Má bjóða þér hnetusteik, væni?

lamb-chopsÞað hefur nú heyrst áður að rautt kjöt sé ekki heilsusamlegt, en hingað til hafa yfirlýsingar um að það sé beinlínis krabbameinsvaldandi fyrst og fremst verið takmarkaðar við reykt kjöt, en sumir hafa sagt tengsl milli neyslu þess og blöðruhálskrabbameins.

Púkinn veltir því fyrir sér hvort fréttir eins og þessi verði til þess að fleiri gerist jurtaætur, eða hvort fiskneysla muni aukast, en komst svo að þeirri niðurstöðu að flestir munu bara yppa öxlum og halda áfram að borða sínar svínakótelettur, nautalundir og lambalæri.

Púkinn prófaði reyndar eitt sinn sjálfur að gerast jurtaæta, en sú tilraun stóð yfir tíu ár - þá var nóg komið af eplum og baunabuffum.

Það er hins vegar allt annað mál að Íslendingar (og sér í lagi börn) borða allt of lítið af grænmeti og mætti alveg reyna að auka það.   Það myndi ekki gera neinn skaða - nú nema fólk fái ofsafengin ofnæmisviðbrögð við hnetunum...nú eða gulrótum.


mbl.is Bannfæra allt rautt kjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég borða nú bara það sem mér finnst gott, aldrei neitt spáð í svona hlutum en myndi kannski gera það ef ég væri feitur
Jurtaæta í 10 ár maður, ég væri dauður

DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 11:24

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jurtaæta í 10 ár segi ég líka. GMG og missa af öllum ullabjökkum kjötheimsins! Án gríns þá er grænmetisát Íslendinga á miðaldastiginu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 17:24

3 Smámynd: a

Já, ég veit um tvo einstaklinga sem sigruðust af brjóstakrabbameini eftir að þeir hættu neyslu á kjöti, annar þeirra var öldruð kona. Sem er undravert þar sem eldra fólk er minna fyrir álika speki. Sjálfur ét ég nánast það sem hundar myndu leyfa, en mjög auðvelt er að skylja að ýmist mataræði sem ofaní okkur fer í dag er ekki einusinni þess virði að henda. Tópak, koffín, kjöt, helst blóðugt, ómeltandi ostar og.fl. En við erum svo hörð, "ét þetta og drepst svo" góða skemmtun segi ég bara.

lifið heil

a, 23.11.2007 kl. 23:19

4 Smámynd: Sigurjón

Ég segi eins og Knútur gamli vinur minn þegar læknirinn vildi fá hann til að hætta að reykja pípuna sína og hætta að éta feitt kjöt: ,,Þá gæti ég allt eins skotið mig strax"!

Sigurjón, 24.11.2007 kl. 00:28

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hef ekki étið kjet í sex ár. Sakna þess ekki. Líður ekkert betur, né verr. Skiptir engu máli. Nenni ekki að byrja að éta dýr aftur. Hnetusteikin er virkilega góð með eplasósu og baunamús.

Villi Asgeirsson, 24.11.2007 kl. 20:28

6 Smámynd: Vendetta

"Jurtaæta í 10 ár maður, ég væri dauður"

Ég líka, allavega úr leiðindum og sút. Rautt kjöt er ekkert óhollt, nema fyrir beitidýr. Þess er vert að geta að fitusýrur í kjöti er næring fyrir heilann, sérstaklega í börnum, þar sem heilinn er að þroskast.

Það er almennt álitið, að ástæðan fyrir því, að heili frummannsins byrjaði að þróast fyrir alvöru, var að hann byrjaði að drepa dýr sér til fæðu og heilinn fékk þar með fitusýrur, sem grænmetisætur eins og Neandertal-ættin og apaættirnar fengu ekki. Enda dóu Neandertalarnir út og aparnir hafa þróazt mjög lítið.

Vendetta, 29.11.2007 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband