Mánudagur, 13. október 2008
Ætli forsetinn skammist sín núna?
Í apríl síðastliðnum gagnrýndi Púkinn að Baugur skyldi hafa fengið útflutningsverðlaun forseta Íslands, enda væri þetta ekki útflutningsfyrirtæki og hagsmunir þeirra stönguðust á við hagsmuni raunverulegra útflutningsfyrirtækja. (sjá þessa grein)
Eins og Spaugstofan benti á um helgina var útflutningur Baugs aðallega í formi peningaútflutnings til Bahamaeyja.
Þótt forsetinn beri í raun ekki neina ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þjóðinni er Púkinn samt á þeirri skoðun að hann ætti að skammast sín - og biðja þjóðina opinberlega afsökunar á undirlægjuhætti sínum gagnvert útrásarmógúlunum undanfarin ár.
Púkinn á hins vegar ekki von á því hann geri neitt slíkt.
Ástandið verra en þjóðargjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Snobbforsetinn.... spurning hvort kerlingin hætti með honum nú þegar við erum að verða fátækasta þjóð í heimi
DoctorE (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 09:57
Herra Ólafur Ragnar Grímsson er forsetinn okkar
Kaj Skúli Hansen, 13.10.2008 kl. 10:21
Því miður, já.
Púkinn, 13.10.2008 kl. 10:22
Hmm... Ég tók ekkert eftir því þegar Frú Vigdís veitti þessi útflutnings verðlaun. Óh... þú ert að meina fígúruna.......
Einar Indriðason, 13.10.2008 kl. 11:03
Ég held að forsetinn kunni ekki að skammast sín!
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.10.2008 kl. 12:00
Ætli hann sé ekki í sama hópi og ráðamenn, allt of uppteknir við að segja lýðnum að nú sé tími til að standa saman í stað þess að leita að sökudólgum. Hérna er það sem er merkilegt í sambandi við það. Hvernig dirfast þeir aðilar sem voru við stjórnvölinn að lýsa því yfir að ekki skuli leitað að sökudólgum? ÞEIR BERA ÁBYRGÐ Á ÞESSU ÖLLU!
Skv. Silfrinu um helgina lá fyrir skýrsla sem sýndi fram á að í þetta stefndi í Febrúar 2008. Að mínu mati er þetta svona hver-vissi-hvað-og-hvenær dæmi.
Það hlýtur að þurfa ansi sérstakt siðferðismat til að láta svona út úr sér.
Árni Steingrímur Sigurðsson, 13.10.2008 kl. 12:39
Það eru svo margir á undan forsetanum í röðinni að það er tómt mál að vera ræða á þessum nótum. Röðin kemur að honum þegar röðin kemur að honum, það er einfalt mál. Við megum bara aldrei gleyma hverjir það eru sem hafa búið þessum mönnum þennan farveg og við megum heldur ekki gleyma því hverjir hafa haldið um fjármálakerfið undanfarna tvo áratugi. Fólk sem hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn má ekki láta tryggð við hann ganga framar tryggð við þjóðina. Þessir menn bera ábyrgð, þannig er það bara.
Valsól (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 13:53
Þessi útflutningsverðlaun voru vægast sagt afar illa veitt síðast, sér í lagi í ljósi síðustu atburða. Ég sé fyrir mér handhafa verðlaunanna hlægja af forseta okkar, vitandi það að fjármálamarkaðir þurfa bara að hikksta eitt augnablik og þá hrynur spilaborgin.
Við verðum að snúa okkur aftur að því að skapa raunveruleg vermæti, öflugt velferðakerfi getur aðeins gengið ef við nýtum okkur hugvit og auðlindir til öflunnar tekna.
Kebblari, 13.10.2008 kl. 17:42
Í raun þá gengst forsetinn við sinni ábyrgð í nýgengnu viðtali. Sá hluti sem snýr að öðrum ráðamönnum í athugasemdinni minni stendur hins vegar.
Ég biðst afsökunar Ólafur.
Árni Steingrímur Sigurðsson, 14.10.2008 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.