Góður dagur fyrir svartsýnismenn

Samkvæmt þeim fréttum sem dynja á okkur, þá er loðnustofninn hruninn, bankakerfið að hrynja, krónan og hlutabréfin á góðri leið með a falla niður úr öllu.  Já, og svo er líka tunglmyrkvi að skella á.

Svartara getur það varla orðið.

Það er annars merkilegt með Íslendinga, að þegar þeim er sagt að allt sé á uppleið þá stökkva allir til, spreða peningum (sem þeir eiga ekki) í hlutabréf, fasteignir, nýja jeppa og fleira í þeim dúr, en þegar sömu mönnum er sagt að allt sé á niðurleið,, þá yppa sömu menn bara öxlum og lýsa yfir bjargfastri trú að að þetta muni allt reddast einhvern veginn.

Eru Íslendingar upp til hópa óforbetranlegir og óraunsæir bjartsýnismen?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ef ég man rétt komu Prósak og Davíð á markað hér um 1990 (Davíð hafði áður verið í tilraunamarkaðssetningu hjá borginni) og síðan hefur ríkt útþensla, bjartsýni og áræðni. Að vísu hefur þetta frábæra ástand orðið dálítið krampakennt og hektískt með tímanum en vonandi stendur það til bóta.

Baldur Fjölnisson, 20.2.2008 kl. 15:13

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

the only way is up!

Brjánn Guðjónsson, 20.2.2008 kl. 15:44

3 Smámynd: Einar Indriðason

Eða raunsær, frekar en svartsýnn.

Einar Indriðason, 24.2.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband