Föstudagur, 9. maí 2008
Taser og réttarlæknar
Taser fyrirtækið hefur nú skorið upp herör gegn þeim réttarlæknum sem voga sér að nefna rafstuðbyssurnar sem dánarorsök þegar fólk deyr skömmu eftir að hafa verið skotið með þeim.
Það sem fyrirtækið ætlast til að sé nefnt sem dánarorsök er "excited delirium" (sjá Wikipedia grein um það hér) en sú dánarorsök er ekki viðurkennd af læknavísindunum.
Þeir réttarlæknar sem nefna byssurnar mega eiga von á málssókn, eða eins og talsmaður fyrirtækisins, Steve Tuttle, segir:
We will hold people accountable and responsible for untrue statements. If that includes medical examiners, it includes medical examiners.
Sjá nánar um málssóknirnar hér.
Fyrirtækinu hefur tekist að fá dánarorsök breytt í um 60 tilvikum þar sem fólk hefur dáið skömmu eftir að hafa fengið rafstuð úr byssunum, en fjöldi málaferla stendur enn yfir þar sem aðstandendur fórnarlamba krefja fyrirtækið um skaðabætur.
Það yrði jú afskaplega slæmt fyrir viðskiptin ef byssurnar yrðu viðurkenndar sem hættuleg vopn...þá gætu þeir jafnvel þurft að hætta að selja þær til almennings á vefnum (sjá pöntunarsíðuna hér).
Taser International gerir athugasemd við Amnesty | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Athugasemdir
Þetta fyrirtæki er rosalega vafasamt.. sá þátt um þá og þeir eru með eitthvað um 100 lögfræðinga í fulla vinnu hjá sér. Það segir nú eitthvað um hversu vafasamt þetta er.
Toggi, 9.5.2008 kl. 16:25
Mikið yrði nú ánægjulegt að sleppa við þessar bölvuðu byssur hér á landi. Þetta er pyntinga- og morðtól og ekkert annað.
B Ewing, 9.5.2008 kl. 16:34
Þetta eru árásarvopn.En viðbrögð fyrirtækisins voru fyrirsjáanleg; svona er bara hægt að verja með valdi. Það er athyglisvert þegar yfirvöld nota sömu taktík.
Haraldur Davíðsson, 9.5.2008 kl. 17:18
Það er líka athyglisvert að Landsfundur lögreglumanna, sem halsinn var í Munaðarnesi samþykkti nýlega áskorun um að taka þessar byssur í notkun strax.
Haraldur Bjarnason, 9.5.2008 kl. 18:41
Ekki skrýtið, þar sem öryggi lögreglumanna er betur tryggt með þessum byssum. Skítt veri með öryggi borgaranna...
Sigurjón, 10.5.2008 kl. 01:11
Ef ég plaffa á þig með venjulegri byssu og þú drepst BANG excited delirium.
Löggur með stuðbyssur eru líka mjög viljugar að nota þær
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/534527/ 82 á í sjúkrarúmi + hjartaaðgerð, kallinn stuðaður 3
DoctorE (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 02:39
Er ekki eitt sem menn eru að gleyma í þessari umræðu? Í þeim löndum sem þessi tæki hafa verið tekin í notkun hefur dauðsföllum við handtökur fækkað verulega og meiðslum bæði á handteknum og lögreglumönnum enn meira.
Það er alveg ljóst, öllum sem það vilja sjá, að valdbeiting við handtöku hefur alltaf hættur í för með sér og meiðsli mjög algeng þegar beita þarf hefðbundum aðferðum eins og kylfu og líkamsbeitingu. Hvað þá þegar skotvopnum er beitt. Exicited delerium hefur allaf fylgt líkamlegri valdbeitingu og á hverju ári verður fjöldi dauðsfalla vegna þess. Með notkun mace gass og rafstuðtækja hefur þeim fækkað mikið.
Öllum lögreglumönnum sem fá þessi tæki til notkunar er gert að prófa þau reglulega hvor á öðrum. Ekki er einn einasta skrá dauðsfall vegna þeirra æfinga. Vissulega hafa þessi tæki valdið dauðsföllum en hefðu þau hvort eð er ekki orðið við aðrar og harkalegri valdbeitingaraðferðar.
Mér finnst umræðan um þetta vægt til orða tekið móðursýkisleg þar sem hver apar bullið upp eftir öðrum án nokkurra raka, bara tínd til dæmi þar sem skaði hefur orðið en gleymt að segja frá öllum þeim tilfellum þar sem náðst hefur að yfirbuga ofbeldismenn án skaða og ekki þurft að nota skotvopn eða barefli.
Sveinn Ingi Lýðsson, 10.5.2008 kl. 09:11
Sveinn Ingi, mikið er gott að sjá rödd skynseminnar inná milli bullsins. Mér sýnist líka mesta gagnrýnin ekki snúa að tækinu sjálfu heldur lögreglumönnunum sem nota þau. Það er eins og sumir gefi sér að tækið verði misnotað.
En sem betur fer er það lítill hluti þjóðarinnar sem vantreystir lögreglunni. Það eru fáar stofnanir í þjóðfélaginu sem njóta eins mikils trausts og lögreglan. Traustskannanir Gallup hafa sýnt þetta í gegnum tíðina.
https://www.capacent.is/Pages/556?NewsID=493
Omega3, 10.5.2008 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.