Föstudagur, 7. nóvember 2008
Edda Rós Karlsdóttir: Þegiðu!
Það er ekki svo langt síðan Edda Rós Karlsdóttir hrósaði IceSave og styrk íslensku bankanna. Frá sjónarhóli Púkans er hún ein þeirra sem kveikti þá elda sem nú brenna í íslensku efnahagslífi.
Látum liggja á milli hluta hvers vegna í ósköpunum hún fékk starf hjá Nýja Landsbankanum, en miðað við hennar fyrri afrek og ummæli hefur hún minni en engan trúverðugleika.
Stundum á fólk bara að skammast sín og þegja.
Koma krónulufsunni" í gang á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
100% sammála!!! Allir þessir greiningardeildar séníar eiga bara að hold kjaft í dag!!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 13:35
Krafan á að vera mjög einföld:
Ríkisstjórnin segi af sér.
Síðan tekur ný ríkisstjórn að sér að reka brennuvargana og ráða nýja.
Theódór Norðkvist, 7.11.2008 kl. 13:50
Edda Rós var nú ein af þeim sem mælti fyrir ESB og Evrunni hérna fyrir löngu síðan á meðan vitleysingar sem höfðu ekki hundsvit á peningamálum voru að stjórna hérna og kváðust stefna að því að gera Ísland að fjármálmiðstöð með KRÓNUNA sem gjaldmiðil.
Við þurfum að fá manneskju eins og Eddu Rós í seðlabankastjórastól.
Hinsvegar má alveg reka þessar tvær konur sem eru nú bankastjórar í nýju bönkunum enda eru þær algerlega glórulausar báðar tvær, einhverstaðar las ég t.d að nýji bankastjóri væri arkitektinn að þessum Icesave reikningum, en hin var framkvæmdastjóri íslandsdeildar glitnis eða eitthvað álíka rugl og því hlýtur Sjóður 9 að vera hennar meistarverk, auk þess þá væri hún gjaldþrota núna í dag ef tæknileg mistök hefðu ekki bjargað henni fyrir horn. Ægilega meðvitaðar um áhættu þessar tvær, eða hitt og heldur.
Jón Gunnar Bjarkan, 7.11.2008 kl. 14:13
Edda Rós á svo sannarlega sinn þátt ásamt viðskiptaráðherra í því að hafa kjaftað gengi krónunnar niður undanfarin ár, en það er tómt mál að tala um að þau taki nokkra ábyrgð á stöðu mála.
Þau voru samhljóma í ESB kórnum og töluðu öllum stundum um mikilvægi þess að íslendingar gengu inní ESB. Það er nú sérlega lærdómsríkt þessa dagana að fylgjast með "skítlegu" eðli sumra ESB ríkja þar sem þau beita kúgunum til þess að hindra lán alþjóða gjaldeyrissjóðsins til íslendinga. Við ættum að læra af þessum kúgunum og halda okkur sem lengst frá ESB, því það er klárt mál að við yrðum kúguð þar endalaust til þess að láta af hendi fiskveiðiheimildir og afhenda ESB orku og vatnsauðlindir okkar.
Í fréttum BBC í gær var ályktað að með lækkun stýrivaxta breska Seðlabankans, sem ekki hafa verið lægri í tugi ára væri ljóst að breskt efnahagslíf stæði mun veikara heldur en Bretar hefðu gert sér grein fyrir. Skyldi Gordon Brown ekki beita sínum áhrifum til að komast yfir íslensk fiskimið Bretum til handa ef hann kæmist í aðstöðu til þess? En ljóst er að kreppan er komin til ESB landana og þau byggja aðallega á viðskiptum og þjónustu sem dregst óðum saman, svo að ekki lítur vel út með að þau nái sér uppúr kreppunni næstu árin. Höfum við íslendingar áhuga fyrir því að taka þátt í þeirra niðursveiflu?
Ég gef Eddu Rós og öðrum greiningarfulltrúum og forsvarsmönnum íslenskra banka falleinkunn, og legg til að við fáum norðmenn til að hjálpa okkur útúr krísunni með gjaldmiðlasamstarfi, helst vil ég að norski seðlabankinn tilnefni þá sína bankastjórnendur yfir íslensku bönkunum þar til að við erum búin að hreinsa hér rækilega upp spillinguna sem vafið hefur sig inní alla viði samfélagsins. Það er ákaflega erfitt að gera það nema að aðskilja bankana algjörlega frá stjórnmálamönnum sem eru margir hverjir með ríka hagsmuni tengda bönkunum. Sennilega þurfum við þessa norsku hjálp í amk. 8 ár, að þeim loknum getum við svo ákveðið framhaldið, þar sem valkostirnir væru áframhaldandi samstarf við Noreg, aðildarumsókn í ESB eða við ein með okkar gjaldmiðil.
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.11.2008 kl. 17:24
Guðrún gömlu bankarnir voru með veð í kvótanum og jarðeignum landið um kring.
Nú þegar ríkisbankarnir erfa stjarnfræðilegar skuldir gömlu bankanna bendir allt til að lánardrottnar gömlu bankanna geti innheimt veðin: kvótann og jarðirnar með manni og mús.
Theódór Norðkvist, 7.11.2008 kl. 18:09
Og þetta er staðan þrátt fyrir veru okkar utan ESB.
Theódór Norðkvist, 7.11.2008 kl. 18:11
Tala niður krónuna, Bretar komast yfir íslensk fiskimið, afhenda orku og vatnsauðlindir til ESB, gjaldmiðlasamstarf með Normönnum.
Það sem þú varst að tala með fiskimiðin, orkuauðlindirnar og vatnsauðlindirnar. Þú veist greinilega ekkert um ESB og tæki því langan tíma að koma einhverju í kollinn á þér en ég er búinn að rekja þetta til baka á þessu bloggi, þú getur fundið það neðarlega á kommenta listanum. http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/697918/
Það liggur alveg ljóst fyrir að allar veiðiheimildir ganga til okkar, en að orkuauðlindir gangi til ESB er einhver hugmynd sem hefur verið kokkuð hér á Íslandi og stenst engann veruleika frekar en annað í ESB umræðunni hér á landi.
Varðandi Norsku krónuna. Norski forsætisráðherran útilokaði þennan möguleika fyrir minna en 10 dögum síðan og þegar hann var spurður um þetta í fréttaviðtali þá hlógu nú reyndar samstarfsráðherrar hans að þessum tillögum beint í myndavélina. En það er erfitt að koma fólki í skilning um ýmsa hluti á þessu landi og þannig hefur þú kannski ekki meðtekið þau skilaboð eins og margir aðrir. Það er ástæða fyrir því að efnahagur þarf að vera í jafnvægi áður en tekið er upp evra, því annars staðar en á Íslandi þá eru hlutir eins og gjaldamiðlamál og peningamálastefna ekki léttvægt tómstundargaman fyrir lögmenn og pólitíkusa á eftirlaunaaldri til að leika sér með. Afhverju í ósköpum ætti Noregur að vilja setja sinn eigin gjaldmiðil í hættu með því að bjóða Íslandi myntsamstarf eftir að hafa orðið vitni að því hvernig peningamálastjórn og efnahagur er rekinn hér á landi?
Já það er leiðinlegt að Íslendingar skyldu þurfa að læra Alþjóðastjórnmál103. Fyrsta reglan í þeim fræðum er að þjóðir takast á til að verja sína hagsmuni, en menn virðast alveg stórundrandi á því að ESB ríki verji sína hagsmuni eins og aðrar þjóðir greinilega. Núna hefði verið ansi þægilegt að vera í ESB og geta varið sína hagsmuni líka en í staðinn fyrir það þá verðum við að láta okkur nægja að lýsa okkur hlið á málinu í EFTA og þeim fáu þjóðum sem þar eru.
Ef við hefðum verið í ESB og búinn að taka upp evruna núna, þá hefði í fyrsta lagi bankarnir ekki farið á hausinn og raunveruleikinn á Íslandi væri allt annar en hann er núna.
Jón Gunnar Bjarkan, 7.11.2008 kl. 18:15
ef ef ef..................
Ef bankarnir hefðu ekki verið einkavæddir þá værum við ekki í þessum erfiðleikum,
Ef stjórnendur einkavæddu bankanna hefðu ekki verið gjörsamlega siðblindir menn sem telja sig ekki vera þjófa ef þeir nái að stela milljarði eða meira þá værum við ekki í þessum erfiðleikum.
Ef að greiningarfulltrúar bankana og stjórnendur bankana hefðu haft vit á því að sníða sér stakk eftir vexti ( t.d. með því að átta sig á þeirri staðreynd að krónan er lítil mynt og þessvegna er ekki hægt að stefna henni í hættu með óvarlegu tali eða með því að haga bankaviðskiptum erlendis einsog um stóra mynt væri að ræða) þá værum við ekki í þessum vandræðum.
Jón Gunnar, Við þurfum að ræða betur við Norðmenn enda er það þeirra hagur að við höldum okkur fyrir utan ESB,ef að norski seðlabankinn réði norska bankastjóra yfir ríkisbönkunum þá hefðu þeir tryggingu fyrir því að vitleysan endurtæki sig ekki,
En þú vilt greinilega að íslendingar fórni sínu sjálfstæði og sjálfræði til ESB því að íslendingar myndu einungis hafa um 3 þingmenn á 500 manna þingi ESB. Þá væri nú létt að kúga litla þjóð.
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.11.2008 kl. 18:53
Ég myndi vilja sjá áþreifanlegri röksemdir fyrir skoðun Púkans. Sjálfur hef ég talið Eddu Rós meðal skarpari greinenda á stöðu mála, fyrr og nú, þótt hún sé vitaskuld ekki óskeikul.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 8.11.2008 kl. 00:05
Púki!
Þú hefur sannarlega rangt fyrir þér núna, því Edda Rós er ein af fáum sem hefur ítrekað haft uppi varnaðarorð um að svo kynni að fara sem raunin er orðin núna.
Eitt er að leita sannleikans, annað að blása til nornaveiða.
Vitringur, 8.11.2008 kl. 01:53
Já og ég fellst alveg á það sem þú ert að gefa þér þarna, það er að segja þetta hefði ekki gerst ef bankarnir hefðu ekki verið einkavæddir og svo framvegis en ég bara fellst ekki á að við eigum að lifa í ríki þar sem ríkisvaldið á allt og alla og enginn má tala um hluti eins og gjaldmiðilinn án þess að allt fari á hausinn.
Ef að krónan sé það virkilega veik á svellinu að það megi ekki tala um hana án þess að hún lendi hreinlega í greiðslustöðvun nú þá er þetta bara handónýtur gjaldmiðil og þolir greinilega ekki að þjónusta lýðræðisríki. Fyrir erlenda fjármálaspekúlanta að leggja krónuna í rúst er lítið vandamál, minni ég á að George Soros kom Englandsbanka á hné fyrir aðeins 20 árum eða svo, seðlabankastjóri Evrópu gleypir hinsvegar svona spekúlanta. Tek undir það sem Hlynur sagði hér áðan krónan hefur miklu frekar verið loginn upp.
Það er ekki hagur Normanna að við íslendingar höldum okkur utan ESB, ekki gleyma að núverandi ríkisstjórn, þar með talinn forsætisráðherran, og fyrrverandi ríkisstjórnir í Noregi hafa dyggilega stutt að Noregur sjálft gangi inn í ESB. Ég hugsa að Norska ríkistjórnin vilji miklu frekar að við göngum í ESB því þá eignast þeir annan bandamann innan ESB.
3 þingmenn vs 500. Hér gera ESB andstæðingar sér alltaf í hugarlund að það sé Ísland á móti Evrópu. Ég man þegar stjórnarskráin og Lissabon sáttmálinn átti að breyta þingmannafjölda þá fóru íslenskir anti ESB sinnar af stað eins og venjulega með einhvern fáránlegasta áróður sinn að nú væri verið endanlega að ganga af smáþjóðum innan ESB dauðum. Staðreyndin er sú að ef hann hefði gengið í gegn þá væri smáþjóð eins og Ísland með 6 þingmenn og en Danir, 20 falt fleiri þjóð með 12 þingmenn eða aðeins 2 fleiri. Við mundum njóta stuðnings innan ESB þingsins frá Norðurlöndunum, (og að öllu jöfnu (þó ekki núna kannski Bretlandseyjum og Írlandi), aðrar smáþjóðir standa jafnan saman líka. Við værum að fá stuðning frá ólíklegustu áttum, minni ég nú á að Pólland kemur hérna óvænt og býður okkur lán enda þótt við höfum ekki einu sinni sótst eftir því.
Stærstu völdin innan ESB er í ráðherraráðinu og þar fá allir þjóðir einn mann inn. Ísland fær einn alveg eins og Þjóðverjar. Sá sem er sjávarútvegsráðherra er Joe Borg frá smáríkinu Möltu og sá sem sér um Orkumálinn er frá smáríkinu Lettlandi. Ekki væri nú aldeilis slæmt ef íslendingar næðu að krækja í annan hvorn þennan stól. Svo má kannski minna fólk á að einn allra mesti heavy weight pólitíkus Evrópu er Jean Claude Juncker frá smáríkinu Lúxembourg og er hann forseti Euro group.
Staðreyndin er sú að smáþjóðum er gert fáránlega hátt undir höfði innan ESB.
Jón Gunnar Bjarkan, 8.11.2008 kl. 03:51
Þetta er nú ekki rétt hjá Jóni Gunnari Bjarkan því Englandsbanki er ennþá við bestu heilsu. Það sem gerðist var að Seðlabankar Evrópu brugðust þeim loforðum sem þeir voru búnir að gefa Bretum í EMS samvinunni 1992. Þeir komu ekki breska pundinu til hjálpar eins og þeir voru búnir að lofa. Enda hefðu þeir ekki haft vöðva til þess. Seðlabanki ESB er getulaus þegar að aðgerðum í markaði kemur. Þeir reyndu að bjarga evru í stóra gengisfallinu 2000-2001 en þá féll evran svipað og íslenska krónan var fallin fram að hruni íslensku bankann innan í ESB. Seðlabankar geta ekki bjargað myntum frá falli, sama hversu stórir þeir eru. Á þessu tímabili gengishruns evru reyndi Evrópski seðlabankinn tvisvar að koma evru til björgunar, en ekkert þýddi. Samt naut ESB aðstoðar bandaríska seðlabankans. Ítalska líran var einnig sprengd út úr EMS samvinnunni. Sama skeði með finnska markið, sænsku krónuna og norsku króuna
Ég leyfi mér að minna klístra hér inn smá pistli um fall evrunnar Héðan
Ónýtir gjaldmiðlar
Árið er 2000 og nú er það evran sem er "ónýtur" gjaldmiðill því evran hefur fallið um 30% gagnvart dollara.
Sérfræðingur: Ben Strauss gjaldeyrissérfræðingur hjá Bank Julius Baer í New York: "stemmingin er algerlega neikvæð. Enginn vill eiga neina evrópska gjaldmiðla".
Almenningur á evru-svæðinu: "þetta er handónýtur gjaldmiðill. Við hefðum aldrei átt að taka þátt í þessu evru-rugli".
Danir: þetta evru-drasl er að draga dönsku krónuna niður til helvítis. Hvar endar þetta, ég spyr bara".
Tik tak tik tak - núna er komið árið 2008 og nú er það dollarinn sem er algera-draslið því hann hefur fallið svo mikið gagnvart evru.
Sérfræðingar: dollarinn er of lágur og evran er of há.
Almenningur í Evrópu: dollarinn er svo ódýr að við höldum sumarfríið í Ameríku, og við pöntum tölvurnar okkar beint frá Ameríku. "Mundu að láta Mette kaupa fimm iPhones, þeir kosta ekki neitt þarna yfir hjá þeim".
Íslendingar: Íslenska krónan er svo mikið drasl að við verðum að fá evru eða bara eitthvað annað.
Allt í einu er það, sem fyrir einungis 7 árum var kallað "draslið frá Evrópu", orðið að musteri allra lausna - gullna hliðið blasir nú við. Þetta getur ekki gengið nógu hratt fyrir sig. Gerum eitthvað, bara eitthvað, strax !
Núna er draslið sem sagt flutt yfir til Ameríku - það er að segja - allir halda það, og þeir halda einnig að draslið verði þar áfram að eilífu. En því miður kæru Íslendingar - dollarinn er kominn á kreik á ný, og já, jafnvel þó svo að stýrivextir hjá ECB séu miklu hærri en hjá honum þyrlu-Ben Bernanke í henni Ameríku. Núna mun það ske að draslið mun fara á hreyfingu aftur. Það mun fljóta á móti straumnum, á móti peningastraumnum.
En hvoru draslinu viljið þið halda kæru Íslendingar? Draslinu frá Þýskalandi eða draslinu frá Ameríku? En hvað með að halda bara fast í ykkar eigið drasl? Er það ekki gáfulegra? Að halda fast í þetta drasl sem er þarna mitt á milli himnaríkis og helvítis, þarna úti í miðju Atlantshafinu? Bland beggja vega?
Sjálfur held ég að það væri það lang gáfulegasta sem hægt sé að gera, og einnig það einfaldasta og það langsamlega besta fyrir Ísland og fyrir framtíðar efnahag ykkar, barna ykkar og barnabarna ykkar. Að halda áfram fast í eigið drasl
Gunnar Rögnvaldsson, 8.11.2008 kl. 10:58
Þið þarna Eddu Rósar Fan; Var það ekki Edda Rós sem sagði að krónan myndi styrkjast með haustinu??? BULLSHIT það sem hefur komið út úr trantinum á þessum greiningardeildar séníum!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 11:33
Almenningur í Evrópu: dollarinn er svo ódýr að við höldum sumarfríið í Ameríku, og við pöntum tölvurnar okkar beint frá Ameríku. "Mundu að láta Mette kaupa fimm iPhones, þeir kosta ekki neitt þarna yfir hjá þeim". Ef þetta er rétt þá er ástandið nú aldeilis betra á evrusvæðinu en í USA.
Og afhverju heldurðu nú að dollarinn sé svo lár, það hefur enginn trú á honum. Krónan hrundi þegar enginn hafði trú á okkur heldur. Dollarinn er ekkert að fara rísa aftur, þú veist jafnvel og ég Gunnar að þessi svokallaði hagvöxtur í Bandaríkjunum er falsaður eins og við höfum áður rætt með skökkum verðbólgutölum.
Kaninn á ekkert nema skuldir, og hann tók ekki skuldirnar til að kaupa eignir eða byggja upp iðnað, hann eyddi skuldunum í ofneyslu. Alveg nákvæmlega eins og á Íslandi þá bjó Ameríkaninn yfir gervi góðæri, eignir sem hann átti var í hlutabréfum og fasteignum sem eru nú minna virði skuldirnar. USA á ekki einu sinni peninginn til að kaupa þennan handónýta lánapakka af bönkunum sínum fyrir almannafé, það kemur að láni erlendis frá. Nú er kominn hótun frá Kína að þeir muni selja alla dollarana og hætta að versla á Wall Street.
Sérfræðingar: dollarinn er of lágur og evran er of há. Whaaaaaaat? Dollarinn er alltof hátt verðlagður en ekki of lágt verðlagður. Vinur þinn Marc Faber reiknar með að hann eigi eftir að fara miklu neðar því enginn vilji líta við þessu fyrirbæri. Peter Shiffer sem spáði reyndar hruninu í bandaríkjunum árið 2006 alveg nákvæmlega eins og hefur komið fram, sjá hérna: http://ie.youtube.com/watch?v=2wMAkpMa4-o
Hann er að hnakkrífast við fíflið Laffer sem kom hérna til Íslands fyrir tveim árum sem hélt nú aldeilis á þeim tíma að Íslenski efnahagurinn væri uber heilbrigður eins og Ameríski markaðurinn.
Þessi Shiffer snertir ekki við Ameríska markaðnum núna í dag og varar alla við að koma nálægt þeim markaði, og lán til þeirra sé í raun gjöf því USA eigi ekki pening til að greiða til baka.
Jón Gunnar Bjarkan, 8.11.2008 kl. 13:25
"Það sem gerðist var að Seðlabankar Evrópu brugðust þeim loforðum sem þeir voru búnir að gefa Bretum í EMS samvinunni 1992. Þeir komu ekki breska pundinu til hjálpar eins og þeir voru búnir að lofa" Oh, litla enska pundið fékk ekki hjálp frá stóra bróðir Evru.
"Árið er 2000 og nú er það evran sem er "ónýtur" gjaldmiðill því evran hefur fallið um 30% gagnvart dollara. " Hvað var Evran gömul á þessu tímabili, eins árs gömul. Rétt byrjað að móta hana, nú er skútan byrjuð að sigla og Evran nýtur mun meira trausts hjá fjárfestum.
Jón Gunnar Bjarkan, 8.11.2008 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.