Þriðjudagur, 9. desember 2008
Óhæfur ráðherra
Þegar viðskiptaráðherra segist ekki hafa vitað af KPMG og Glitni eru aðeins tveir möguleikar í stöðunni.
Annað hvort er maðurinn að ljúga eða hann veldur ekki starfi sínu.
Niðurstaðan er hins vegar ein og hin sama í báðum tilvikum - hann ætti að segja af sér. Ef hér á Íslandi væri vottur að heiðarleika í stjórnkerfinu væri hann búinn að því, en miðað við hvernig kaupin gerast á eyrinni mun hann að sjálfsögðu sitja sem fastast.
(Fjármálaráðherra, stjórn Seðlabankans og yfirmenn Fjármálaeftirlitsins ættu að vísu að fjúka líka, en að hluta til af öðrum ástæðum)
![]() |
Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Hann situr að öllum líkindum sem fastast því við búum jú í bananalýðveldi :(
Sigurbjörg, 9.12.2008 kl. 22:07
Menn segja ekki af sér á Íslandi - punktur. Sem segir náttúrlega sína sögu af spillingu og séríslensri sérhlífni.
, 9.12.2008 kl. 23:02
Það er rétt hjá þér - en þeir ætla að komst upp með hvítþvottabækur og sömu trixin og í aðdragandanum - tala stórt en gera fátt nema bjarga hinum hugumstóru (viðhalda bankaleynd) og þegja svo allir í samstilltum kór - meðan enginn bendir fingri, þá eru þeir öruggir. Þeim meira að segja tókst að halda stillingu sinni þegar Davíð benti fingrum í allar áttir.
Ég vil sjá stjórnanda Púkans með anarkistaungmennunum í aðgerðum sínum, og fleiri fullorðna, ábyrga einstaklinga sem ganga fram (einnig með fótum sínum) og krefjast ábyrgðar af okkar kjörnu fulltrúum, jafnt sem embættismönnum.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:34
Það hefur komið fram að frétt Helga Seljan í Kastljósi var röng, ráðherrann vissi um rannsókn KPMG á Glitni en hins vegar virðist hann ekki hafa vitað um þessi hagsmunatengsl að sögn sem er ekki alveg sama mál þótt skylt sé.
Skarfurinn, 10.12.2008 kl. 13:34
Ráðherrann fær plús fyrir að neita að selja KB Lux nema skattrannsóknastjóri fái öll nauðsynleg gögn.
Kebblari, 10.12.2008 kl. 16:03
Myndi það ekki spara mikinn tíma ef ráðherrann myndi bara skrifa niður allt sem hann vissi um bankahrunið, í stað þess að vera með endalausar fréttir um allt sem hann vissi ekki?
Það kæmist örugglega á A4 blað, svo hann gæti prentað það aftan á uppsagnarbréfið sitt til að spara pappír.
Einar Jón, 12.12.2008 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.