Tvöfalda gengið - munu útflutningsfyrirtækin koma með gjaldeyrinn heim?

500kronurÍ dag ríkir algjör óvissa um gengi íslensku krónunnar, en í raun er tvenns konar gengi - annars vegar það sem Seðlabankinn reynir að halda uppi með handafli og hins vegar það sem bankarnir (innlendir eða erlendir) nota.

Svona staða er óstöðug og getur ekki gengið til lengdar - það eru aðeins fjórir möguleikar í stöðunni.

  • Seðlabankinn gæti gefist upp, ákveðið að vernda þann litla gjaldeyrisvarasjóð sem hann hefur og leyft gengi krónunnar að falla, með tilheyrandi verðbólgu og áföllum fyrir almenni
  • Seðlabankinn gæti farið í þrot og gjaldeyririnn klárast vegna þess áhlaups á krónuna sem þessi staða býður upp á.  Þessi staða myndi á endanum valda enn meira falli krónunnar.
  • Trúverðugleiki ríkisins og Seðlabankans gæti vaxið að því marki að gengi krónunnar verði stöðugt á því gengi sem hann er að reyna að halda uppi.  Þetta er æskilegasta útkoman fyrir þjóðfélagið, en byggir á því að menn sannfærist um að hvorugur fyrri möguleikanna tveggja sé líklegur.
  • Seðlabankinn sættir sig við tvöfalt gengi krónunnar, með því að taka upp strangar hömlur á flutningi gjaldeyris úr landi.  Krónan verður þá eins og rússneska rúblan á tímum Sovétríkjanna - nothæf innanlands, en er orðin verðlaus utan þeirra - hún er ekki lengur "hard currency".

Það eru því miður líkur á að þetta síðasta sé að gerast.  Útflutningsfyrirtæki með gjaldeyri í bankanum eru nú í þeirri stöðu að geta ekki borgað starfsmönnum erlendis laun, vegna þess að bankarnir millifæra ekki gjaldeyri til útlanda.  Vonandi er hér aðeins um tímabundið ástand, sem mun leysast innan nokkurra daga, því annars gætu afleiðingarnar orðið alvarlegar, því fyrirtækin munu ekki sætta sig við að mega ekki borga laun.

Lausn fyrirtækjanna mun væntanlega verða sú að hætta að taka gjaldeyrinn heim - skipta honum erlendis á "erlendu" gengi, til útlendinga sem verða fegnir að fá eitthvað fyrir þær verðlausu krónur sem þeir sitja uppi með, en ef útflutningsfyrirtækin hætta að flytja gjaldeyrinn sem þau afla til landsins af þessum ástæðum, mun gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins versna enn frekar en orðið er.

---

Uppfærsla - nú, nokkrum tímum síðar er ljóst að seðlabankinn valdi kost #1 hér að ofan.  Ekki besta lausnin, en illskárri en #2.  Kostur #3 hefði verið bestur, en til þess hefði þurft að vera búið að dæla a.m.k 10 milljörðum evra inn í gjaldeyrisvarasjóðinn.

Jæja, þetta kemur ekki á óvart og var e.t.v. illskásti kosturinn í stöðunni. 


mbl.is Seðlabanki miðar áfram við sama gengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband