Yfirvofandi skattahækkanir

Burtséð frá öllum hugleiðingum um IMF-lán, Evrópusambandsumræðu og annað slíkt, þá er ljóst að næstu árin verður að reyna að viðhalda jákvæðum jöfnuði á fjárlögum.  Ríkið má ekki eyða meiru en það aflar.

Það eru engar sársaukalausar leiðir færar til að ná því marki.  Annað hvort verður að skera niður útgjöld eða hækka skatta.  Það er að sjálfsögðu ljóst að einhver útgjöld verða skorin niður - Púkinn býst t.d. við stærri vega- og gangnaframkvæmdum sem ekki eru þegar hafnar verði frestað um nokkur ár.

Það er einnig ljóst að öllum fyrirhuguðum skattalækkunum verður slegið á frest um óákveðinn tíma.

Stóra spurningin er hins vegar hvort skattar verði hækkaðir.  Almennar skattahækkanir fengju væntanlega frekar dræmar undirtektir, þannig að Púkinn býst helst við að sjá endurupptöku sérstaks hátekjuskatts og "lúxusvörugjalda" á tilteknar tegundir af innfluttum vörum.

Einhverjir munu leggja til hækkun fjármagnstekjuskatts, en það væri ákaflega heimskuleg aðgerð að mati Púkans.

Eru einhverjir aðrir valkostir í stöðunni?


mbl.is Skattpíning mest í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Birgisson

Þú spyrð "Eru einhverjir aðrir valkostir í stöðunni? "

Já...sjá hér: http://magnusbir.blog.is/blog/magnusbir/entry/707417/

Magnús Birgisson, 11.11.2008 kl. 14:52

2 Smámynd: Púkinn

Þetta hefur bara ekkert með fjárlagahallann að gera.

Púkinn, 11.11.2008 kl. 15:06

3 Smámynd: Maelstrom

Af hverju má ríkið ekki eyða meiru en það aflar?  Það er einmitt í kreppu sem ríkið á að eyða meiru en það aflar.  Í góðæri á að greiða niður skuldir og minnka umsvið ríkisins.  Í kreppu á ríkið að eyða til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi.

Maelstrom, 11.11.2008 kl. 23:19

4 Smámynd: Púkinn

Umframeyðsluna þarf að fjármagna á einn af 3 vegum:

Ganga á sjóði (sem ekki eru til),  taka (erlend) neyslulán, eða rýra verðgildi gjaldmiðilsins (seðlaprentun, sem jafngildir verðbólgu).  Hvaða aðferð má bjóða þér?

Púkinn, 12.11.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband