Þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Hommahatur og kristinfræði
Hafa "samkynhneigðir" veiðileyfi á börnin okkar?
Svona var fyrirsögn greinar í Morgunblaðinu nýlega, en höfundi þeirrar greinar virðist sérlega uppsigað við að minnst sé á samkynhneigð í unglingadeildum grunnskóla.
Púkinn á reyndar svolítið bágt með að skilja þá mannfyrirlitningu sem kemur fram í umræddri grein í frösum eins og "svokallaðri mannréttindabaráttu", "guðleysi", já, og svo að sjálfsögðu tilvísunum í Biblíuna.
Það sem Púkinn vildi hins vegar gera að umræðuefni var hins vegar eftirfarandi kafli úr greininni.
"Samkynhneigðir" virðast hafa nánari aðgang að börnum okkar á viðkvæmu aldursskeiði heldur en við höfum gert okkur grein fyrir og það í menntastofnunum sem við treystum fyrir börnum okkar. Hvernig geta 13 ára börn ákveðið að þau séu "samkynhneigð" ... Við sem eigum börn og barnabörn þekkjum vel hversu viðkvæmt tilfinningalíf unglinga er og hve áhrifagjörn þau eru.
Látum um stund liggja milli hluta þá afstöðu greinarhöfundar að samkynhneigð sé einhver ákvörðun viðkomandi, frekar en það sem er almennt viðurkennt - að um flókið samspil erfða, hormóna á meðgöngu, heilastarfsemi og umhverfisþátta sé að ræða. Í dag er frekar litið á það að vera samkynhneigður eins og að vera örvhentur - meðlimur minnihlutahóps sem fólk lendir ekki í samkvæmt eigin ákvörðun, en fólk getur hins vegar valið hvort það hegðar sér í samræmi við sínar hneigðir eða ekki.
Nei, það sem Púkinn vill gera athugasemd við eru þau ummæli að 13 ára börn séu áhrifagjörn og ófær um að taka ákvarðanir sem teljast mikilvægar. Greinarhöfundur virðist hins vegar ekkert sjá athugavert við að þessum sömu 13 ára börnum sé ýtt í kristinfræðikennslu og til að "staðfesta" þá ákvörðun að þau séu "kristin" með fermingu. Fræðslan um samkynhneigð er ef til vill ekki nema einn tími eða tveir, en kristinfræðin er reglulega á stundarskrá í nokkur ár. Það er verulegur munur á þessu. Ef greinarhöfundur telur sig hafa yfir einhverju að kvarta, hvað geta trúleysingjar (og aðrir sem ekki eru kristnir) þá sagt?
Umorðum aðeins ofanfarandi tilvitnun.
"Kristnir" virðast hafa nánari aðgang að börnum okkar á viðkvæmu aldursskeiði heldur en við höfum gert okkur grein fyrir og það í menntastofnunum sem við treystum fyrir börnum okkar. Hvernig geta 13 ára börn ákveðið að þau séu "kristin" ... Við sem eigum börn og barnabörn þekkjum vel hversu viðkvæmt tilfinningalíf unglinga er og hve áhrifagjörn þau eru.
Sömu frasar, bara skipt út nokkrum litlum orðum. Þessi ákveðna tegund innrætingar er hins vegar greinarhöfundi væntanlega þóknanleg og það kæmi Púkanum ekki á óvart þótt hann hafi verið framarlega í hópi þeirra sem fóru í hommahatursgönguna um daginn til að krefjast meiri kristinfræðslu í skólum - betri aðgangs að áhrifagjörnum ungmennum.
Púkinn hefur fengið sig fullsaddan af svona. Kristinfræði á ekkert erindi inn í skólana. Þeir foreldrar sem vilja endilega láta heilaþvo börn sín ættu að geta sent þau í einhverja sunnudagsskóla, nú eða þá bara sinnt fræðslunni sjálf. Það væri nær að bæta í námsskrána kennslu í gagnrýnni hugsun og svolítilli heimspeki - það myndi skila fleiri einstaklingum sem eru færir um að hugsa sjálfstætt, frekar en að lifa í blindni eftir árþúsunda gömlum boðum og bönnum sem eiga lítið sem ekkert erindi til nútímans.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:51 | Facebook
Athugasemdir
Algerlega 100% sammála þér Púki, las greinina og fann til með greinahöfundi.
Pálmi Gunnarsson, 20.11.2007 kl. 23:50
Þetta var skelfilega ósvífin grein, greinin sem þú tekur til bæna á þenna hátt. Að tala um "veiðileyfi", hrikalega ósvífið. Góður pistill hjá þér aftur á móti!!
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.11.2007 kl. 00:00
Flott grein, tek undir með þér. Það er beinlínis móðgun við heilbrigða skynsemi þegar trúarbrjálæðingarnir í Þjóðkirkjunni og vinir þeirra arka á Austurvöll og krefjast þess að kristinfræðikennsla verði aukin.
Ég var að glugga í kristinfræðinámsefni annars bekkjar um daginn hjá dóttur minni. Bókin sem þau læra er afskaplega vafasöm að mörgu leyti.
Má til með að spamma örlítið og vísa á skóla- og fermingargreinar Vantrúar.
Matthías Ásgeirsson, 21.11.2007 kl. 00:02
Flottur pistill hjá þér !
Jónína Dúadóttir, 21.11.2007 kl. 07:39
Það verður að gera allt til þess að hindra aðgang þessara manna að börnum, ég vil sjá 18 ára aldurstakmark á skráningu í trúarsöfnuði og einnig þáttöku í ritualum.
Það er algerlega ljóst að margar barnssálir eru í mikilli hættu í kringum svona ruglukolla og að andlegt heilbrigði þjóðarinnar allrar er í veði
DoctorE (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 08:25
Ég er samkynhneigð og að klára kennararéttindanám...ætla alls ekki að leyna því fyrir börnunum ef það málefni kemur upp. Sárt að sjá svona skrif
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.11.2007 kl. 12:38
Góð samlíking. Almenningur þarf að fara að setja kirkjunni betri mörk, það er ekki eðlilegt að hún hafi aðgang að skólastarfi eða komi sínum hugmyndum inn hjá börnum.
Of margt er þess eðlis að kirkjan sjálf veit ekki hvaða afstöðu hún hefur varðandi hvort um er að ræða sagnfræði eða óstaðfestar sögusagnir sem frekar gætu kallast bókmenntir. Of óljóst er í kennslugögnunum hver tilgangrinn er, varla getur sagan um sonarfórn Abrahams verið kennsla í siðfræði?
Tregða almennings til að taka afstöðu til þessa leiðir til fáfræði. Ég fjalla lítilega um þetta í nýlegum pistli.
Kristjana Bjarnadóttir, 21.11.2007 kl. 13:13
Vel mælt og kraftmikill pistill. Annaðhvort er fólk samkynhneigt eða ekki, svo einfalt er það. Kristinfræði er aftur á móti innræting og algjörlega tengd utanaðkomandi áhrifum frá skóla og samfélagi.
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.11.2007 kl. 13:14
Það er nú reyndar ekki alveg svo einfalt að annaðhvort sé fólk samkynhneigt eða ekki ... Það hafa t.d. verið gerðar rannsóknir þar sem blóðflæði og heilastarfsemi er mæld meðan fólki eru sýndar myndir af fáklæddum einstaklingum af báðum kynjum. Niðurstöðurnar komu svosem ekki á óvart - meirihlutinn bregst mun sterkar við að sjá myndir af einstaklingi af gagnstæðu kyni, nokkur hópur bregst mun sterkar við myndum af einstaklingum af sama kyni, en hins vegar var allstór hópur einstaklinga sem brást við myndum af báðum kynjum, og viðbrögðin röðuðust á allan skalann.
Púkinn, 21.11.2007 kl. 13:35
Mér finnst soldið fyndið að það lítur út fyrir að samkynhneigðir muni verða mörgum kirkjum/trúarbrögðum að falli.
Þeir steiktu gaurar sem færðu fordóma gegn hommum(Hommum.. lítið er talað um lessur því konur eru jú bara hundar í trúarmálum) í bókina hefði aldrei dottið í hug að það mynd á endanum verða þess valdandi að kristnir yrðu fordæmdir á sama máta, svona er að henda skít upp í loftið, kemur beint í hausinn á mönnum aftur.
DoctorE (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 13:48
Ég held að þetta hljóti að vera með bestu hugmyndum sem hafa komið frá DoctorE.
Í alvöru, hvernig geta einstaklingar sem ekki eru taldir hafa aldur til að kjósa eða kaupa brennivín, haft þroska til að vera baðaðir í sögum um yfirnáttúrulega veru með "Super Powers" sem refsar þeim grimmilega sem brjóta gegn boðorðum hennar, sem þeim eru sagðar sem "heilagann sannleik" ?
Auðvitað á að vernda berskjölduð börnin fyrir ásælni trúarbragða, það þætti fólki líklega skrítið ef það væru haldnar athafnir fyrir 14 ára börn þar sem þeir lýstu yfir trú sinni á Súperman.
Fransman (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 14:06
Mér var boðið til veislu í gær. Með mér sat svartur samnemandi minn frá Ougadougu, Burkina Faso, Afríku. Hann sagðist ekki geta borðað öndina sem var á boðstólum af því hann væri mótmælendatrúar. Hann fullyrti að þetta stæði í biblíunni sem trúboðarnir heilaþvoðu hans fólk með fyrir einhverjum árhundruðum.
Kannast einhver við að mega ekki borða endur?
Hvernig er þetta svo með bankana, skv. biblíunni má maður alls ekki taka vexti af lánum. Þetta er skírt tekið fram á þremur stöðum. (Exodus 22:25-27, Deuteronomy 23:19-20, Luke 19:23).
Hver er það eiginlega sem ákveður að hommar og lessur skuli lögð í einelti en fær svo lánað fyrir íbúðinni í banka og borðar fuglakjöt eins og ekkert sé?
Þeir sem eru nógu forheimskaðir í trúnni til að skrifa svona pistla eru svo þverir að það er tilgangslaust að eyða orðum á þá, því er nú miður og ver.
Kári Harðarson, 21.11.2007 kl. 14:12
Góður pistill.
Sveinn Atli Gunnarsson, 21.11.2007 kl. 14:48
Kári, hvað endurnar varðar, lestu þetta. Það eru ákveðnir hópar strangtrúaðra Gyðinga sem ekki borða endur, því það er ekki tekið fram skýrum stöfum að það sé leyfilegt. Endur eru hins vegar alls ekki á bannlista, eins og svínakjöt, hérar, hrægammar o.s.frv.
Nú er mig farið að langa í góða önd, með plómusósu, vorlauk og agúrku í pönnuköku á góðum kínverskum veitingastað.
Púkinn, 21.11.2007 kl. 15:12
Gópur pistill, takk fyrir hann. Sendu hann til Morgunblaðisins sem svar við greininni.
Guðlaugur Kristmundsson, 21.11.2007 kl. 16:00
Sammála Doktornum, og svo á náttúrlega ekki að leyfa mönnum að segja krökkum frá jólasveininum heldur fyrr en þeir hafa náð 18 ára aldri. Það er líka dúddi með super powers, sem fylgist með öllum börnum og refsar þeim sem ekki hegða sér rétt, með að gefa þeim ekki jafn flotta hluti og hann gefur þeim börnum sem hegða sér rétt.
Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 21.11.2007 kl. 16:14
Í einni frægustu ræðu allra tíma fjallræðunni segir ræðumaður: Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim?
og áfram heldur hann Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. (Mattheus. 6:26 og 28)Nú þegar vetur leggst að iljar maður sér við hugsunina um komandi vor þegar allt hið smáa lifnar við, fuglarhiminsins þyrpast til landsins bláa og liljur vallarins, eilífðar smáblóm, vakna til lífsins. Já sköpunarverkið lætur ekki að sér hæðast. Við Púkinn eigum það sameiginlegt að hafa einstaka ánægju af því að beygja okkur í duftið fyrir fegurð jarðargróða og dýrðlegra grasa. Virðing fyrir hinu smáa sem fyllir mannshugann lotningu hver með sínu lagi. Erum við mannfólkið í raun svo mikið fremri náttúrunni umhverfis okkur. Eitt er þó víst að af öllu sköpunarverkinu, látum liggja milli hluta hver höfundur þess er, þá er hrokafyllsti fulltrúi þess mannskepnan sjálf. Hver sem samfélagið er í veröldinni er þó til staðar eitthvað sem heitir grunngildi samfélagsins og oftar en ekki byggist það á trúarlegum viðhorfum. Múslímar, Brahma, Búdda, Kristni. Allt er þetta gott og gilt ef ekki væri einn hópurinn í viðbót sem kennir sig við trúleysi. Ef grannt er skoðað er það sem einkennir flesta ”trúleysingja” það er að fá hitt og þetta lánað frá trúarbrögðunum til að fylla upp í eigið tómarúm. Fagurgali sem útbreiðir sjónarmið um ”manngildi” og sýndarmennska ”borgaralegrar fermingar” eru dæmi um þörf mannsins á einhverju ”gildismati” sem þá er miskunar laust fengið að láni jafnvel hjá hinum óferjandi og óalandi kristilegu viðhorfum og venjum. Það virðist vera í tísku um þessar mundir að finna kristinni kirkju og viðhorfum allt til foráttu, þeir sem ennþá þora að jatast undir slík lífsviðhorf eru úthrópaðir sem fordómafullir kúgarar meintra minnihlutahópa í þjóðfélaginu.
Eitt er sammerkt flestum þeim sem hér hafa bloggað en það er að opinbera ótrúlega fáfræði og fordóma gagnvart þeim ”gildum” sem íslenskt þjóðfélag hefur byggt á kyslóðum saman þrátt fyrir hina óheyrilegu kristnifræðikennslu og ”innrætingu” áratugum saman. Það væri svo sem ágætt að fá raunhæfar fordómalausar tillögur um það hvaða grundvöll væri æskilegt að leggja fyrir íslensku samfélagi ef fjöldanum er orðið svo uppsigað við kristin lífsgildi að þau séu vart á vetur setjandi. Þangað til er það lágmark að við reynum að ala börnin okkar upp með kærleiksrík sjónarmið að leiðarljósi hvort sem við játum kristna trú eða eitthvað annað, það er að minnstakosti skylda okkar að ala börnin okkar upp með eitthvað kjarnbetra en trú á eigin mátt sinn og megin og gegndarlausa peningahyggju, ”til fj, með alla aðra en elsku mig”.
Hilmar Einarsson, 21.11.2007 kl. 16:35
Það er nú ekki hægt að setja samasemmerki milli trúleysis og gengdarlausrar peningjahyggju. Hafa ekki margir af gráðugustu mönnum heims í gegnum tíðina verið taldir kristnir?
Sömuleiðis hafnr Púkinn því að kristninhafi einhven einkarétt á góðum samfélagsgildum - að halda slíku fram er helber rökleysa.
Púkinn, 21.11.2007 kl. 17:06
Fólk er allaf með þetta fáránlega rugl með að trúfrjálsir geti ekki verið gott fólk, að þeir séu bara peningagráðug svín og geti ekki lifað í samfélagi vegna þess að þeir geta ekki hlýtt reglum vegna þess að þeir eru ekki hræddir við dóm guðs.
Þetta lið er nú bara að tala út frá sjálfu sér, það sjálft er svo fargin ruglað að það yrði eins og sækó maniac ef guð væri ekki að hræða það með endalausu víti.
Trúfrjálsir eru oftar en ekki húmanískir og vilja ekkert frekar en mannréttindi og jafnrétti fyrir alla, óháð trúarBRÖGÐUM
Ég vísa svona fargin kjaftæði beint til föðurhúsanna og segi að lokum: Margur heldur mig sig.
DoctorE (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 17:22
Mikið finnst mér orðið "trúfrjáls" vera miklu fallegra, réttara og innihaldsríkara en orðið "trúlaus".
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.11.2007 kl. 17:40
Má vera 100% sammála pistlahöfundi (þ.e. púkanum)?
maður verður ekkert dæmdur já-manneskja í versta skilningi þess frasa?
Eníhúúú. Svo sammála. Þoli ekki endalausa réttlætingu ''kristinna'' á ástæðum sínum fyrir skömm sinni á samkynhneigð. Meiri hræsni er ekki til held ég.
Jóna Á. Gísladóttir, 21.11.2007 kl. 18:40
Vissulega er hægt að setja samasemmerki milli trúleysis og gengdarlausrar peningahyggju en í þeim efnum eru múslímar, kristnir og gyðingar ekki undanskildir alls staðar eru einhverjir sem verða græðsginni að bráð. Ég er að tala um tíðarandann þar sem það virðist vera toppurinn nú um stundir að fordæma kristi og kirkju og kenna um allt sem vekur sundurþykkju í þjóðfélaginu. Dýrka mammon einn guða virðist vera orðið markmið í sjálfusér ef eitthvað er að marka umræðuna. Að vera “framúrskarandi” viðskiptafræðistúdent” er slagoorð dagsins, allir í bisness, allir að græða á öllum, allir að plokka alla og halda síðan fast utanum budduna, ómagarnir mega ekki komast of nærri. “Kristilegur” náungakærleikur fær ekkert rúm, óskilgreindur félagsmálapakki sem allt og oft reynir að finna hjáleið til þess að ómagarnir fái sem minnst er málið.Hvað læra viðskiptafræðingar ? Vinsæl námsgrein nú um stundir er “alþjóðaviðskipti” en þar er m.a. kennt um mismunandi viðhorf og gildi framandi þjóða sem er eins gott að kunna skil á ef það á að ná góðum viðskiptaárangri, t.d. að láta ekki stela frá sér markaðssetnigu á ”púkum” og öðrum góðum forritum. Þau viðhorf eru nefnilega sumstaðar að það er allt í lagi að halda áfram framleiðslu ýmissra framleiðsluvara þegar búið er að framleiða upp í pantanir rétthafa í ósamræmi við viðteknar reglur í okkar menningarheimi. Það er rétt að kristni hefur ekki einkarétt á góðum samfélagsgildum, ég nefndi nokkur önnur dæmi. (Múslímar, Brahma, Búdda) að gyðingum ógleymdum samfélagsgildi verða ekki til af sjálfu sér þannig að ég get ekki talið svokallaða “trúleysingja” með, einhversstaðar grafa þeir upp sín gildi boð og bönn ásamt óskilgreindri manngæsku eru ekki sjálfsögð upp úr þurru, “að höggva mann og annan” þótti nú gott og gilt á Íslandi fyrir ekki svo löngu síðan, og er enn við lýði sumstaðar í veröldinni hverrar trúar sem menn eru. Það verður samt að viðurkenna að sinni að hin kristnu lífsgildi henti okkur Íslendingum eins og flestum öðrum þjóðum á norðurhveli betur en mörg önnur viðhorf hverra lífsskoðana sem einstaklingar kunna þó að vera. Ég sé hins vegar ekki fyrir mér af hverju aðilar sem gefa sig út fyrir að vera “trúlausir” þurfa endilega að taka upp einhverjar sýndar athafnir úr kristni eins og t.d. fermingu ef þeir finna síðan hinum kristnu viðhorfum svona allt til foráttu. Ég undra mig barast á því í þessari umræðu um, mér liggur við að segja glæpsamlega verknað, að hafa haldið uppi öflugri “kristnifræðikennslu” áratugum saman að fermingarfræðsluógleymdri, hversu fáfræðin og fordómar og útúrsnúnigar eru miklir. Eftir umræðunni að dæma virðist “innrætingin” undanfarna áratugi ekki hafa tekist betur en þetta. Það liggur við að ég taki mér í munn orðatiltæki góðs, kristilega innrætts vinar sem hefur fengið sig fullsaddan á fordómafullum heimskum samferðamönnum, “Fólk er fífl”. Þessi umræða hófst með hugleiðingum um stöðu samkynhneigðra, afstaða til þeirrar umræðu er jafn misjöfn eins og mennirnir eru margir. Mér virðist einfaldlega að það sé orðið skelfilega mikið um gagnkvæma fordóma. Ef maður slysast til þess að koma út úr ísskápnum og játast undir það ok að aðhyllast kristin lífsviðhorf og að maður beri umhyggju fyrir sinni kirkju, þá er maður úthrópaður sem fordómafullur “hommahatari”, a.m.k. tek ég þessa umræðu eins og annað óalandi þjóðkirkjufólk persónulega til mín. Hvaða skoðanir sem menn hafa síðan á “heilagri ritningu” eða trúarafstöðu, þá er sá boðskapur sem þar er kenndur hið besta veganesti sem hægt er að gefa börnum okkar hvað svo sem kann að verða innrætt. Það er ein mikilvægasta skylda uppalenda að “innræta” skjólstæðingum góða siði og mannkærleika, (það er látið eins og orðið innræting sé af hinu vonda) gott uppeldi getur ekki farið fram nema í því felist jákvæð innræting. Sá einstaklingur sem tileinkar sér þann boðskap sem þar er framreiddur er ríkari fyrir lífið, hverjar sem lífskoðanirnar kunna að vera, samanb. Jóh. 3:16 (skora á alla að fletta því upp). Púnktur.
Hilmar Einarsson, 21.11.2007 kl. 19:00
You got it all wrong
Þú eignar kristni kærleika, þú gleymir Mammons dýrkun kristinna, þú gleymir fordómum þeirra, þú gleymir illgresinu sem þeir sá á meðal okkar, þú eignar kristni öll grunn gildin sem er bara þjófnaður, þú gleymir öllum morðunum sem guð þinn á að hafa framið samkvæmt bókinni, já þú dýrkar fjöldamorðingja, heimsmorðingja svo ég verði nákvæmari.
Ignorance is a blizz
DoctorE (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 19:16
Ps. Ég var ekki búinn að sjá síðustu færslur áður en ég peistaði langlokuna inn. Ég tek það skýrt fram að ég ber fyllstu viirðingu fyrir þeim hópi sem karpað hefur verið um, þ.e.a.s. gagnkynhneigðum, að sjálfsögðu á þessi hópur öll sömu réttindi og aðrir. Umræðan er einfaldlega komin á villigötur með því að hún er komin í þann farveg að fordæma kristna kirkju og þeir tugir þúsunda Íslendinga eru orðnir úthrópaðir í þessri umræðu.
Ég er sammála Láru Hönnu um orðanotkunina Trúlaus eðe trúfrjáls, seinna orðið er fallegra, en það er bara of víðtækt, á við almennt trúfrelsi einnig hinna "trúlausu".
Ég er sammála Guðjóni I Guðjónssyni um að það verður að gera greinarmun á öfgamönnum hvar í flokki sem þeir eru og þeim meirihluta sem verður að teljast hófsamur. Ég er bara að reyna að koma því til skila að fordómarnir eru orðnir svo miklir að hinn hófsami meirhluti sem að mestu er undir hatti þjóðkirkju (þó ekki eingöngu) að ekki verður við umræðuna unað.
ps. Ég er ekki að oftúlka, ég reyni bara að mála með nógu sterkum litum til að skera mig úr frá öllum þessum trú- lausu/frjálsu. Þú veist að ef þú ert að mála með hvítum lit yfir blóð rauðan, þá þarftu mikla málningu.
Jóna Á Gísladóttir talar um "réttlætingu kristinna" þetta er alröng alhæfing, það er fullt til að kristnum einstaklingum sem fylla flokk gagnkynhneigðra, þetta er allt og mikil alhæfing. Það eru deildar meiningar í mörgum kirkjudeildum, en það er einnig meðal einstaklinga sem telja sil trúlausa/trúfrjálsa. Hvað heldur Jóna að sé gert í músímaríkjum? (og víðar) Þetta er allt of mikil alhæfing að fordæma svona "þessa kristnu" alla sem einn.
Að lokum. Mér er verulega annt um okkar umburðalyndu þjóðkirkju sem gegnir því vanþakkláta hlutverki að vera kjölfesta í því samfélagslega hlutverki að standa vörð um þau kristilegu gildi sem, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, samfélag okkar byggir á. Biskupinn okkar verður óneitanlega að teljast hinn mesti hófsemdar maður.
Hilmar Einarsson, 21.11.2007 kl. 19:25
Hilmar segir hér að ofan:
"Ég tek það skýrt fram að ég ber fyllstu viirðingu fyrir þeim hópi sem karpað hefur verið um, þ.e.a.s. gagnkynhneigðum, að sjálfsögðu á þessi hópur öll sömu réttindi og aðrir. "
Já það er nú gott að þér finnist það. Það verður gaman að lifa fyrir okkur gagnkynhneigða fólkið þegar verður loksins farið að taka tillit til okkar...
Og önnur tilvitnun:
"...það er fullt til að kristnum einstaklingum sem fylla flokk gagnkynhneigðra"
Í alvöru? Ég hélt að kirkjan væri frátekin fyrir homma og lesbíur
Spurning um að hugsa fyrst og skrifa svo..??
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 19:59
"Það verður samt að viðurkenna að sinni að hin kristnu lífsgildi henti okkur Íslendingum eins og flestum öðrum þjóðum á norðurhveli betur en mörg önnur viðhorf hverra lífsskoðana sem einstaklingar kunna þó að vera."
Með fullri virðingu, þá er Púkinn nú hreinlega ekkert tilbúinn til að viðurkenna þetta sem sjálfsagðan hlut.
Púkinn, 21.11.2007 kl. 20:05
Mér finnst það ekki við hæfi að samkynhneigðir séu með fræðslu í grunnskólum landsins frekar en að í skólunum sé kennd Múhameðstrú og Hindúatrú svo dæmi séu tekin. Mín börn hafa þurft að læra um Múhameðstrú og Hindúatrú og Búddatrú og þurft að þreyta próf í þeim fræðum. Mér finnst þetta allt svolítið vitlaust sumt er úthrópað sumt lofað vinaleið bönnuð sem gæti verið góð leið gegn einelti í skólum ég veit ekki betur en að vinaleiðin sé bara boðskapur kærleikans.Þar fyrir utan finnst mér greinin í Morgunblaðinu smekklaus.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 21.11.2007 kl. 20:50
Hvaða bull er þetta? Hvorki islam né Kristni hafa góð siðferðisgildi,kóranin er pakkaður af gyðingahatri og bíblian full af hommahatri
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.11.2007 kl. 21:05
Auður og þið hin, ég verð að biðjast innilegrar afsökunar, ég mismælti mig allveg hrapalega, mér var svo mikið niðri fyrir að mér varð alvarlegur fótaskortur á lyklaborðinu. Að sjálfsögðu er ég að tala um samkynhneigða, ég reikna nú með því að þið hafið skynjað það.
Eins og ég kom inn á þá er allveg sama hvaðan fordómar koma, þeir eru jafn slæmir frá báðum hliðum. Hér hafa nú síðast komið einstaklega ósmekklegar athugasemdir sín í hvora áttina, Ragnar Örn og Alexander Kristófer Svona lætur maður einfaldlega ekki hafa eftir sér. Sumum hefur orðið tíðrætt um sértrúarhópa, ég veit svei mér þá ekki hvað á að kalla svona orðbragð
Hilmar Einarsson, 21.11.2007 kl. 21:27
Kári: andakjöt þykir kosher af flestum gyðingum og sömuleiðis er það halal meðal múslima. Hins vegar gæti verið að þarna sé um að ræða eitthvað svipað dæmi og hið íslenska bann við hrossakjötsáti; að neysla á andakjöti hafi tengst heiðnum trúarathöfnum forfeðra hans.
Elías Halldór Ágústsson, 21.11.2007 kl. 22:29
Flott grein, Púki.
Kolgrima, 21.11.2007 kl. 22:31
Bæði er satt , kóraninn er pakkaður af gyingahatri og bíblian er pökkuð af hommahatri
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.11.2007 kl. 23:19
Las hérna pistil frá Ragnari Erni(no 29) nokkrum og hann er hissa á heimskunni hérna...hehehehe maður líttu þér nær.....Þú greinilega komst svo rækilega upp um þig og þína fáfræði með þessum skrifum þínum að þú hefðir betur sleppt þeim.Veistu ekki hvað samkynhneigð er eða þýðir?Afhverju dettur þér strax í hug kynlíf og allskonar afbrygði af því þegar rætt er um samkynhneigð?Hefur þú heyrt talað um ást,trúnað,traust og virðingu í samböndum,sama hvort það eru karl og kona,tveir karlar eða tvær konur eða er það venjan í þinni fjölskyldu að lifa ekki saman sem tveir einstklingar sem bera virðingu og væntumþykju til hvors annars...eru þið bara í viltum kynlífsleikjum 24/7....365 daga ársins?
ja ég bara spyr?Heldur þú virkilegar að hneigð til barna og dýra eða bdsm sé bara til hjá samkynhneigðum?Hvað með alla hjóna klúbba og allskonar afbrigði af kynlífi sem gagnkynhneigðir stunda,koma samkynhneigðir nokkuð þar við sögu?Og að "áróður" um samkynhneigð sé bara tískubóla sem búið er að troða í hausinn hausinn á fólki.Ja það hefur allavega ekki miklu viti verið troðið í hausinn á þér en nóg af bulli.Guð(ef hann er til) forði mér og mínum börnum frá fólki eins og þér.Þú skemmir út frá þér.
Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 02:26
Getur þú, Júlíus, eða einhver annar bent mér á hvar Biblían er pökkuð með hommahatri? Hef bara séð vísað í orð Páls postula og eitthvað úr Mósebók sem mér fannst verulega málum blandið. Væri gaman að vita þetta nákvæmlega.
Kolgrima, 22.11.2007 kl. 03:28
Ekkert nema eðlilegt að menn spái í þessu samkynhneigðarhatri trúaðra því að virðist vera aðal fókus þeirra, allt vegna einhverrar klausu sem skápahommi skrifaði örugglega í bókina
DoctorE (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 07:56
Ég frábið Hilmari og Ingigerði að kenna mínu barni!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.11.2007 kl. 12:40
Að halda því fram að Kristnir hafi einkarétt á kærleikanum er í besta falli heimskulegt. Og af hverju er ekki búið að aðskilja ríki og kirkju?
Hans Magnússon (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 17:57
Mér finnst nú miklu fyndnara að umorða alla greinina:
Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.11.2007 kl. 19:44
Það sem fyrst og fremst þarf að kenna börnum okkar eru; víðsýni, umburðarlyndi og tillitssemi.
Alveg óþolandi að hlusta á fólk skiptandi sé af lífi annars fólks. Því væri nær að taka hausinn úr eigin rassgati og feisa heiminn. En vitanlega má fólk hafa hausinn upp í görninni á sér. Það er ekki mitt mál, svo sem.
Brjánn Guðjónsson, 22.11.2007 kl. 22:23
fleiri öfgaöfl...
http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/#entry-373335
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.11.2007 kl. 21:56
Þau skrif sem hér hafa birst hafa verið mismálefnaleg. Sumt skrifað af áberandi vanþekkingu en áberandi eru miklir fordómar á báða bóga. Í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag (bls.21) er ákaflega skemmtilegt viðtal þar sem skín í gegn afskaplega gott og kærleiksríkt samband sambýlismanna til margra áratuga. Skrif Ragnars Arnar (Ragnar Örn), eru ljót og bera keim að miklum fordómum í garð samkynhneigðra. Ég frá bið mér því að bloggarar geri mér upp samsömun við slíkan þankagang. Allir menn (karkyns og kvenkyns) hafa fullan rétt til þess að lifa í sátt við eigin sannfæringu og kenndir og á meðan það skaðar enga aðra kemur það engum öðrum við. Alexander Kristófer Gústafsson, ber fram sleggjudóma og opinberar fádæma fávisku og þekkingarleysi. Jafn fjöllesinn maður eins og púkinn virðist gera sér leik að því að misskilja það sem skrifað er að minnsta kosti ætti hann að vita betur. "Það verður samt að viðurkenna að sinni að hin kristnu lífsgildi henti okkur Íslendingum eins og flestum öðrum þjóðum á norðurhveli betur en mörg önnur viðhorf hverra lífsskoðana sem einstaklingar kunna þó að vera." byggist ekki eingöngu á persónulegum skoðunum undirritaðs þó svo að það fari vel með þeim. Púkinn ætti einfaldlega að kynna sér hver sé upphaflegur grundvöllur stjórnskipunnar, löggjafar og þjóðskipulags þessara þjóða sá grundvöllur er hvorki úr islam, hindú, “húmanisma? eða þá að einhver óskilgreindur grundvöllur sem orðinn er til úr “einhverju” . Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá búum við þeim heimshluta sem skilgreindur er í einu lagi sem “kristinn” og þær þjóðir sem undir þá skilgreiningu falla eru kallaðar kristnar (í heilu lagi) á tillits til þess hvort einstaklingar eða hópar kjósi sér aðrar venjur eða siði en hvað okkur Íslendinga varðar var það “Ljósvíkingagoðinn” sem kvað upp þann úrskurð eftir vandlega íhugun að á Íslandi skildi vera “einn siður” og hana nú. Engin breyting hefur orðið þar á. Hans Magnússon, gerir því skína að einhverjir haldi því fram að “kristnir” hafi einkarétt á kærleikanum. Þessar vangaveltur eru að sjálfsögðu tómt kjaftæði. Hvar í veröldinni sem menn eru fæddir er kærleikurinn ein af þeim kenndum sem manneskjunni eru meðfæddar hverrar trúar eða sannfæringar sem menn eru. Slíkar kenndir eru þó mis ríkar í brjóstum manna þess vegna sá ræðumaður sá sem flutti fjallræðuna forðum ástæðu tilo þess að árétta það að menn skildu rækta þessa kennd með sér. Hans þarf greinilega að kynna sér betur núverandi sambúðarform ríkis og kirkju. Ég er orðinn leiður á þeirri klysjukenndu umræðu sem oftar en ekki virðist byggð á vanþekkingu.Anna Benkovic Mikaelsdóttir frábiður sig það að láta undirritaðann kenna sínu barni. Í fyrsta lagi er undirritaður ekki kennari, og í öðru lagi gerir þekking undirritaðs á allt of útbreddtu agaleysi, frekju og dónaskap nemenda (á framhaldsskólastigi) það að verkum að undirritðaur hefur ekki hinn minnsta áhuga á að kenna börnunum hennar.Þetta leiðir síðan hugann að hugrenningum sem Brjánn Guðjónsson, setur hér fram “Það sem fyrst og fremst þarf að kenna börnum okkar eru; víðsýni, umburðarlyndi og tillitssemi”. Þetta eru fallef orð og vel hugsuð, en úr öllum takti við raunveruleikann þar sem það virðist vera úr takti við tíðarandann að mega “innræta” börnum “guðsótta og góða siði” en orðbragð það sem Brjánn notar í niðurlagi skrifa sinna ber nú ekki vott um það að hugur fylgi máli.Í lokin kemur Gylfi Gylfason með stutt og gott innlegg í umræðuna þar sem hann tæpir á því að berjast þurfi gegn öfgaöflum, það gildir að sjálfsögðu á báða bóga, nefnilega ekki bara um “öfgatrúaða” heldur líka um niðurrifsöfl sem finna sig knúna til þess að berjast gegn öllu sem hægt er með einhverju móti að hengja merkimiða á sem tengist einhverju “kristnu”. Ég vilo að lokum vekja athygli á því hversi illa er komið þegar “kristnir” menn þurfa orðið að læðast með veggjum og fela afstöðusína eins og á dögum katakombnanna eins og svo glogglega kemur fram í viðtölum við Tony Blair, sem taldi sig nauaðbeygðan til þess að leyna trúarsannfæringu sinni á meðan hann sat í stól forsætisráðherra Breta.
Er þetta það ástand sem fólk vill koma á með þeirri aggresívu niðurrifsumræðu sem trölríður öllu um þessar mundir varðandi þessi mál. Ég held að það væri þarft að kynna sér hvernig “trúlaust” samfélag þar sem slíkt var markvist ástundað fúnkeraði á tímum sovét.
GLEÐILEG JÓL (jafnt kristin sem eitthvað annað) AMEN Til fróleiks www.tefani.blog.is www.http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/Hilmar Einarsson, 26.11.2007 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.