Öll trúarbrögð eru ævintýri

fairytalePúkinn gerir ekki upp á milli trúarbragða, álítur þau öll uppskálduð ævintýri - bara misjafnlega slæm.  Meðal þeirra sem eru sömu skoðunar eru einhverjir óþekktir aðilar sem settu upp auglýsingaskilti það sem sést hér á myndinni í smábæ í Florida.

Skiltið fékk reyndar ekki lengi að vera í friði - það var tekið niður eftir mótmæli frá eigendum veitingastaðar í grenndinni, en þeir sögðu skiltið hafa dregið verulega úr viðskiptum hjá sér.

Já, svona eru Bandaríkin í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: proletariat

Ég er grundvallarlega sammála.

Það var bara þetta með misjafnlega sem ég fór að hugsa um.

Hvaða mælieiningar notarðu til að mæla það?

proletariat, 31.3.2008 kl. 00:17

2 identicon

Þeir eru soldið sérstakir, bandaríkjamennirnir .

En hvað finnst púkanum um vísindatrúna, ekki þessa sem Tom Krús er í, heldur nýja trú almennings á sérfræðinga, oft íklæddir hvítum prestasloppum, sem segja þeim hvernig á að lifa lífi sínu?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 07:53

3 identicon

Það eru ofvaxin ungabörn sem trúa á ævintýri, með sérfræðinga þá eru þeir ekki óskeikulir rétt eins og við öll, í mikilvægum málum ber að fá álit fleiri, just in case.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 09:14

4 Smámynd: Púkinn

Proletariat: Mælieiningar - ætli það verði ekki að meta hversu mikar hörmungar trúarbrögðin hafa haft í för með sér fyrir fólk.  Hversu mörg illvirki hafa verið framin í nafni þeirra og slíkt. Kristindómur og Islam eru þá á botnbinum, en ... tja, ætli Zen-búddismi sé nú ekki meðal þess sem má telja meinlausast.

Gullvagninn: Það eru ekki öll vísindi og allar rannsóknir jafngildar - rannsóknir eru misvel gerðar og niðurstöður eru misvel rökstuddar.   Málið er hins vegar það að ef ekki er um beinar falsanir að ræða, þá hefur fólk möguleika á að vega og meta áreiðanleika þess sem að baki liggur.   Það gildir hins vegar ekki um trúarbrögðin.

Púkinn, 31.3.2008 kl. 09:31

5 Smámynd: molta

Já, sbr Al Gore  

molta, 31.3.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband