Munu repúblikanar stela kosningunum (aftur)?

2004election.jpgSumir segja þá veruleikafirrta sem trúa því að Bandaríkin séu lýðræðisríki þar sem haldnar eru réttlátar kosningar.  Púkinn vill ekki taka alveg svo djúpt í árinni, en eftir því sem meira hefur komið í ljós um framkvæmd kosninganna 2004, því erfiðara er að kalla þær réttlátar.

Fyrst vill Púkinn minna á eftirfarandi:  Framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum er að mestu leyti í höndum yfirvalda á hverjum stað.  Þau taka ákvörðun um hluti eins og fjölda og staðsetningu kjörstaða.  Til að mega kjósa þurfa menn að skrá sig á kjörskrá og ef eitthvað er að mati yfirvalda athugavert við þá skráningu geta menn lent í því á kjörstað að uppgötva að þeir eru ekki skráðir og mega ekki kjósa.

Það má segja að í Bandaríkjunum séu ekki haldnar einar kosningar, heldur 13.000, stjórnað af 13.000 mishæfum (og misheiðarlegum) aðilum.  Það er ekki skrýtið að ýmislegt skuli hafa farið úrskeiðis - en af einhverjum ástæðum virðast misfellurnar flestar hafa verið repúblikönum í hag.

Á meðfylgjandi mynd er minnst á nokkur af þeim atriðum sem komu upp, en þeim sem hafa áhuga á að kynna sér þetta nánar er bent á Google og lykilorð eins og "2004 election stolen".


mbl.is Obama sigraði í Dixville
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Þessar tölur eru ekki skoðanakannanatölur, heldur útgönguspár, byggðar á því hvað fólk segist hafa kosið þegar það kemur af kjörstað.

Venjulega er lítill munur á útgönguspám og úrslitum, en í kosningunum 2004 var verulegur munur í 4 ríkjum, og í öllum tilvikum repúblikönum í hag.

Púkinn, 4.11.2008 kl. 10:48

2 Smámynd: Rebekka

Mér finnst kosningakerfi USA líka alveg út í hött.  Ekki nóg med ad yfirvöldin á hverjum og einum stad hafi umsjón med kosningunum, heldur er fólk strikad úr kosningaskrám fyrir sama sem engar sakir.  Ad auki finnst mér thetta "First man past the post" kerfi fáránlegt, t.e. ad sá sem faer meirihlutakosningu í hverju ríki hirdi alla delegates, í stadinn fyrir ad theim sé skipt hlutfallslega upp.  Thannig getur frambjódandi unnid "the popular vote" en samt tapad kosningunum tví hann fékk ekki meirihluta í réttum ríkjum.  Tad hljómar bara ekki mjög lýdraedislegt í mínum eyrum, og er eins og snidid ad tveggja flokka kerfi.

Áfram Obama, hann MÁ EKKI TAPA!

Rebekka, 4.11.2008 kl. 11:24

3 identicon

Ef Obama vinnur ekki þá má búast við skrílslátum.... uppreisn jafnvel.

DoctorE (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 14:05

4 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Þessi tilvitnun í Paul Weyrich, stofnanda The Heritage Foundation ætti að vekja fólk til umhugsunar.

"I don't want everybody to vote. Elections are not won by a majority of the people. They never have been from the beginning of our country and they are not now. As a matter of fact, our leverage in the elections quite candidly goes up as the voting populace goes down."

Árni Steingrímur Sigurðsson, 4.11.2008 kl. 15:17

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þetta myndband er ansi athyglisvert í kosningasamhengi http://www.youtube.com/watch?v=hHL_YMBolRs

Georg P Sveinbjörnsson, 4.11.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband