Baugur? Útflutningsverðlaun?

Púkinn á svolítið bágt með að skilja fyrir hvað Baugur hlýtur útflutningsverðlaun forseta Íslands. 

Sú hlið á starfsemi Baugs sem helst snýr að íslensku þjóðinni varðar verslunarrekstur og þar með innflutning á vörum til Íslands.  Sá rekstur hefur haft hag af sterkum gjaldmiðli undanfarin misseri - hagnast á þeirri sömu ofurkrónu og hefur verið að gera út af við þau raunverulegu útflutningsfyrirtækja sem eru starfandi hér á Íslandi.

Hagsmunir Baugs og hagsmunir útflutningsfyrirtækja fara ekki saman - svo einfalt er það.

Ef um "útrásarverðlaun" væri að ræða, þá væri þetta gott og blessað - en að gefa Baugi útflutningsverðlaun jafngildir því að slá blautri tusku framan í alla þá sem reyna að stunda útflutning héðan frá Íslandi.


mbl.is Baugur Group hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he já ég tók eftir þessu sama og þú púki... skrítin verðlaun.

Óskar Þorkelsson, 24.4.2008 kl. 14:56

2 identicon

Þetta auðmanna-dekur Ólafs er farið að vera svolítið pirrandi. Hefur reyndar alltaf verið það. Hann sést orðið aldrei á myndum nema með gráðugum viðskiptajöfrum sem í dag eru margir með allt niður um sig. Varðandi Baug; þá vita allir sem eru ekki ráfandi um í einhverri blindþoku að Forsetinn er í 100% eigu þessa fyrirtækis.

Hans Magnússon (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:44

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Stórfurðulegt mál!    en.......gleðilegt sumar

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 19:35

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ólafur Ragnar Grímsson er í einkavinareddingum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.4.2008 kl. 20:14

5 Smámynd: Halla Rut

Átti þetta ekki að vera "innflutningsverðlaun"?

Halla Rut , 24.4.2008 kl. 22:28

6 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Systkynabörnin (Ástbjörnsson og Pálmadóttir) og vinirnir (Grímsson og Jóhannesson) við afhendingu verðlauna hljóta að verið dálítið stressuð yfir þessari ákvörðun, en allt er gert til þess að laga málstaðinn.

Annars er þetta hið fallegasta fólk á myndinni í Mogganum og verðlaunin æði. Við hin erum bara öfundsjúk og bitur.

Jónína Benediktsdóttir, 25.4.2008 kl. 08:02

7 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm.... við hverju er eiginlega búist af hinum meinta forseta?  Hver ætlar að bjóða sig fram á móti honum?

Einar Indriðason, 25.4.2008 kl. 08:29

8 Smámynd: Landfari

Fylgdi enginn rökstuðningur fyrir valinu með tilkynningunni?

Landfari, 25.4.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband