Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Endurskoðun vopnalaga
Nú vill dómsmálaráðherra láta endurskoða vopnalögin, enda finnst honum sjálfsagt hið versta mál hve miklar hömlur eru settar á eign almennings á skriðdrekum og sprengjuvörpum.
Það gengur hreinlega ekki hversu erfitt það er fyrir Íslendinga að verða sér úti um almennileg vopn til að meiða eða drepa hvern annan.
Tökum til dæmis Taser rafstuðbyssurnar. Bandarískur almúgi getur keypt þær í mörgum gerðum, litum og stærðum - já, meira að segja með innbyggðum MP3 spilara (sjá þessa frétt) en hér á Íslandi voga sumir landsmenn sér meira að segja að efast um rétt lögreglunnar til að ganga um með svona leikföng.
Þeir fáu sem halda því fram að vopnalögin hér á landi séu ekki nægjanlega ströng og að harðar þurfi að taka á þeim sem eru að smygla vopnum til landsins eða eru teknir með óskráðar afsagaðar haglabyssur eru auðvitað óalandi og óferjandi með öllu og nánast hreinir föðurlandssvikarar.
Bang! Bang! Herinn hans Bjössa vill fá alvöru byssur.
Dómsmálaráðherra skipar nefnd til endurskoða vopnalög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held það eigi að herða lögin. BB er svo hrikalega eitthvað fasískur í hugsun, að mér dettur það helst í hug. Þetta verður sennilega allt bannað og gert upptækt. Svo verður bara safnað saman og skotið á þá sem eru Ríkinu ekki þóknanlegir. Soviet Ísland here we come.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.2.2008 kl. 23:29
Eins og ég hef sagt áður Björn Bjarnasson er gallharður kommunisti
Alexander Kristófer Gústafsson, 28.2.2008 kl. 17:55
Það er nú ýmislegt sem má laga varðandi vopnalöggjöfina á íslandi, t.a.m. var í núverandi lögum, sem gengu í gildi ef ég man rétt 1998, bætt við greinum sem áttu að taka til rekstur vopnaleiga, en reglugerðir varðandi þessar greinar hefur vantað, mögulega sökum þess að greinarnar hafi ekki verið nægilega skýrar og nothæfar.
Þessi atriði voru sett inn í lögin til að minka vopnaeign landsmanna meðal annars með því að hægt væri að fá vopnaleyfi án þess að eiga eða vera skráður fyrir skotvopni, þetta hefur ekki enn komið til framkvæmda og finnst mér mjög sennilegt að þessir hlutir verði endurskoðaðir í ljósi þess að árangurinn hefur ekki verið sá sem til var ætlast.
Kjartan, 1.3.2008 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.