Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Skuldir Baugs = eignir bankanna
Greiðslustöðvun og mögulegt gjaldþrot Baugs eru alvarlegar fréttir fyrir Ísland. Ástæða þess er sú að stór hluti eigna gömlu bankanna eru einmitt skuldir Baugs og tengdra fyrirtækja.
Menn höfðu vonast til að eignir gömlu bankanna stæðu undir sæmilegum hluta skuldbindinga þeirra, en nú falla risarnir hver af öðrum - þeir geta ekki borgað af lánum sínum og hætt er við að eignirnar yrðu verðlitlar, væru þær seldar núna.
Landsbankinn er í sérlega slæmum málum - þrír af hans stærstu viðskiptavinum eru í slæmum málum og Púkinn er svona að velta fyrir sér hvort nokkrar eignir séu yfirhöfuð eftir sem gætu komið á móti IceSafe skuldbindingunum.
Eins og einhver sagði - ef þú skuldar bankanum 100 milljónir og ert í vanskilum, þá ertu í slæmum málum, en ef þú ert með 100 milljarða í vanskilum þá er það bankinn sem er í vandræðum.
Baugur í greiðslustöðvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einmitt, og ég ráðlegg öllum Íslendingum héreftir að taka eingöngu nokkur hundruð milljarða lán en ekki einhver "smálán" eins og fyrir húsnæði!
Sigurbjörg, 4.2.2009 kl. 10:37
Á ég nokkuð að vera að koma heim í næstu viku?
Billi bilaði, 4.2.2009 kl. 11:02
Billi, það er ca. 8 til 9 stiga frost. Bjart yfir, en kalt. Ákveddu þig bara út frá því....
Einar Indriðason, 4.2.2009 kl. 11:34
Billi þú verður bara að koma heim og framleiða einhverja greiðendur til að borga brúsann. Það er sárt að þurfa að gefa börnum okkar þennan arf. Ég hef aldrei skili hvernig hægt er að ætlast til þess að við borgum skuldir annara.
Offari, 4.2.2009 kl. 14:11
Já, einu sinni var þetta með lánin og bankana brandari...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.2.2009 kl. 17:02
Púki, ég held að þetta sé bara staðfesting á því sem vitað var fyrir: að Baugur væri of skuldsettur og gæti ekki lifað til lengdar. En þeir eiga ágætar eignir inn á milli sem verða seldar fyrir rest upp á móti skuldum, og þá fyrst til að greiða upp í Icesave (sem er forgangskrafa í þrotabú Landsbankans skv. neyðarlögunum). Fréttir dagsins geta flýtt þessu ferli og þurfa ekki að vera vondar í því ljósi.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 5.2.2009 kl. 01:13
Er það ekki bara Gaumur sem á núna ágætar eignir? Einhvernveginn hefur maður á tilfinningunni að Jón Ásgeir sé búin að koma undan góðu bitunum og harmkvein hans núna (með hjákátlega tilvísun í Davíð) sé bara show eitt til að afvegaleiða okkur, jafnvel til að skapa samúð svo hann geti hugsanlega keypt Glitni í fyllingu tímans. Reyndar að því gefnu að Samfylkingin verði við völd þegar bankarnir verða einkavæddi aftur, eða hvað? Eru kannski engin tengst á milli ÓRG, Samfylkingarinnar og Baugs, maður er orðin svo ruglaður í þessum hagsmuna böndum.
Kebblari, 5.2.2009 kl. 05:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.