Vantar fjármálafræðslu í skólana?

500kronurFréttir um nauðungarsölur á húsnæði og aukningu á fjölda þeirra sem þurfa að leita til ráðgjafa þegar fjármál þeirra eru komin í óefni vekur upp spurninguna hvort ekki sé nauðsynlegt að efla fræðslu um fjármál í skólakerfinu.

Í  grunnskóla er nú reyndar námsgrein sem nefnist 'Lífsleikni', þar sem meðal annar eru skilgreind markmið eins og að nemendur "geti metið eigin tekjur og útgjöld og rekstur heimilis".

Gott mál, en það er bara ekki nóg áhersla á það sem raunverulega þyrfti að kenna, eins og til dæmis eftirfarandi reglur:

Bankar eru ekki góðgerðastofnanir.  Þeir hugsa um sinn hag - ekki þinn. Ef þeir vilja lána þér pening er það vegna þess að þeir vilja græða á þér - ekki vegna þess að þeir vilja vera góðir við þig.  Ef þú stendur ekki í skilum með greiðslurnar, þá ert það þú sem lendir í vandræðum - ekki þeir.

Heimurinn er fullur af fólki sem vill komast yfir peningana þína. Ef einhver gerir þér tilboð sem hljómar of gott til að vera satt, þá máttu vera viss um að það er eitthvað vafasamt á ferðinni.

Smáa letrið í samningunum sem þú skrifar undir er ekki til að vernda þig, heldur þann sem samdi samninginn.

 ...og svo framvegis.  Með öðrum orðum - Púkanum finnst að það þurfi að kenna fólki að láta ekki draga sig á asnaeyrunum - og að sú fræðsla eigi að byrja í grunnskólanum.


mbl.is Fleiri nauðungarsölur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður punktur hjá þér púki..

Óskar Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Einar Indriðason

Þessu til viðbótar, þá þarf að kenna fólki og krökkum (jú, krakkar eru jú líka fólk), að það er ekki hægt að treysta stjórnmálamönnum lengra heldur en hægt er að kasta þeim.  (Það er bara hluti af því að vera stjórnmálamaður, það er ekki hægt að treysta viðkomandi.)

Einar Indriðason, 20.4.2008 kl. 13:28

3 identicon

þAÐ VANTAR EKKI FJÁRMÁLAFRÆÐSLU Í SKÓLANA.

þAÐ Á AÐ KÆRA SIÐLEYSI BANKANNA, FYRIR ÞAÐ EITT (af mörgu) 

AÐ LEGGJA GILDRUR FYRIR ÓHARNAÐA UNGLINGA!

TAKK FYRIR GÓÐA GREIN.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 07:22

4 Smámynd: Haffi

Er það ekki nær að foreldrar kenni börnunum sínum þetta? Krakkarnir verða nefnilega ekki fjárráða fyrr en við 18 ára aldur. Foreldrar bera ábyrgð á uppeldinu en ekki skólarnir.

Haffi, 22.4.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband