Skríll að skemma fyrir málstað mótmælenda

Púkinn er ekki sáttur við Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið, stjórnvöld og ýmsa aðra aðila í þjóðfélaginu og telur fulla þörf á því að hreinsa út og fá hæft fólk til starfa.

Skrílslæti eru hins vegar ekki réttaleiðin til þess. 

Það fólk sem braust inn í lögreglustöðina varð sjálfu sér til háborinnar skammar, en það sem verra er - það stórskemmdi fyrir málstað mótmælenda.

Svona hegðun leiðir eingöngu til þess að stjórnvöld geta afskrifað aðgerðirnar sem "skrílslæti" og staðið fast á því að taka ekkert mark á þeim.

 


mbl.is Var ekki látinn vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

iss og piss .. yfirvöld eru að gera á sig.. og það hefði verið hægðarleikur að komast hjá þessum látum.. en hrokinn stoppaði það eins og vanalega.

Óskar Þorkelsson, 23.11.2008 kl. 20:54

2 identicon

Ég held að þetta séu óþarfar áhyggjur.  Fólk gerir sér grein fyrir að A er A og B er B.  Nákvæmlega eins og þú og ég.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:00

3 identicon

ég var á staðnum

það var lögreglan sem varð sér til skammar

er það ekki það sem þú verst að reyna að segja

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:10

4 identicon

Þessi læti við lögreglustöðina voru ekki tengd mótmælunum við Austurvöll.

Vissulega er hægt að hafa stórar áhyggjur af því hvernig málin eru að þróast. Raunverulegt atvinnuleysi er varla byrjað, hvernig verður þetta þegar fjöldi fólks hefur ekkert að gera annað en standa í óeirðum?

Síðan verður lögreglan að standa löglega að handtökum á fólki. Það var ekki í þessu tilfelli.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:23

5 identicon

Þú ert þá að tala um lögreglu og yfirvöld... er það ekki púki?

Það voru jú þeir sem skvettu olíu á eldinn í þessu tilviki, ekki satt

DoctorE (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:37

6 Smámynd: Púkinn

Málið er að lögreglan stóð afskaplega aulalega að málinu, en með æsingi og látum tókst mótmælendum að láta líta út eins og þeir væru vandamálið - ekki þeir aðilar hjá yfirvöldum sem klúðruðu hlutunum.

Þetta flokkast víst undir að láta vopnin snúast í höndunum á sér.

Púkinn, 24.11.2008 kl. 10:11

7 Smámynd: Jahá

Nákvæmlega
Fjöldi fólks að láta mynda sig með trjádrumb (sem var nú samt frekar spaugilegt, sveitadurgar ráðast á lögreglustöð með spýtu) og kvarta síðan yfir piparúðanum sem þau fengu í kaupbæti.  Allt löggunni að kenna.  Rúðubrot og skrílslæti, það er ekki rétta leiðin.

Hvort sem mistökin voru lögreglunnar eða ekki, þá endaði þetta að snúast um mótmælendur og asnaskap þeirra.  

Bravó !

Jahá, 24.11.2008 kl. 11:11

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er hætt við að fólk mæti ekki óvopnað næst! Auðmenn og ríkisstjórn þeirra eru að hefja borgarastríð um eigurnar í þessu landi og því verður svarað af fjöldanum. Það væri ákjósanlegt ef stjórnvöld mundu stíga til hliðar af sjálfsdáðum svo við gætum kosið okkur fulltrúa sem gætu varið eigur okkar gegn ásælni auðmanna sem ætla að láta okkur borga brúsan fyrir skuldir þeirra. Það fer hinsvegar að teljast fullreynt að takist að finna friðsamlega lausn á þessarri deilu. Stríðið sem er framundan er ekki ákjósanlegt en ég efast stórlega um að hjá því verði komist. Þegar ráðist er að heimili mans býður maður ekki hinn vangann heldur ver það með öllum tiltækum ráðum. Hluti af því er að verja bandmenn sína frá því að þurfa að eiga við auðmennina og ríkisvaldið þeirra eitt og yfirgefið. Það er fólkið fyrir utan lögreglustöðina sem ég treysti á sem mína bandamenn þegar kemur að því að verja mig fyrir útburði og gjaldþrotaskiftum ekki fólkið inni í stöðinni. Hvern ætlar þú að treysta á?

Héðinn Björnsson, 24.11.2008 kl. 11:18

9 Smámynd: Púkinn

Hvern ætla ég að treysta á?

Ekki lýðskrumara sem hafa ekkert málefnalegt fram að færa.

Ekki þá sem halda að það að koma núverandi stjórnvöldum frá leysi allan vanda.

Ekki hálfvita sem boða byltingu, en hafa ekkert fram að færa til að leysa vandamálin.

Púkinn, 24.11.2008 kl. 11:56

10 Smámynd: Kebblari

Þetta var mjög dapurlegt. Alveg eins og þegar atvinnubílstjórar mótmæltu með því að loka götunum, eða verra jafnvel. Ráðast á okkar eigin byggingar og starfsfólk til að mótmæla einhverju sem allt aðrir eiga sök á. Þetta er bara kjánalegt, lögreglumennirnir eru alveg jafnreiðir bankamönnum eins og fólkið sem er að mótmæla, þeir myndu standa með fólkinu og mótmæla með því ef það hefði ekki þessu lögregluhlutverki að gegna.

Asnalegt líka að mótmæla stjórnvöldum á meðan að sökudólgarnir semja varnafréttir fyrir sig í sína eigin fjölmiðla.

Maður fær líka svona aulahroll þegar maður hugsar til þess að maður sjálfur pínu fagnaði því að forsetinn hafnaði fjölmiðlafrumvarpinu. Núna sér maður að auðmenn léku sér að forsetanum og okkur og beittu forsetanum fyrri sig, svo þeir fengju lengri frest á því að leika sér með peninga þjóðarinnar.

Kebblari, 24.11.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband