Framsókn í sjálfseyðingarham?

Púkinn hefur kosið eitt og annað gegnum tíðina, en aldrei Framsókn - hann er í raun andvígur flestu því sem sá flokkur stendur fyrir.  Því er ekki laust við að ofurlítið púkalegt bros læðist fram þegar framsóknamönnum tekst á svona snilldarlegan hátt að opinbera þá bullandi óeiningu og sundrungu sem kraumar innan flokksins.

Púkinn ætlar að sjálfsögðu ekki að taka afstöðu til þess hvort Bjarni eigi að segja af sér eða ekki - reyndar býst hann frekar við því að þetta sé nú ekki í fyrsta sinn sem þingmenn skjóta hvern annan í bakið í skjóli nafnleyndar, þannig að Bjarni er sjálfsagt ekkert verri en margir aðrir.

Það sem er kannski dapurlegast við þetta er að það skiptir nánast engu máli hvaða þingmaður hefði gert svona - það hefði ekki komið neinum á óvart - væntingar fólks til siðferðis þingmanna eru það lágar.

Púkinn vill að sjálfsögðu minna á það í lokin að hann kennir Framsókn um stóran hluta þeirra vandamála sem nú herja á íslenskt þjóðfélag - Framsókn ber stóran hluta ábyrgðarinnar á einkavæðingu bankanna og einnig á einnig á lánahlutfallshækkun Íbúðalánasjóðs, sem orsakaði meiri vandamál en flestir gera sér grein fyrir.


mbl.is Bjarni íhugi stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband