Miðbæjarvígvöllurinn

Enn og aftur er umræðan komin aftur í sama farið - að hér á landi séu of margir útlendingar með sakaferil, sem stundi það að berja mann og annan og það ætti að senda þá alla úr landi.  Já, og að þátttaka Íslands í Schengen hafi verið mistök.

Þetta er bara ekki málið.

Fólk fær það á tilfinninguna að útlendingar beri ábyrgð á óeðlilega stórum hluta ofbeldisglæpa og alvarlegri afbrota hérlendi, enda hika fjölmiðlar ekki við að flagga því í hvert sinn sem útlendingar eiga í hlut.

Þetta er ekki aðalmálið heldur.

Það sem Púkinn telur aðalmálið er að ástandið í miðbænum virðist vera orðið þannig að fólki er varla óhætt þar á vissum tímum nema í fylgd lífvarða.  Lögreglan segir stefnuna að hreinsa upp miðbæinn, en hún er undirmönnuð og lögreglumennirnir undirborgaðir.  Meðan það ástand varir er ósennilegt að ástandið batni mikið.

Við höfum að vísu ekki yfir miklu að kvarta miðað við sumar aðrar þjóðir - hér tíðkast ekki götubardagar með bensínsprengjum, eins og sumar nágrannaþjóðir okkar hafa þurft að fást við, en engu að síður eru væntanlega flestir sammála um að ástandið sé ólíðandi.

 


mbl.is Ráðist á lögreglumenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Unnar

Þetta "ástand" er stórlega ýkt af fjölmiðlum. Sem afar (og kannski of) tíður gestur miðbæjarins á þeim tímum sem úthverfisvargurinn vildi vera með lífverði,  hef ég sjaldan orðið var við ofbeldi. 

Auðvitað er ofbeldið til staðar, en að kalla þetta ástand er fullgróft. 

Magnús Unnar, 11.1.2008 kl. 11:13

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Enda ætti umræðan ekki að snúast um það. Málið snýst um að við höfum nóg með okkar eigin glæpamenn.

Tala nú ekki um ef að þessir gaurar séu að gera þetta að iðju sinni, eins og má lesa út úr fréttinni.

Þeirra versta refsing er sú að vera sendir aftur til síns heimalands, þar sem ekki er ólíklegt að þar bíði þeirra nokkrir sem eiga eitthvað sökótt við þá. Nú er bara að vona að okkar grútmáttlausi löggjafi "reyni" að standa sig í stykkinu.

Ellert Júlíusson, 11.1.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Værum við nokkuð verr sett hér á landi þó við værum ekki í Schengen?

Eru kostir við að vera í Schengen meiri en ókostirnir?

Bretar eru ekki þar, og fæ ég ekki séð að það hái þeim nokkuð.

Viljum við hafa landið svona galopið?   Ekki vilja Englendingar það. 

Ágúst H Bjarnason, 11.1.2008 kl. 12:43

4 Smámynd: Kári Harðarson

Ég er með aðra kenningu sem útskýrir skálmöldina í Reykjavík.

Hálf landsbyggðin hefur flutt á mölina síðastliðin ár.  Við erum komin með heila kynslóð af fólki sem er ekki "borgarar" ennþá.

Fólkið talar reiprennandi íslensku og sker sig ekki úr í útliti, en kann ekki að búa í þéttbýli.  Það hagar sér eins og á sveitaballi og kann ekki að leggja bílum í stæði.

Í gamla daga þekktist fólkið úr af því það var á utanbæjarnúmerum, en ekki lengur. 

Nú "setti ég smjörklípu í feldinn" eins og Davíð Oddsson.

PS:  (Taka verður þessari athugasemd af hæfilegu kæruleysi).

Kári Harðarson, 11.1.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband