Þjóðin og myntkörfulánin

euroPúkinn á bágt með að skilja þá sem tóku myntkörfulán á árinu 2007, þegar öllum hefði átt að vera augljóst að krónan var allt, allt of sterk og það væri ekki spurning um hvort hún myndi falla hressilega, heldur bara hvenær.  Að taka myntkörfulán á þessum tíma jafngilti í raun stöðutöku í krónunni án öryggisnets - fólk var að veðja á að krónan myndi haldast sterk.

Fólk á ekki að stunda þannig gengisbrask nema það viti 100% hvað það er að gera, hver áhættan er og ef það hefur efni á tapinu ef hlutirnir ganga ekki upp.

Það átti ekki við um stóran hluta þeirra sem tóku svona lán - en hvers vegna gerði fólk þetta?  Var ein skýringin að bankarnir voru að ota þessum lánum að fólki, þótt þeir gerðu sér mæta vel grein fyriráhættunni og því að aðeins væri spurning um tíma þangað til krónan félli og þessi lán myndu snarhækka?

Hver er hin siðferðislega og lagalega ábyrgð bankanna, miðað við að þeir gerðu sér grein fyrir yfirvofandi hruni og vernduðu sjálfa sig gegn því með stöðutöku gegn krónunni?

Báru þeir enga ábyrgð á því að vara fólk við áhættunni?   Eða, vildi fólk bara fá að hegða sér eins og fífl í friði?


mbl.is Árás á fullveldi þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Maelstrom

Var þessu otað að fólki?  Ég man eftir óteljandi auglýsingum um bílalán í erlendri mynt, en ég man ekki eftir auglýsingum um íbúðalán í erlendri mynt.  Getur einhver bent mér á slíka auglýsingu?

Maelstrom, 3.11.2008 kl. 17:40

2 Smámynd: Púkinn

Ég var ekki að tala um íbúðalán, heldur myntkörfulán almennt.....

Púkinn, 3.11.2008 kl. 17:47

3 Smámynd: Púkinn

Jú, það var ýmislegt annað í boði....t.d. að spara svolítið - eyða minnu.... kaupa smærri hluti ekki nema maður hefði efni á þeim...hætta að nmota raðgreiðslur- bara almennt að hætta að bruðla.

Púkinn, 3.11.2008 kl. 18:36

4 Smámynd: Kebblari

Af því að einhver var að spyrja um myntkörfulán, sjá http://www.frjalsi.is og smella á Myntkörfulán!

Kebblari, 3.11.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband