Mánudagur, 26. janúar 2009
Utanþingsstjórn, takk!
Ef hér á landi væru þingmenn sem væri raunverulega annt um hag þjóðarinnar, en hugsuðu ekki bara um eigin hagsmuni og gengi í væntanlegum prófkjörum, þá myndu þeir vilja hæfasta fólkið í stjórn landsins.
Púkinn er þeirrar skoðunar að það sem Ísland þurfi á að halda sé stjórn skipuð hæfustu sérfræðingum á sínum sviðum - ekki stjórn atvinnupólitíkusa sem gegna allt öðrum ráðherraembættum en þeir hafa menntun og hæfileika til að sinna.
Utanþingsstjórn sérfræðinga myndi ekki sitja nema fram til kosninga og verkefni hennar væri að stýra þjóðarskútunni á sem farsælastan hátt þann tíma og taka á fyrirliggjandi vandamálum.
Púkinn treystir nefnilega ekki atvinnustjórnmálamönnum í prófkjörsslag til að gera það sem gera þarf - það er vafasamt að þeir myndu þora að taka nauðsynlegar en sársaukafullar ákvarðanir sem gætu fælt atkvæðin í burtu.
En nei - Púkanum verður tæplega að ósk sinni - hagsmunir flokkanna eru of miklir.
Þingflokksfundir hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Facebook
Athugasemdir
Ef þetta gerist með VG og ISG + framsókn... þá er best að hypja sig af landinu... eða að herða mótmælin upp úr öllu valdi
DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 12:29
Standa þá mótmælinn yfir fram að kreppulokum?
Offari, 26.1.2009 kl. 13:28
Vinstri stjórn merkir að maður þarf að fara að huga að farmiða aðra leið. Ég sé fyrir mér áframhaldandi eyðslusemi ríkisins með tilheyrandi seðlaprentun (ekki er möguleiki á meiri lántöku), til að mæta því verða skattar á allt og alla hækkað til hins ítrasta. Það mun ekki duga til og því verður óðaverðbólga. Nú veit ég að t.d. í heilbrigðiskerfinu er mikil sóun á fjármunum og gríðarlega mikið inni þar til hagræðingar, sér í lagi í upplýsingatækni. Nú verður öllum þeim hugmyndum frestað eða alveg slegnar í burtu. Þar hefur nú þegar verið unnið mikið starf og rétt ný byrjað að koma því í gang sem sú vinna hefur skilað.
Kebblari, 27.1.2009 kl. 09:21
Aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafans takk.
Árni Steingrímur Sigurðsson, 30.1.2009 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.