Atvinnuleysi ... en á sama tíma finna sum fyrirtæki ekki starfsmenn

Á sama tíma og verulegt atvinnuleysi er í sumum starfsgreinum eru aðrar greinar þar sem skortur er á menntuðu fólki og íslensk fyrirtæki þurfa að leita erlendis eftir hæfum starfsmönnum.

Einhverjir horfa til framkvæmda í Helguvík og vona að mörg störf muni skapast þar, en Púkinn getur nú ekki að því gert, miðað við reynsluna frá Reyðarfirði, að hann veltir fyrir sér hversu mörg þeirra starfa munu bjóðast þeim sem nú eru á atvinnulausir á Íslandi .. . ætli erlendir láglaunaþrælar muni ekki vinna dágóðan hluta starfanna.

Ástandið er slæmt í byggingageiranum, enda voru umsvifin þar komin langt út fyrir öll velsæmismörk og alveg óhætt að slaka verulega á þar í nokkur ár, en uppsagnir og samdráttur snerta margar starfsgreinar og þeir eru margir, nýútskrifuðu viðskiptafræðingarnir og aðrir sem leita að störfum í samræmi við sína menntun, en koma alls staðar að lokuðum dyrum.

Inn á milli eru síðan fyrirtæki og greinar þar sem alger skortur er á menntuðu hæfu fólki hér á landi.


mbl.is Yfir 10 þúsund án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

já það er þetta með viðskiptafræðingana ---

Íslendingar uxu frá því vilja vinna nema sum störf - önnur voru ekki nógu fín - og allir ætluðu að verða milljarðamæringar -

hvað ætli þessi fjöldi 10.000 sé í prósentum? Eða lítur þetta bara betur út í augum "fréttamanna" að setja þetta svona upp?

hér átti samkvæmt úrtöluliðinu að vera 15-20% atvinnuleysi.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.1.2009 kl. 12:25

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

6,1% Ólafur

Axel Þór Kolbeinsson, 8.1.2009 kl. 12:30

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ég leyfði mér einu sinni, fyrir svona tveimur árum eða svo, að krítisera það á bloggi hvað væri svakalega mikil ásókn í nám í ýmiss konar viðskiptafræðum. 

Árásirnar sem ég fékk á mig voru ekki litlar.  Hvers vegna ætti fólk ekki að fara í störfin þar sem það gæti fengið best kaup?  Ekki að ræða það að fólk skildi hvað svona ofþensla á einhverju einu sviði væri hættuleg.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.1.2009 kl. 17:43

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Framkvæmdin á Reyðarfirði og í Helguvík er algjörlega ósamanburðarhæf. Þegar framkvæmdir hófust eystra 2003 og af fullum krafti 2004-5, var þensla á vinnumarkaði og auk þess hefur atvinnuleysi ekki verið vandamál á Reyðarfirði s.l. 20 ár. Margir hafa haldið að álverið hafi átt að leysa atvinnuleysisvandamál en það er vitleysa. Um 1800 manns unnu við byggingu álversins þegar flest var og það var vitað fyrirfram að stór hluti þess vinnuafls yrði útlendingar. Á Mið-Austurlandi bjuggu á þessum tíma um 6-8 þús. manns, svo þetta segir sig sjálft.

Í dag er ástandið allt annað, sérstaklega á Suð-Vesturhorninu. Það verður ekki vandamál að manna störf við framkvæmdir í Helguvík.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.1.2009 kl. 01:45

5 Smámynd: Kebblari

Helguvík á að byggjast mjög hægt upp, núna eru það að mestu Íslendingar sem eru að vinna þarna, starfsmenn ÍAV.

Það sárlega vantar eins og Púkinn nefnir, starfsmenn sem framleiða. Lögfræðingar, viðskiptafræðingar, hagfræðingar og fjármálafræðingar eru allt gott og blessað þannig séð, en þeir þrífast á því að einhverjir framleiða verðmæti. Nú verðum við að fókusera á framleiðsluna.

Kebblari, 10.1.2009 kl. 18:46

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ólafur minn kæri Hrólfsson.  Úrtöluliðið, eins og þú kallar það, hefur nefnt þessa tölu sem möguleika þegar líður á þetta ár. Við erum nefnilega því miður bara rétt að byrja kreppuna hér heima.

Baldvin Jónsson, 11.1.2009 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband