Hverjir munu ekki geta greitt laun um mánaðarmótin?

Það er ekki svo langt síðan að banki fyrirtækis Púkans þrýsti á að sá reikningur sem notaður er til að greiða laun um hver mánaðarmót yrði færður yfir í peningamarkaðssjóð.

Því "góða" boði var hafnað, en Púkinn getur ekki að því gert að hann veltir fyrir sér hve mörg fyrirtæki séu nú með lausafé sitt fast í slíkum sjóðum og lendi hugsanlega í vandræðum með launagreiðslur um mánaðarmótin því þau geti ekki hreyft peningana.

Þetta breytist auðvitað þegar aftur verður opnað fyrir sjóðina og í ljós kemur hve mikið er í raun eftir í þeim, en málið er að að lausafjárkreppan gæti skollið á fleirum en aðeins bönkunum.

 


mbl.is 151 sagt upp hjá ÍAV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þú ert framsýnn PÚKI!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.10.2008 kl. 16:29

2 identicon

Það var í jan/feb sem bankinn minn gekk á eftir mér með að skipta í erlent lán... miklu betra sagði sérfræðinguinn.
Ég sagðist telja að allt væri að fara til fjandans og að ég myndi enda í djúpum skít ef ég færi að ráðum hans... nei nei sagði sérfræðingurinn en ég gaf mig ekki... labbaði út þegar hann reyndi að fá mig til að skipta láninu 50/50.


Nú er að sjá hvort ég fái útborgað um mánaðarmótin :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband