Hvernig kosningalögin *ættu* að vera

Sú hugmynd að innleiða persónukjör, þótt í takmörkuðum mæli sé, bætir að hluta úr einum af leiðinlegri göllum núverandi fyrirkomulags.

Að geta eingöngu kosið flokka skapar visst vandamál ef þingmaður yfirgefur flokk sinn á miðju kjörtímabili og gengur til liðs við annan flokk.  Siðferðislega er þingmaðurinn að svíkja kjósendur flokksins - þeir kusu ekki hann - þeir kusu flokkinn.

Þar sem þingmenn setja flestir eiginhagsmuni framar siðferði sjá þeir ekkert athugavert við þetta, en að sjálfsögðu væri eðlilegast að þingmaðurinn segði af sér og næsti varaþingmaður flokksins tæki sæti viðkomandi.

Þetta vandamál er hins vegar úr sögunni ef persónukjör verður almenn regla - þá er hægt að segja að kjósendur hafi raunverulega kosið viðkomandi þingmann og kjósi hann að skipta um flokk sé það hans einkamál - hann "á" sína kjósendur, ekki flokkurinn.

Púkanum finnst hins vegar ekki nógu langt gengið. 

Enn betra væri ef hægt væri að kjósa þingmenn beint, án tillit til flokka - þannig gæti kjósandi skipt atkvæði sínu, kosið nokkra menn af hverjum lista - allt eftir því sem honum hugnast.  Atkvæði kjósandans myndu síðan skiptast milli þeirra sem hann kaus - kjósi hann 10 þingmenn fær hver þeirra 1/10 úr atkvæði - kjósi hann 63 fær hver þeirra 1/63 úr atkvæði.

Brotaatkvæði hvers þingmanns væru síðan lögð saman og þeir sem hefðu flest atkvæði á bak við sig teldust rétt kjörnir.  Með þessu fyrirkomulagi væri núverandi kjördæmafyrirkomulag orðið úrelt, enda öll atkvæði jafn mikilvæg hvaðan sem þau kæmu af landinu, þannig að einfalda mætti málið og gera landið að einu kjördæmi.

Svona fyrirkomulag myndi líka eyða því óréttlæti að núverandi kosningalög eru fjandsamleg smáflokkum.  Lögin eru hönnuð til að á alþingi séu 4-5 flokkar.   Smáflokkur með 3.2% stuðning ætti siðferðislegan rétt á 2 þingmönnum, en fær sennilega engan, því hann nær tæplega kjördæmakjörnum manni og vegna 5% reglunnar fær hann ekki uppbótarþingmann.  Fyrrnefnd 5% regla var einmitt set inn í þeim tilgangi aðkoma í veg fyrir að Alþingi fylltist af fulltrúum smáflokka, sem gæti gert stjórnarmyndun erfiðari.  Það eru að hluta gild rök (samanber ástandið á ísraelska þinginu), en sviptir stuðningsmenn smáflokka rétti sínum til að láta í sér heyra.


mbl.is Leggja fram frumvarp um persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Kjörseðill framtíðarinar verður með ca 500 nöfnum og veldu svo þann sema að þér þykir bestur. Flokkapólitíkin er að drepa þetta land og því þarf hún að fara.

Offari, 4.3.2009 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband