Laugardagur, 19. apríl 2008
Fyrirtæki flýja land
Af hverju ætti einhver heilvita maður að vera að rembast við að reka fyrirtæki hér á landi sem annað hvort flytur út vörur eða þjónustu?
Efnahagsóstjórn síðustu ára hefur gengið mjög nærri mörgum útflutningsfyrirtækjum með því að styrkja krónuna langt umfram það sem eðlilegt er. Ástandið hefur að vísu aðeins skánað undanfarið, þótt rökstyðja megi að krónan sé enn of hátt skráð og þyrfti að falla enn frekar.
Útlendingastofnun lokar á hæft fólk frá löndum utan EES og hrekur jafnvel úr landi fólk sem hingað er komið - jafnvel lykilstarfsmenn hjá fyrirtækjum. Það er skortur á menntuðu og hæfileikaríku fólki hérlendis - fái fyrirtæki ekki að ráða það fólk hingað til lands, er þeim stundum nauðugur einn kostur að setja upp starfsstöðvar eða útibú erlendis - og ekki borga starfsmenn þeirra skatta hingað.
Himinháir vextir hafa hækkað fjármagnskostnað upp úr öllu valdi - og ekki geta fyrirtæki sótt sér nýtt fjármagn með því að fara á hlutabréfamarkaðinn - a.m.k. ekki ef um minni fyrirtæki er að ræða.
Loforð stjórnvalda, t.d. um stuðning við hátækni hafa reynst marklaus með öllu - er það nokkur furða að fólk í þeim greinum horfi til landa eins og Írlands eða Kanada þar sem skilningur ríkir á að til eru fleiri atvinnugreinar en álbræðsla.
Er það nokkur furða að fyrirtæki hugsi sér til hreyfings - stefni til annarra landa þar sem ekki er eitthvað Matadorhagkerfi - stefni til landa þar sem stöðugleiki ríkir og seðlabankar sem njóta trausts?
Hætta á að fyrirtæki flytji út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Facebook
Athugasemdir
algerlega sammála þér.. verndarstefna er oftast af hinu illa og er tvíeggjað sverð.
Óskar Þorkelsson, 19.4.2008 kl. 12:47
Íslendingar vilja bara vinna í álverum og olíuhreinsistöðvum. Önnur starfsemi á bara að drulla sér í burtu.
Þetta virðast allavega sveitastjórnir og ríkisstjórnin halda, og þær hafa jú umboð sitt frá þjóðinni.
Ingólfur, 19.4.2008 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.