Björgum eigin skinni - skítt með þjóðina!

Samkvæmt þessu ættu ráðamenn þjóðarinnar að hafa gert sér ljóst strax í febrúar að veruleg hætta var á hruni bankakerfisins - og að sjálfsögðu reyndu þeir að tryggja sig og sína.

Það væri forvitnilegt að sjá hversu margir af þeim sem höfðu vitneskju um þessa skýrslu gripu til þess ráðs að færa hlutabréf og skuldir vegna þeirra yfir í einkahlutafélög, nú eða að færa sinn sparnað yfir í gjaldeyri eða ríkistryggð bréf.

Í raun myndi Púkinn vilja sjá lla ráðamenn þjóðarinnar gera nákvæma grein fyrir sinni eignastöðu og eignabreytingum á þessu ári.   Ætli það hafi ekki einhverjir hugsað fyrst og fremst um sjálfa sig - skítt með þjóðina.


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það þarf að koma þessu fólki frá.

Héðinn Björnsson, 18.11.2008 kl. 12:42

2 identicon

Já það þarf virkilega að rannsaka þetta lið! margt ljótt á eftir að koma í ljós.......

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:55

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er alls staðar sami söngurinn um að það þurfi að rannsaka eitt og annað..en málið er að það er ekki verið að rannska neitt enn sem komið er...mörgum vikum eftir hrun bankanna og svo sitja menn og halda áfram að redda sér og sínum og moka yfir allan skítinn.  þAÐ ER LÖNGU LJÓST AÐ ÞEIM ER SKÍTSAMA UM OKKUR..sjáið t.d fáránlega afgreiðslu svokallaðra neyðarlána til námsmannanna. Þorgerður Katrín getur ekki gert upp við sig hvað flokkast sem raunveruleg neyð. Hún hvorki skilur né veit um hvað hugtakið snýst.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.11.2008 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband