Mætið í vinnu í nærfötunum!

audreyunderwearFyrirtæki nokkurt í Taizhong í Taiwan mæltist til þess að hinir 500 kvenkyns starfsmenn þess mættu til vinnu í nærfötunum einum þann 21 nóvember til að halda upp á metsölu (og að sjálfsögðu til að vekja athygli á fyrirtækinu).

Að sögn urðu um 90% þeirra við þessum tilmælum. 

Púkinn veltir nú aðeins fyrir sér hver viðbrögðin yrðu ef svipuð tilmæli kæmu frá stjórnendum íslensks fyrirtækis.

Það skal að vísu tekið fram að framleiðsluvörur fyrirtækisins eru, jú...nærföt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Vá, hvað ég væri til í að konurnar á mínum vinnustað mættu á nærfötum einum...

Sigurjón, 28.11.2007 kl. 01:11

2 Smámynd: Linda litla

Ég er ekki viss um að íslendingar myndu bregðast við því eins og Taiwanar.

Ég er a.m.k. fegin (í fyrsta skiptið) að vera ekki í vinnu, ef að það kæmi upp á, ég á svo erfitt með að segja nei. hehe

Linda litla, 28.11.2007 kl. 08:15

3 identicon

Veit Kolbrún af þessu?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 13:13

4 Smámynd: Vendetta

Hér á Íslandi yrði þetta aðeins leyft ef þær væru í síðum ógegnsæjum náttkjól utan yfir nærfötin og síðum morgunslopp utan yfir náttkjólinn.

Vendetta, 28.11.2007 kl. 19:25

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Fyrir utan það að hitastig utan dyra er sennilegra mun hærra í Taiwan en á Íslandi á þessum árstíma, þá efa ég að íslenskar konur hefðu upp til hópa nægilegt sjálfstraust til að flagga berum lærum og mallakútum á almannafæri - til þess hafa þær margar of miklar áhyggjur af appelsínuhúð og varadekkjum (sem stafa, að minnsta kosti hjá þeim yngri af því hvað þjóðin hefur það gott).

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.11.2007 kl. 22:05

6 Smámynd: Vendetta

Greta, ég held frekar að það sé vegna þess að Íslendingar eru mestu teprur í heimi fyrir utan þjóðirnar í múslímalöndunum. Það má varla sjást í beran ökkla hér á landi, þá verður allt vitlaust.

Og þessi tepruskapur er innrættur öllum börnum, svo að hann gengur  í arf. Þótt hér væri  hitabylgja allt árið, væru allir dúðaðir í lopapeysur og þykkar buxur eins og nú.

Ég er enn að hlæja að konunum, sem ætluðu að sitja fyrir naktar fyrir eitthvað dagatal. Þær voru svo spenntar; aldrei setið fyrir naktar áður. Svo kom á daginn, að þær voru ekki einu sinni hálfnaktar.

Svo var ein listakona, sem var með happening, þar sem hún átti að vera nakin á almannafæri. En það kom upp úr dúrnum, að hún var með vinum sínum bak við læstar dyr (á Prikinu). Ég er enn að hlæja að því. (Vakna stundum á nóttunni).

Narcissistinn Gillzenegger lofaði að hlaupa nakinn gegnum Kringluna. Ekkert verður úr því, því að hann er tepruleg gunga.

Ein sænsk stelpa sem bjó á stúdentagörðum á Eggertsgötu 10 hljóp nakinn gegnum gangana einu sinni eða tvisvar. Einhver mjóðursjúk kelling kallaði á lögguna, sem kom hlaupandi og hótaði þeirri sænsku fangelsi, ef hún gerði það aftur.

Ef einhver kona fer topplaus í sólbað í Nauthólsvík, er húnumsvifalaust handtekin og sektuð. Til samanburðar er leyfilegt að vera allsnakin(n) á hvaða baðströnd eða almenningsgarði sem er í Danmörku, Svíþjóð, Þýzkalandi og Hollandi.

Það er ekki leyfilegt að stofna nektarnýlendur á Íslandi, og fjölmiðlar neita að birta auglýsingar, þar sem auglýst er eftir áhugafólki um natúrisma.

Á meginlandi Evrópu fara skólabörn af báðum kynjum oft í sturtu eða jafnvel nektarsund saman. Hér á landi mega þau ekki einu sinni fara í búningsklefa með foreldri af hinu kyninu ef þau eru eldri en 6 ára. Og harðbannað að sjá jafnaldra sína nakta.

Ég gæti haldið áfram til eilífðar, en ég held, að hafi slegið þessu fast, að íslenzka þjóðfélagið er gegnsýrt af þröngsýni og tepruskap.

Vendetta, 28.11.2007 kl. 22:58

7 Smámynd: Vendetta

Það gerir enginn, ekki einu sinni gömlu karlarnir í sturtunni. Baðverðir fara ekki lengur og tékka sturturnar og strákana eins og þeir gerðu þegar ég var strákur. Skipta sér ekkert af. Þeir mega það ekki lengur vegna einhverra fábjána sem kvörtuðu. (Sem líka þýðir það, að aðrir baðgestir verða að skipta sér af þeim sem ekki fara úr skýlunni til að þvo sér, sem er ferlega neyðarlegt, en það er allt annar handleggur). Þannig að synir þínir eru aleinir og vita ekkert hvenær þú ert tilbúin og þú veizt ekkert hvenær þeir eru tilbúnir.

Ég fór í mörg ár í laugarnar með dætrum mínum í sund og fóru þær með mér inn. Svo þegar þær voru átta ára, fór starfsfólkið í Árbæjarlauginni að rífa kjaft yfir þessu, enda þótt konan mín skrifaði seðil um að hún vildi ekki að dætur sínar væru einar í búningsklefa með ókunnugum konum. Allt kom fyrir ekki. Þær voru, gegn vilja sínum rekin einar inn í kvennaklefana. Ástæðan fyrir þessu er jafn fáránleg og hún er asnaleg. Og DV var með í fleiri mánuði herferð fyrir því að þessu banni yrði framfylgt, af óljósum ástæðum. Til samanburðar er í Danmörku annað hvort engin svona takmörk (foreldrar/börn ráða) eða það er ca. 12 ára.

Ég mundi vilja sjá þrjá búningsaðstöður í sundlaugum þar sem þriðja aðstaðan væri fyrir fjölskyldur sem ekki vildu skiljast að. Ég vil nefna það, að í Malmö er almenningssundlaug, þar sem er sérstakur sameiginlegur búningsklefi fyrir unglinga af báðum kynjum (merktur þannig). Þar þykir það eðlilegt.

Vendetta, 29.11.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband