Auðvitað veðjuðu menn á veikingu krónunnar

Púkanum finnst ekki skrýtið að bankarnir skuli hafa veðjað á veikingu krónunnar á þeim tímapunkti þegar hún var allt, allt of sterk.  Ef Púkinn stæði í gjaldeyrisbraski myndi hann hafa gert það sama.

Ástandið var einfaldlega ekki eðlilegt 2006/2007, þegar ofurvextir seðlabankans og stöðug útgáfa jöklabréfa héldu krónunni uppi og útflutningsfyrirtækjunum blæddi út.  Nei, menn sáu að krónan hlut að falla fyrr eða síðar og stöðutaka gegn henni var það eðlilegasta sem hægt var að gera.

Það er ekkert óeðlilegt við það.

Það sem var hins vegar ekki eðlilegt var að á sama tíma voru bankarnir að hvetja fólk til að taka stöðu með krónunni, með því að taka myntkörfulán - með öðrum orðum - bankarnir voru að veðja á að krónan myndi falla, en voru á sama tíma að ota myntkörfulánum að fólki - lánum sem þeir vissu að myndu hækka gífurlega þegar krónan félli.


mbl.is Veðjuðu á veikingu krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hermann Bjarnason

Veist þú hvað er hæft í því að norski olíusjóðurinn hafi verið fyrstur til að selja allar íslensku krónurnar og hafi þannig komið skriðunni af stað? Mig minnir Davíð hafa haldið þessu fram.

Hermann Bjarnason, 3.11.2008 kl. 12:11

2 Smámynd: Púkinn

Það kæmi mér ekki á óvart.   Auðvitað vilja menn selja hluti sem eru allt of hátt verðlagðir áður en verð þeirra fellur - og þeir sem eru fyrstir að selja græða mest.

Púkinn, 3.11.2008 kl. 12:25

3 Smámynd: Einar Indriðason

En... Hugsanlega og kannski er þetta enn ein smjörklípan hjá Dabba.....  Svona sem hugsanleg fyrirbygging á því að það verði talað við Norsara þar sem "þeir byrjuðu, og felldu okkur".

Einar Indriðason, 3.11.2008 kl. 13:04

4 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Þetta er rétt hjá þér en það hefur verið auðveldara að ota að óbreyttum almúganum erlendum körfulánum eftir því sem Seðlabankinn hækkaði vexti jafnt og þétt !

Kristján Þór Gunnarsson, 3.11.2008 kl. 13:39

5 Smámynd: Púkinn

Eins og mikill heimnspekingur sagði: "Fólk er fífl".

Púkinn, 3.11.2008 kl. 14:10

6 Smámynd: Stefán Jónsson

Það sem var alvarlega athugavert við bankastarfsemina á Íslandi kristallast einmitt í þessu.
Sömu fyrirtækin störfuðu sem viðskipta- og fjárfestingabankar og þeirra eigin skammtíma-ofurgróða-hugsjónir gengu alltaf fyrir hagsmunum viðskiptavinanna.

Stefán Jónsson, 3.11.2008 kl. 14:25

7 Smámynd: Maelstrom

Reyndar þarf að taka tillit til þess að mjög stór hluti af þessari "stöðutöku" var ekki stöðutaka heldur eiginfjárvörn.  FME leggur reglulega fyrir bankana álagspróf og ef bankarnir standast ekki það próf fá þeir punkt í kladdann.  Frá því að þessi próf byrjuðu árið 2006 hafa bankarnir kerfisbundið byggt upp gjaldeyrisvarnir til að verja eigið fé sitt.  Þessar varnir kostuðu gríðarlega peninga og gerðu það eitt að eiginfjárhlutfall bankanna lækkaði ekki eins mikið þegar krónan byrjaði að falla.  Eiginfjárhlutfallið lækkaði, en bara ekki eins mikið og það hefði gert án varna!

Kaupþing sótti tvisvar um að fá að gera upp í evrum en var synjað eða umsókn dregin til baka þegar ljóst var hvert svarið yrði.  Öllum var þó ljóst þegar umsóknunum var synjað, að Kaupþing myndi halda áfram að verja eigið fé sitt.  Núna ákveða menn síðan að kalla þetta stöðutöku.  Ef Kaupþing hefði gert upp í evrum, þá hefðu þeir þurft að verja eignir sínar í ISK og þá hefðu þeir verið með "stöðutöku" MEÐ krónunni.  Ætlið Davíð hafi spáð í það þegar hann sagði nei við uppgjöri í evrum?

Maelstrom, 3.11.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband