Besta kjöt í heimi?

KobeBeefRawNú hefur frést að til standi að bjóða Íslendingum upp á svokallað Kobe nautakjöt.  Það er að vísu ekki gefins, en talað er um 16.000 kr/kg. 

En hvað er svona merkilegt við þetta kjöt?

Jú, það er af mörgum talið besta nautakjöt í heimi, en það er upphaflega frá sérstökum nautgripastofni í Japan, sem hefur verið ræktaður í gegnum aldirnar til að ná fram ákveðnum eiginleikum.

Kjötið er mjög fitusprengt, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, en þar að auki er nautgripunum haldið innandyra í Japan og þeim gefinn bjór.  Sums staðar tíðkast það líka að nudda gripina, láta þá hanga í eins konar hengirúmum, þannig að þeir þurfi ekki að stíga í fæturna, eða jafnvel að spila fyrir þá klassíska tónlist.

Þetta er auðvitað mjög streitulítil tilvera sem hefur þau áhrif að kjötið inniheldur mikið af omega-3 og omega-6 fitusýrum, auk þess sem hlutfall einómettaðrar fitu er mun hærra en venjulega gerist.

Þar að auki er þetta einfaldlega gott.  Púkinn fékk bita af þessu fyrir um 15 árum síðan og hefur dásamað þetta alla tíð síðan, sem það besta kjöt sem hann hefur fengið - það bráðnaði hreinlega í munninum. 

Er kílóið 16.000 króna virði?  Dæmi hver fyrir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég held að ég láti þetta eiga sig í bili.  Sjáum til þegar ég hef ekkert betra við peningana að gera...

Sigurjón, 27.11.2007 kl. 15:31

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sjávarkjallarinn býður upp á þetta kjöt. Hreint lostæti.

Gestur Guðjónsson, 27.11.2007 kl. 17:50

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Þar sem þetta nautgripakyn (Wagyu) er ekki eingöngu ræktað í Japan heldur líka í Ástralíu og í Bandaríkjunum, þá ættu kannski íslenskir nautgripabændur að hugsa sér til hreyfings. Spurning hvernig Thulebjórinn og Hamraborgin fari í nautgripina...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 27.11.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband