Þriðjudagur, 13. maí 2008
Jesús, barnaníðingurinn og dómarinn
"Jesús hefur fyrirgefið mér", sagði barnaníðingurinn Russel Back Jr. fyrir dómi, en hann hafði rænt þrem börnum, tekið myndir af þeim bundnum og nöktum og fróað sér fyrir framan þau.
Já, það er gott að eiga ósýnilegan súpervin sem fyrirgefur hvað sem er, þannig að menn þurfi a. m. k. ekki að taka afleiðingum gjörða sinna úr þeirri áttinni.
Þetta sýnir kannski í hnotskurn einn helsta veikleika "kristilegs siðgæðis" - ósýnilegi súpervinurinn getur fyrirgefið allt ... og þá er allt orðið gott, eða hvað?
Dómarinn fyrirgaf Russel hins vegar ekki og dæmdi hann í níu ára fangelsi - það mesta sem hægt var að fá án þess að láta börnin bera vitni.
Sjá alla fréttina hér.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Ef þú spáir í því þá fyrirgefur guð öllum nema þeim sem játast honum ekki, það er eiginlega bara ein synd og hún er að hafna gudda, allt annað er fyrirgefið með því að segja: Sorry og þú ert bestur guddi, leyfðu mér að vera þræll þinn.
Ágætt að velta fyrir sér hversu mannshugurinn er steiktur, nú er páfinn að fara að senda þúsundum ungmenna SMS, páfinn sem bjó til reglur um að fela barnaníðinga kaþólsku kirkjunnar, er ekki merkilegt að eitthvert foreldri vilji að slíkur maður sendi börnum SMS
Jesúspilið virkar ofurvel fyrir margan aumingjann
DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 09:20
Ha? Er páfinn að senda einhver Iron-Master SMS til unglinga?
Magnað shitt.
Þetta er klassískt dæmi samt, barnaníðingur finnur Jésú.
Afhverju er engum sleppt fyrir að finna Búddha?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.5.2008 kl. 13:27
Gleymist aðeins eitt "smá" atriði í þessari röksemdafærslu þinni, en sú er raunin að Jesú í umboði Guðs og sem Guð þá væntanlega, fyrirgefur þeim sem iðrast.
Að iðrast skv. upphaflegu merkingu þess orð í frumtextum er að sjá að sér og bæta fyrir brot sín. Að iðrast er ekki bara að segja ofsalega mikið sorrý við Guð og engan annann. Skv. þeirri skilgreiningu s.s. fyrirgefur Guð þeim sem sjá eftir því sem þeir gera á annarra eða annars hlut OG bæta fyrir brot sín.
Baldvin Jónsson, 13.5.2008 kl. 14:14
Síðan má að sjálfsögðu við þetta bæta að ég er hreinlega ekki viss um hvernig sé hægt að bæta fyrir barnaníð, ef það er hægt með nokkru móti.
Þolendur níðanna geta oft unnið sig frá því með persónulegri vinnu og sjálfskoðun á fullorðins árum, en þá er gjarnan búið að stela af þeim mörgum þeim árum sem oft eru kölluð bestu ár ævinnar.
Verst er svo að vita að tölfræðin segir okkur að flestir níðingarnir eru óforbetranlegir og ná aldrei að láta endanlega af þessu sjúka framferði.
Baldvin Jónsson, 13.5.2008 kl. 14:19
Þú misskilur mig.
Heldur þú að brotamennirnir séu að velta sér upp úr þannig skilgreiningum? Hvað ef þeir segja bara "Ég hef fundið Jesús...hann hefur fyrirgefið mér...hallelúja" og líta þannig á að það sé alveg sama hvað þeir geri - það sé allt í lagi, því ósýnilegi súpervinurinn þeirra fyrirgefi þeim allt.
Ég efast um að margir barnaníðingar (a.m.k. fyrir utan þá sem beinlínis tilheyra kirkjunni) séu að velta sér upp úr merkingu frumtexta.
Púkinn, 13.5.2008 kl. 14:21
Hvernig getur barnaníðingur bætt fyrir brot sín, hann getur það aldrei þó svo að einhver ímyndaður geimgaldrakarl segist hafa fyrirgefið honum.
Eitrið liggur í boðskapnum, allt er fyrirgefið nema það að dýrka ekki geimgaldrakarlinn.
Bottom line: Kristilegt siðgæði er: Ég er drottinn guð þinn þú skalt ekki aðra guði hafa, ekkert annað skiptir máli.
DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 14:48
Vafalaust rétt hjá þér að brotamennirnir eru flestir ekki að hártogast með þessar skilgreiningar. Vandinn er hins vegar að afar margir kristnir menn vilja meina að skilgreiningin sé sú að allt sé fyrirgefið án aðgerða og þeir hinir sömu eru síðan að bera það áfram til annarra sem notfæra sér síðan hugmyndina með sínum sjúka haus.
Við erum öll meingölluð held ég og flest að reyna okkar besta. En ef okkur væri ekki ætlað að læra af mistökunum væri nú ekki mikið varið í þetta líf að mínu mati.
Ég vil trúa á "ósýnilegan súpervin" eins og þú kallar hann svo ágætlega hér að ofan, en ég vil líka að minn Guð sé sanngjarn og fylginn sér. Það má lengi væntanlega phylosophera með það hvort kom á undan siðgæði Guðs eða siðferði mannanna. En kristinn eða ekki getur ekki verið almenn skilgreining á geðheilbrigði. Það er til afar sjúkt fólk beggja vegna "línunnar".
Baldvin Jónsson, 13.5.2008 kl. 14:53
Púkinn, finnst þér trú og fyrirgefning trúarinnar jafngilda því að sleppa við refsingu? Og er meiningin með refsingu ekki betrun? Eða er það ef til vill hefnd? Og hvenær hefur betrunarvist skilað barnaníðingum sem betri mönnum út í samfélagið aftur? Ætli það séu til dæmi um það? Hefndin hefur ekki gert það, svo mikið er víst.
Ég er ekki að reyna að réttlæta gjörðir barnaníðinga, þeir eru níðingar, eins og nafnið ber með sér, og það er ekkert verra til en níðingsverk gagnvart börnum, sama í hvaða formi þau birtast.
Ég held það hljóti að vera nánast óbærilegt að lifa með sjálfum sér, sé maður baraníðingur og þá skiljanlegt að þeir reyni að bjarga sjálfum sér gagnvart sjálfum sér með hugmyndinni trú og fyrirgefnin.
Ég þekki ekki lífssögu þessara manna. Voru þeir barnaníðingar strax í vöggu eða gerðist eitthvað sem skemmdi þá? Vissulega þyrfti að koma því svo fyrir að þeir gengju ekki lausir meðal barna. Ég veit samt ekki hvernig ætti að framkvæma það.
Og svo er það þessi gamla speki, sá yðar sem saklaus er. En ef til vill er það bara sama ruglið og annað sem kemur frá trúarbrögðunum. Eða hvað?
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 15:10
"gerðu eins og ég segi, en ekki eins og ég geri" ?
Þeir finnast (því miður) hér á Íslandi sem virðast telja að "kristilegt siðgæði" sé á einhvern hátt betra öðru siðgæði - Púkinn er ekki sammála og þetta er einmitt dæmi um einn helsta veikleikann - það er rangt að gera sumt, en en ef fólk iðrast bara nægilega mikið þá fær það "fyrirgefningu" frá ósýnilega súperkarlinum og allt er gott - hallelúja!
... fyrirgefningu frá þessum sama ósýnilega súperkarli og ber ábyrgð á fjöldamoorðum og þjóðernishreinsunum....hallelúja!
Púkinn, 13.5.2008 kl. 17:10
Hann er aumur þessi málflutningur. Ef upp koma svona tilfelli um brjálæðinga sem nefndu einhvern tímann nafn Jesú og aðhylltust einhverja brenglaða útgáfu af kristinni trú, þá koma trúleysingjarnir og öskra: Svona er nú kristnin öll!
Aldrei tala þeir um þá kristnu einstaklinga sem gera vel, t.d. þá sem standa fyrir hjálparstarfi.
Svona málflutningur dæmir sig sjálfur.
Knattspyrnan hlýtur að gera menn að fyllibyttum fyrst George Best var drykkjumaður.
Theódór Norðkvist, 13.5.2008 kl. 17:33
Útúrsnúningar.... ég er nú vanur að sjá svona rök frá "kristnum" mönnum - gjarnan sem fullyrðingu um að trúleysi sé slæmt því að Stalín hafi verið trúleysingi.
Þetta er hins vegr ekki það sem ég er að segja, heldur er ég fyrst og fremst að spyrja hvernig kerfi geti talist "gott" sem segir að til lengri tíma litið, þá skipti ekki máli hvað menn hafi gert, svo framarlega sem þeir iðrist þess og fái fyrirgefningu frá ósýnilega súpervininum sínum.
Púkinn, 13.5.2008 kl. 18:30
Það er bara ekki rétt að kristin trú segi að til lengri tíma litið skipti ekki máli hvað menn hafi gert, svo framarlega að þeir iðrist og fái fyrirgefningu.
Brot eru alltaf brot. Ef foreldri fyrirgefur barni sínu fyrir að hafa stolið þúsundkalli er foreldrið ekki að lýsa því yfir að það hafi verið í lagi að stela.
Síðan ítreka ég það sem hefur komið fram áður, að iðrun merkir ekki að bara að fella nokkur tár yfir atburði, heldur að gera sér grein fyrir alvarleika brotsins og vera staðráðinn í að endurtaka það ekki.
Theódór Norðkvist, 13.5.2008 kl. 19:05
Þessi maður er vissulega hálfbrjálaður, en hann er bara öfgakennt dæmi um túlkun, sem því miður er allt of algeng ... eins og Púkinn hefur sagðt áður er spurningin hér ekki hvernig guðfræðingar túlka þetta, heldur hvernig hinn "almenni" trúmaður gerir það - og hinn almenni trúmaður trúir væntanlega á fyrirgefningakerfið ... þótt hann hafi væntanlega ekki brotið neitt af sér sem jafnast á við brot þessa manns.
Púkinn, 13.5.2008 kl. 19:06
Tja, rit Konfúsíusar, til dæmis.
Vandamálið við biblíuna er að menn geta valið úr henni efni til að styðja margs konar hatur og öfgar - gamla testamentið er að sjálfsögðu mun verra hvað þetta varðar - en um leið og fólk er falið að velja og hafna þá getur það allt eins notað símaskrána sem siðgæðisrit.
Púkinn, 13.5.2008 kl. 19:52
Hvert er plottið með kristna og hjálparstarf, oft er trúboð það sem þeir leggja aðaláherslu á + að þeir eru að gera þessa hluti fyrir sjálfa sig og flugmiðann til himnaríkis.
DoctorE (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 10:20
Friðrik þú ert svo kostulegur að það er engu líkt
Það er ekki hægt að snúa meira útúr en þetta. Hugsanlega fyrirgefur Guð þessum manni ef hann sannarlega iðrast sinna gjörða og syndgar ekki framar, en hvergi í ritningunni stendur að þar með sé maðurinn laus undan refsingum þess réttarkerfis sem hann býr við.
Fyrirgefning Guðs hefur að gera með anda mannsins sem er óháður efnisheiminum. Guð er andi og hann skapaði manninn í sinni mynd. semsagt maðurinn er fyrst og fremst andi í líkama.
Guðrún Sæmundsdóttir, 16.5.2008 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.