Of mikið - of hratt

Púkinn fær ekki alveg séð að innistæða sé fyrir þessari miklu og hröðu styrkingu krónunnar.  Hún er auðvitað eðlileg miðað við að öllum er leyft að selja gjaldeyri en aðeins útvöldum er leyft að kaupa hann.

Það er auðvelt að hækka gengið á þennan hátt - bankarnir geta selt hver öðrum gjaldeyri á víxl og meðan þeir ráða því hverir aðrir fá að kaupa er auðvitað auðvelt fyrir þá að hækka gengið.  Hærra gengi krónunnar hentar bönkunum að sjálfsögðu vel sem stendur, því gjaldeyrissjóðir þeirra eru orðnir frekar ræfilslegir.

Vandamálið er bara að gengi krónunnar er ekki stýrt af framboði of eftirspurn - ekki fyrr en þeir geta keypt gjaldeyri sem vilja er merkingarlaust að tala um að krónan hafi verið sett á flot.

Þessi hækkun í gær og dag er að mati Púkans of mikil og of hröð - það er engin innistæða fyrir henni.


mbl.is Krónan styrkist áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Skelfing geta menn verið neikvæðir.

Ragnar Gunnlaugsson, 5.12.2008 kl. 11:55

2 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Ónefnt aðflutningsfyrirtæki sem flytur inn matvæli hefur ekki fengið aðgang að gjaldeyri og er því uppiskroppa með sumar vörutegundir.  Ég vona að þessi aðgerð hafi víkkað hringinn nóg til að ég geti fengið á ný nauðsynjavöru.

Árni Steingrímur Sigurðsson, 5.12.2008 kl. 18:22

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

já, ég er ansi hreint hrædd um að þú hafir rétt fyrir þér, Púki sæll :(

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.12.2008 kl. 18:54

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég var einmitt að hugsa á þezzum nótum, hvað eiginlega gæti valdið styrkíngu krónunnar svo snart.  Handafl ?

Steingrímur Helgason, 5.12.2008 kl. 22:31

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

"Vandamálið er bara að gengi krónunnar er ekki stýrt af framboði of eftirspurn - ekki fyrr en þeir geta keypt gjaldeyri sem vilja er merkingarlaust að tala um að krónan hafi verið sett á flot."...nákvæmlega það sem ég hræðist Púki!  Vil ekki fagna og snemma, hef fengið nóg af BLEKKINGUM!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.12.2008 kl. 01:51

6 Smámynd: Kebblari

Þessi styrking er snilld, ég er farinn að skoða nýja Pallbíla til kaups á meðan krónan er svona "sterk"!

Kebblari, 6.12.2008 kl. 08:24

7 Smámynd: Einar Jón

Gervigengi er rétta orðið. Ég "keypti gjaldeyri" úr hraðbanka hér á Indlandi seint á föstudaginn, til að græða á gengislækkuninni.

Gengið sem ég fékk var yfir 3kr/rúpíu sem er sögulegt hámark - þó það ætti að hafa lækkað úr 2,9 í 2,4 síðustu daga.

Einar Jón, 6.12.2008 kl. 20:56

8 Smámynd: Íslendingur

Sammála þér. Gengishækkunin kemur sér að sjálfsögðu vel fyrir heimilinn og þá sem datt til hugar að taka há lán í erlendri mynt. En hækkunin er að sjálfsögðu tilbúin, það væri meira en lítið skrýtið ef þetta hefði farið á annan veg þrátt fyrir allar takmarkanirnar á seldum Krónum. Þetta er gott gerviástand, en menn meiga ekki falla í gryfjur vegna þess.

Íslendingur, 8.12.2008 kl. 23:29

9 identicon

Þetta fastgengi hentar íhaldinu, afturhaldinu.  Það róar lýðinn sem sér loks rofa smá til.  Smá stund milli stríða.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 00:24

10 Smámynd: Karl Ólafsson

Auðvitað ætti hver maður að sjá að þetta gengi er ekki tilkomið á frjálsum markaði. Málið er að það er búið að segja við útflytjendur: "Komið með gjaldeyrinn ykkar hingað heim, eða ykkur verður stungið í fangelsi!" og svo fá þeir allt í einu færri krónur fyrir gjaldeyrinn en þeir hefðu fengið fyrir viku síðan. Þetta er náttúrulega ein leiðin til að byggja upp smá forða á tiltölulega ódýran hátt og gefa pínulítinn vonaryl til pöpulsins. Spurningin er og verður enn um sinn hvenær óþolinmóða fjármagninu verður hleypt úr landi og hvað verður um gengið þá?

Karl Ólafsson, 11.12.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband