytilegum heimi - Það á við jafnt um neytendur sem og höfunda á skemmtiefni eða hugbúnaði. Hvort að réttur okkar allra er tryggður til fulls veit ég ekki. Enda ætla ég mér bara að fylgja straumnum en ekki berjast á móti. Það er jú það sem er að gerast. Ekki satt?
Number Seven, 20.11.2007 kl. 14:47
Ég hef bara aldrei með nokkru móti skilið hvernig stendur á því að fólki finnst bara allt í lagi og allt í góðu að ná sér í afrakstur vinnu annarra án leyfis eða greiðslu. Bara vegna þess að það er hægt.
Auðvitað eiga hugbúnaðarhöfundar að eiga rétt á að sækja í þá sjóði sem safnast með krónunum sem við borgum öll (líka tón- og myndhöfundar) af tómu diskunum. Hefur það verið fast sótt? Ég sem (reyndar bara vara-)fulltrúi í fulltrúaráði STEFs myndi sannarlega styðja þá eðlilegu kröfu.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.11.2007 kl. 15:02
ah Hildigunnur - þú talar hér sem fulltrúi ákveðinna hagsmunasamtaka. Alveg eins og Smáís er hagsmunasamtök sem leyfa sér að halda fram fullyrðingum sem hljóma mjög vel út frá þeirra hagsmunum. Sumar af þeim fréttum sem birst hafa inn á síðum Smáís eru þeim til algjörrar skammar þó að reyndar sé búið að fjarlægja þær núna. M.a. birtist fyrir nokkrum vikum frétt um netssölu Radiohead á nýrri plötu. Þar fór fyrir augljós og skammarleg hagsmunasemi Smáís sem netverjar hökkuðu í sig. Sú frétt er horfin .. Ég velti fyrir mér hvers vegna...
Málefnaleg umræða eða hagsmunir ? Og þá hagsmunir hverra ? Þú lítur greinilega á það sem svo að ef við hækkum geisladiska um 100 krónur og gefum hugbúnaðrhöfundum sinn skerf að þá sé málinu lokið ? Eru það hagsmunir neytenda?
Kannski þú getir svarað mér þessu Hildigunnur. Hver var vinna Stefs í tóma geisladisknum sem ég keypti til að setja inná myndir sem ég tók á mína myndavél? Fyrir hvaða vinnu var ég að borga?
Ekki hagsmunapot ? Að fólk kunni ekki að skammast sín.
Number Seven, 20.11.2007 kl. 15:22
Eru torrent menn kannski nútíma Hrói höttur... nei segi svona en það má vel spyrja sig hvers vegna ísland telst með fyrrverandi sovét í þessum málum.
Kalt mat þá tel ég að yfirgengilegt okur sé aðalástæða fyrir piracy hér á þessu einokunarskeri, það tel ég vera hið raunverulega piracy
DoctorE (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 16:04
Ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög forvitnileg ummæli varafulltrúa Stefs hér á undan. Kannski er komin tími til að neytendur segji hingað og ekki lengra.
"Ég hef bara aldrei með nokkru móti skilið hvernig stendur á því að fólki finnst bara allt í lagi og allt í góðu að ná sér í afrakstur vinnu annarra án leyfis eða greiðslu. Bara vegna þess að það er hægt. "
Ég hef bara aldrei með nokkru móti skilið hvernig fóki finnst bara allt í lagi og allt í góðu að hagsmunasamtök eins og STEF nái að nýta sér afrakstur af vinnu annara með fullu leyfi stjórnvalda og fá borgað fyrir það! Bara vegna þess að það er hægt...
Number Seven, 20.11.2007 kl. 16:28
Heldur þú að STEF hirði þessa peninga sjálft?
Og ekki koma með gömlu tugguna að það sé rammvitlaust fólk sem fái borgað. STEF gerir hvað það getur til að skiptingin sé réttlát, til dæmis hefur mikið verið þrýst á útvarpsstöðvar að skila spilunarlistum. Til skamms tíma voru það einungis ríkisstöðvarnar sem gerðu það, þess vegna fengu Bubbi og Bó til dæmis óþarflega stóran hluta kökunnar.
Klassísku höfundarnir taka ekki mjög stóran hluta, ef þú ætlaðir að fara að röfla um það.
Síðustu tölur sem ég vissi var að tæplega 90% innkominna tekna STEFs fara beint til listamannanna. (nema núna þeirra sem eru búnir að selja sál sína Landsbanka. En það er þeirra mál)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.11.2007 kl. 18:06
ég ætla svo sem ekki að réttlæta gjaldið á tómu diskana, hef aldrei verið alveg sátt við það (las ekki nógu langt upp, við fyrra svarið).
SMÁÍS ummælin dæma sig sjálf og komu ekki frá STEFi.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.11.2007 kl. 18:10
Hinir raunverulega glæpamenn eru stef og smaís
Alexander Kristófer Gústafsson, 20.11.2007 kl. 19:22
Það að kalla STEF og Smáís glæpamenn er í besta falli vafasamt, en í versta falli meiðyrði.
Þar að auki kemur það efni þessarar blogggreinar ekkert við - Púkinn hefur engin afskipti af þeim aðilum - ef eitthvað er, þá er Púkinn ósáttur við að vera skattlagður - þurfa að greiða gjöld af þeim geisladiskum sem hann notar til fjölföldunar á sínum hugbúnaði - gjöld sem renna þennan sjóð sem bara sumir hugverkaframleiðendur fá síðan úr.
STTEF og Smáís koma Púkanum bara hreint ekkert við.
Púkinn, 20.11.2007 kl. 19:28
Einhverntímann heyrði ég að STEF miðaði við spilunarlista af ríkisstöðvunum og Bylgjunni, sem þýðir að spilun á fm957 eða öðrum stöðvum hafi ekkert að segja.
Leiðréttið mig, hafi ég rangt fyrir mér.
Einnig, átti ég eitt sinn lag sem hlaut nokkra spilun í útvarpi. Einu sinni á ári fékk ég senda ávísun fra STEF fyrir gjöldum vegna spilunar. Kring um 2000 breyttu þeyr kerfinu hjá sér á þann veg að upphæðin þurfti að ná ákveðnu lágmarki til að fást greidd. Síðan hef ég ekki fengið krónu. þeir hirða það bara. En það sem vakti áhuga minn er þetta. Hver gaf þeim umboð til að rukka í mínu nafni? Ekki ég.
Brjánn Guðjónsson, 21.11.2007 kl. 02:53
spilun á öðrum stöðum hefur alveg jafnt að segja....vandamálið var það að aðeins RÚV og Bylgjan skiluðu samviskusamlega inn spilunarlistum.
Púkinn, 21.11.2007 kl. 10:22
Þekki púkann ekki þar sem ég er að pikka allt á Epli. Sem betur fer er ég skítsæmilegur í stafsetningu, svo það háir mér ekki mikið.
Er það ekki annars málið að fara Radiohead leiðina, henda afurðunum á netið og biðja fólk fallega um að borga fyrir? Þannig er maður allavega að fá 100% í eigin vasa. Þá er líka líklegt að Púkinn verði notaður af öllum landsins lýð, þeim sem nota örmjúka ruslið, og sennilega hækkar innkoman fyrir vikið.
Þessi geislaskattur er svo út í hött. Í hvert skipti sem ég brenni mína mynd, sem ég fjármagnaði og gerði sjálfur með hjálp leikara og annara, á DVD er ég að borga Spielberg fyrir. Fíflalegt.
Villi Asgeirsson, 21.11.2007 kl. 11:05
Púkinn var að ræða við tónlistarmann um dreifingu á netinu, en sá sagði að hún skipti litlu máli fyrir þá allra vinsælustu - þeir seldu nóg hvort eð er. Hún væri jákvæð fyrir litla, óþekkta aðila, sem væru ekki með stóra plötusamninga, því þeir hefðu þar möguleika á að koma sér á framfæri. Hún væri hins vegar að slátra þeim sem eru þar á milli - þeim sem eru að reyna að lifa af tónlistinni.
Kannski eitthvað til í þessu.
Púkinn, 21.11.2007 kl. 11:12
Góð tónlist virkar alltaf. Á hana er hlustað og hún er keypt hvað sem plötusamningum líður. Dreifing á netinu slátrar engum. Ég hef í mörg ár hlustað á ókeypis kynningartónlist á mörgum fríum vefsæðum. Þar heyrði í fyrst í hljómsveitum eins og Linkin Park, Lucky 7 og jafnvel Sigurrós.
Ég skil hins vegar mjög vel að dreifingaraðilar og stóru plötusamningafyrirtækin séu skíthrædd. Þau lifa jú á því að græða á öðrum. Ef þeir gætu nú grætt án þeirra með því að selja sína vöru ódýrari og jafvel gefa hana...
Annars er þetta allt önnur umræða. Góð tónlist fær samt alltaf hlustun. Kannski er bara allt í lagi að slátra nokkrum miðlungs hljómlistarmönnum ef þeir geta ekki nýtt sér nútíma tækni til að koma sínu efni á framfæri.
Að lokum vil ég kvetja púkann að kíkja inn á http://thepiratebay.org/ og slá inn leitarorðum eins og Næturvaktin,mugison eða Sprenjuhöllin svo dæmi séu tekin. Daginn sem Istorrent var lokað fór ég inn á þessa síðu og þá var eingin að dreifa þessu efni þar. Og Istorrent var búið að samþykkja að taka þetta efni út af sínum veg. Það var í gangi umræða inn á spjallborðinu þar að notendur gerðu með sér samkomulag að dreifa ekki nýju íslensku tónlistarefni núna yfir jólahátíðina.
Mér þykir það miður að þeir sem sóttu eftir lögbanni á hendur Istorrent geri sér ekki grein fyrir því að þeir eru í raun að stuðla að meiri dreifingu á efninu. Síður eins og The Pirate Bay er ekki lokað samfélag eins og Istorrent. Þú þarft ekki að hafa aðgang til þess að ná í efni þar og þú þarft ekki að deila neinu á móti. Einnig vil ég kvetja Púkann til þess að kynna sér sögu TPB og hvers vegna sú síða er enn uppi þrátt fyrir að Sænsk yfirvöld hafi gengið hart (og ólöglega) fram í að loka henni.
Number Seven, 21.11.2007 kl. 12:04
Afsakið stafsetningu og ásláttarvillur - Ég ætti kannski að nýta mér innbyggðu villuleitina. =) Frábært framtak það.
Number Seven, 21.11.2007 kl. 12:08
Já, og það er þá heilagur sannleikur sem þessi tónlistarmaður segir.
Hvað hefur hann þá að segja um Radiohead-leiðina? Hljómsveit sem er mjög þekkt, er sem sagt ekki lítil, óþekkt, með litla plötusamninga og litla möguleika á því að koma sér á framfæri.
Radiohead hefur sannað það í eitt skipti fyrir öll að netið er ákjósanlegasta leiðin til að dreifa tónlist. Það er í raun eina leiðin sem tónlistarmenn hafa til þess að fá einhverja peninga fyrir vinnuna sína því annars hirða afæturnar (STEF og fleiri slík samtök) meiripart ágóða plötusölunnar.
Ef ég hefði til þess kunnáttu og fjármagn þá skyldi ég stofna síðu þar sem tónlistarmenn gætu selt tónlist sína. Ég þori að leggja líf mitt að veði að þá fyrst fara þessir menn að geta lifað á verkum sínum - þegar þeir losna við afæturnar.
Túrilla, 21.11.2007 kl. 12:08
Það getur vel verið að eitthver ákveðin hópur tónlistarmanna tapi á ólöglegri dreifingu en það hefur verið sýnt fram á það að þeir sem ná sér í ólöglega tónlist kaupi sér líka hvað mest af tónlist.
Ég hef reyndar lítið stundað það að ná í tónlist á netinu en ég hef fengið ófáar plötur með Copy skipuninni í tölvunni.
Flesta þeirra hlusta ég ekkert eða nánast ekkert á. Spila kannski allt safnið í handahófskenndri röð en þá virkar þetta svipað og útvarpið.
Síðan eru nokkrir flytjendur sem ég hlusta mikið á en hefði þó líklega ekki keypt diskinn þeirri því ég vissi ekki hvernig tónlistin var.
Þegar ég er í plötubúð (sem gerist ekki oft) þá kíki ég aðeins eftir þeim plötum sem ég hef ekki borgar fyrir en hlusta á og kaupi þær.
Það er hins vegar ákveðin galli við það. Nú hlusta ég aldrei á geisladiska, heldur hlusta á alla mína tónlist í tölvu eða mp3 spilurum. Þess vegna þarf ég að setja diskinn í tölvuna, komast framhjá afritunarvörninni, sneiða framhjá að nota sérhæf snið Microsoft/Apple snið, til þess eins að geta notað löglegu tónlistina mína, en í raun hefði ég bara getað hent disknum strax í ruslið og haldið áfram að nota ólöglegu útgáfuna.
Hitt vandamálið við að kaupa geisladisk í tónlistarbúð til þess að listamaðurinn fái sitt, er að listamaðurinn fær sáralítið.
Stærsti hluturinn fer til verslunarinnar sem er að selja vöru sem ég nota ekki, annar stór hluti fer til útgefandans, sem reynir að koma í veg fyrir að þeir sem kaupi vöruna fullu verði geti notað hana í tölvunum sínum eða mp3 spilurum.
Síðan er tekið ákveðið fyrir hljóðversvinnuna og að lokum fær listamaðurinn ör fáa hundrað kalla. (heyrði eitt sinn að það væri 200 kall) fyrir plötu sem neytandinn borgar 2000 kall fyrir.
(Þegar ég segi "ég" í textanum hér að ofan á ég að sjálfsögðu við "félagi minn")
Ég legg því til að eitthver taki sig til og stofni heimasíðu sem sæi um að koma greiðslum beint til listamannanna.
Afsakaðu svo langlokuna hjá mér, Púki, en mig langar samt að bæta við að ég vil gjarnan svar við spurningu sem ég setti inn hérna fyrr.
Hvað telur þú að þú hafir tapað miklu vegna ólöglegs niðurhals á þínum hugbúnaði?
Sem sagt, hvað heldurðu að seldum eintökum hafi fækkað mikið per 1000 download?
Ingólfur, 21.11.2007 kl. 13:27
Fannst rétt umrædd grein frá Smáís sem nú er fundinn með upprunalegum texta, breyttum texta og nú horfnum texta fái að fljóta hér meðn bara svona til þess að hin rétta ímynd og málefnalegri umræðu sé haldið á lofti.
http://www.netfrelsi.is/korkur/index.php?showtopic=2882
Number Seven, 22.11.2007 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.