Miðvikudagur, 7. maí 2008
Hryllingsmyndin 'Jesus Camp'
Púkinn horfði á myndina 'Jesus Camp' sem var sýnd á rás 4 í Bretlandi í gær. Þessi mynd var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki heimildarmynda, en hún sýnir þær "heilaþvottaraðferðir" sem ofsatrúarmenn beita í sumarbúðum til að móta næstu kynslóð kristinna ofsatrúarmanna.
Flestum mun sjálfsagt finnast það ótrúlegt sem myndin sýnir - en eins og einn aðalprédikarinn segir:
"I want to see them as radically laying down their lives for the gospel as they are in Palestine, Pakistan and all those different places. Because, excuse me, we have the truth."
Fólkið sem stendur á bak við sumarbúðir eins og þessar hefur ekki áhuga á að ala börn upp til að verða að einstaklingum sem skoða allar hliðar mála og mynda sínar eigin skoðanir - nei, þau skulu alin upp til að hafa hinar einu réttu skoðanir. Mörg barnanna hafa verið tekin úr almenna skólakerfinu og fá heimakennslu - þar sem þeim er kennt að Biblían sé bókstaflega sönn frá upphafi til enda, jörðin sé 6000 ára gömul og annað í þeim dúr.
Hófsamari kristnir einstaklingar hafa almennt fordæmt þennan heilaþvott, eins og t.d. þessi hér, sem sagðist hafa þurft að horfa á myndina með hléum til að biðja fyrir börnunum.
Púkinn veit ekki hvort þessi mynd hefur verið sýnd á Íslandi, en hún er virkilega þess virði að horfa á hana - meðal annars til að minna á að sú ógn sem heiminum stafar af ofsatrú er ekki bara bundin við Islam, nú eða þá bara fyrir aðdáendur hryllingsmynda og heimildarmynda.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 11:35 | Facebook
Athugasemdir
RÚV hefur sýnt þessa viðbjóðslegu mynd... ég er með ~framhald af þessu á mínu bloggi
Gods Boot Camp
Þetta eru ekkert nema barnaníðingar og óvinir mannkyns
DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 11:31
Ég er allavega búinn að sjá þennan ófögnuð hér á landi..
Óskar Þorkelsson, 7.5.2008 kl. 11:40
Var að finna þetta á netinu...linkur á myndbandið:
http://video.google.com/videoplay?docid=3929535037535102662&q=Jesus+Camp&ei=UOMhSLC_L6eijQLYtcjFAQ
Stríða, 7.5.2008 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.