Fátt er svo með öllu illt....

Svona til að fá smátilbreytingu frá neikvæðum og niðurdrepandi blogggreinum um ástand efnahagsmála vill Púkinn benda á að einstaka jákvæðar hliðar fylgja yfirstandandi ósköpum.

Þar er Púkinn ekki að tala um að þjóðin læri vonandi einhverjar lexíur á þessu og að græðgivæðingin verði ekki eins áberandi á komandi árum - nei, Púkinn er að horfa til jákvæðu smáatriðanna.

Íbúar við Skerjafjörðinn hafa á undanförnum misserum orðið fyrir ónæði af auknu flugi einkaflugvéla og þyrlna, en nú er útlit fyrir að verulega dragi úr því, þegar sumir neyðast til að selja þessi faratæki sín úr landi.

Já, fátt er svo með öllu illt....


mbl.is Stjórn Nýja Glitnis skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það verður enginn flugvöllur í Vatnsmýrinni eftir árið 2024. Hún er ekki nafli alheimsins og enginn flugvöllur verður í Reykjavík í framtíðinni. Hins vegar er nú þegar góður flugvöllur á höfuðborgarsvæðinu, Keflavíkurflugvöllur.

Höfuðborgarsvæðið nær frá Akranesi að Selfossi, fólk fer daglega frá Akranesi, Selfossi og Keflavík til að sækja vinnu annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og þar búa um 70% þjóðarinnar. Og við Landsspítalann verður einungis þyrlupallur en ekki flugvöllur.

Þorsteinn Briem, 12.10.2008 kl. 16:02

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Steini sagði það sem segja þurfti.. 

Óskar Þorkelsson, 12.10.2008 kl. 16:31

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jamm, Steini er klár!

Guðríður Haraldsdóttir, 13.10.2008 kl. 16:47

4 Smámynd: Kebblari

Já en ég vil ekki sjá þetta innanlandsflug í Keflavík, þá verður bara meiri traffík á Reyk.nes.brautinni en ég vil hafa hana fyrir mig...

Kebblari, 13.10.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband