Nýir tímar í Bandaríkjunum

Fátt er svo með öllu illt... Efnahagsástandið í Bandaríkjunum leiddi til þess að mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum taldi efnahagsmálin mikilvægust þegar að kosningum kom og einhverjir hafa sjálfsagt kosið Obama - ekki vegna stuðnings við hann og hans boðskap, heldur vegna óánægju með ástandið sem Bush er með réttu eða röngu kennt um.

Öryggismálin voru ekki lengur í brennidepli, sem aftur kom McCain illa.

Hvað um það - það er sama hvaðan gott kemur - Obama náði kosningu og heimurinn lítur einhvern veginn betur út í dag en í gær.  Heimurinn endaði ekki með vanhæfan trúarnöttara sem varaforseta Bandaríkjanna - hársbreidd frá valdamesta embætti heims.

Á meðan koma bara nýjar fréttir af spillingu og misferli á Íslandi - nú síðast þessir hundrað milljarðar sem valdir aðilar náðu út úr Kaupþingi rétt fyrir hrun.


mbl.is Obama: Þetta er ykkar sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er bjartsýnni en í gær :)

Óskar Þorkelsson, 5.11.2008 kl. 12:08

2 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Ég er sammála þér Púki. Kjör Obama gefur ekki aðeins von um betri Ameríku heldur friðvænlegri heim þ.s. utanríkisstefnan mun áreiðanlega taka miklum breytingum.

Kristján Þór Gunnarsson, 5.11.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband