Þriðjudagur, 20. maí 2008
Myndasaga Sigmunds og meintur rasismi Íslendinga
Púkanum finnst athyglivert að skoða viðbrögðin við myndasögunni í ljósi skoðanakönnunarinnar á Íslandi um það hvern fólk myndi vilja sjá sem næsta forseta Bandaríkjanna - hvern myndu Íslendingar kjósa ef þeir hefðu kosningarétt þar.
Niðurstöðurnar voru þannig að Clinton og Obama voru nánast jöfn, með um 48% atkvæða hvort, en McCain fékk um 4%.
Það má líta á þetta á ýmsa vegu, eins og að Íslendingar séu það langt til vinstri á mælikvarða bandarískra stjórnmála að margir þeirra sem teljast hægrimenn hér myndu teljast teljast til vinstri við miðju í Bandaríkjunum - já og vinstrimennirnir okkar myndu teljast sjálfsagt hættulegir öfgamenn þar.
Það má líka líta þannig á að sá fókus sem er á húðlit eða kyn frambjóðendanna sé einfaldlega ekki mál málanna frá sjónarhóli Íslendinga - þegar allt kemur til alls höfum við jú raunverulega reynslu af því að hafa kvenkyns þjóðhöfðingja. Frá þeim sjónarhóli má túlka skopmyndina sem ádeilu á yfirborðsmennsku Bandaríkjamanna - að horfa á kynið og húðlitinn, frekar en hvað einstaklingurinn stendur fyrir.
Þýðir þetta þá að Íslendingar séu upp til hópa fordómalausir? Nei - málið er ekki svo einfalt - það er nefnilega óþægilega grunnt á fordómunum hjá mörgum hérna - en Púkinn sér þessa skopmynd ekki sem rasistíska fordóma - ekki fyrir hinn ætlaða markhóp - íslenska lesendur, en það er hins vegar vel skiljanlegt að hún veki viðbrögð annars staðar.
Myndasaga Sigmunds gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vinstrimennirnir okkar eru hættulegir öfgamenn.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.5.2008 kl. 13:52
Tek eiginlega undir með Ásgrím...
...hvenær dó málfrelsið hér á landi?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.5.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.