Gjaldeyrir inn í landið...eða hvað?

Einhverjir virða halda að bílaútflutningur þýði að gjaldeyrir muni streyma inn í landið, en málið er ekki svo einfalt.

Þeir erlendu aðilar sem eru að kaupa bílana eru ekki að þessu í neinu góðgerðarskyni við Íslendinga.  Það sem þeir munu að sjálfsögðu gera er að kaupa krónur erlendis á því gengi sem er í gildi þar (í dag 245 kr/evra - sjá þennan hlekk) og senda þær krónur hingað.

Þetta kemur að sjálfsögðu mun betur út fyrir þá en ef þeir væru að borga í evrum, miðað við það gervigengi sem er haldið uppi hér á landi þessa dagana.

Sama á við um annan útflutning - auðvitað vilja menn frekar fá 245 krónur fyrir hverja evru og koma með krónurnar heim, heldur en að koma með evrurnar heim og fá 175 krónur fyrir hana.  Núverandi ástand er óttalegur skrípaleikur, en því ætti nú að linna þegar krónan verður sett aftur á flot og "innlent" og "erlent" gengi á henni verður eitt og hið sama.


mbl.is 5000 bílar úr landi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Setja á neyðarlög, þar sem öllum útflutningsfyrirtækjum verður gert skylt að skila gjaldeyrinum til seðlabankans

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 21.11.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Þorsteinn, virkar ekki ef fyrirtækin fá ekki gjaldeyri heldur krónur. 

En þetta er svosem ekkert nýtt, það eru ekki áratugir síðan maður fékk ömurlegt gengi ef maður skipti úti - man eftir fyrir svona 8 árum að ég þurfti að skipta einhverjum krónum í Færeyjum, að gengið var taaaalsvert verra en það sem ég skipti áður en ég fór að heiman...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.11.2008 kl. 23:36

3 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Hildigunnur,

Ég er að tala um útflutningsfyrirtæki ekki innflutningsfyrirtæki.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 22.11.2008 kl. 00:20

4 Smámynd: Púkinn

Það er bara barnalegt að halda að þannig lög séu raunhæf.

Púkinn, 22.11.2008 kl. 09:14

5 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Það er jafn barnalegt að halda að hægt sé að setja krónuna á flot, ég setti þessa yfirborðskenndu færslu inn hjá þér þar sem slíkar færslur fá aðeins umræðu á blogginu,

Ég er alveg sammála þér að slík lagasetning er andstæð reglum EES en gæti reynst nauðsynleg engu að síður til að fá styrk í gengið þegar það verður sett á flot.

En fyrir slíkum aðgerðum er hægt að fá undanþágur ef almannaheill er ógnað.

Hver sem lagaarmurinn er, fæst ekki styrkur í Íslensku krónuna, nema allur gjaldeyrir fyrir selda vöru komi til landsins.

Þú veist að henni verður ekki haldið uppi í þetta skiptið með erlendum lánum. !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 22.11.2008 kl. 16:30

6 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Það er jafn barnalegt að halda að hægt sé að setja krónuna á flot, ég setti þessa barnalegu færslu inn hjá mér þar sem slíkar færslur fá aðeins umræðu á blogginu,

Ég er alveg sammála þér að slík lagasetning er andstæð reglum EES en gæti reynst nauðsynleg engu að síður til að fá styrk í gengið þegar það verður sett á flot.

En fyrir slíkum aðgerðum er hægt að fá undanþágur ef almannaheill er ógnað.

Hver sem lagaarmurinn er, fæst ekki styrkur í Íslensku krónuna, nema allur gjaldeyrir fyrir selda vöru komi til landsins.

Þú veist að henni verður ekki haldið uppi í þetta skiptið með erlendum lánum. !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 22.11.2008 kl. 16:34

7 identicon

Ég tel að krónan verði ekki sett á flot fyrr en búið er að ganga frá því hver aðkoma erlendra kröfuhafa gömlu bankana verður að leifum þeirra.

Þegar það verður svo gert verður það gert án þess að tilkynna um það nokkur staðar opinberlega og að auki verða töluverðar hömlur á því hversu mikill peningur getur farið úr landi og þá sérstaklega hverjir það eru sem eru að fara með pening úr landi.

Stórir aðilar á þessum markaði verða sennilega að bíða í allt að einhver ár áður en þeir geta verið að fullu farnir.

Þetta verður gert svona, að mínu mati, til að milda sjokkið og auka möguleikann á því að krónan styrkist fljótlega frá því sem nú er. Það er eini möguleikinn til að ráða eitthvað við verðbólguna þ.e. gengisstyrking.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband