Sannleikurinn um Luxemborg

Púkanum þykir nokkuð ljóst að nú sé unnið að því að tryggja að upplýsingar um braskið í Luxemburg komist aldrei í hendur íslenskra yfirvalda eða þeirra sem eiga að rannsaka hvað gerðist í bankahruninu.

Það hefur verið erfitt að fá upplýsingar um skúffufyrirtækin í Luxemborg sem fluttu milljarða úr einum vasa í annan.  Bankinn hefur borið fyrir sig bankaleynd, en nú stendur til að selja útibúið.

 Halló....er enginn vakandi!

Dettur einhverjum hugsandi manni í hug að auðveldara verði að fá upplýsingar um hvað átti sér stað eftir að sú sala er um garð gengin og útibúið komið í hendur Lýbíumanna?

Púkanum sýnist nokkuð ljóst að hér sé um að ræða hluta áætlunar sem miði að því að aldrei verði hægt að nálgast þessar upplýsingar.

Fjölmiðlar benda ekki á þennan þátt, heldur er frekar á þeim nótum að hér sé um jákvæðan atburð að ræða. Skrýtið....eða hvað?


mbl.is Einu skrefi nær Kaupþingssölu í Lúxemborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar S Magnússon

Ég er alveg sammála þér, þetta er skelfilegt og það þarf endilega að reyna að koma í veg fyrir þessa sölu.  Ég er nokkuð viss um að flestir Íslendingar væru heldur tilbúnir til að borga það sem fæst fyrir bankan á móti því að þessir djöflar sem komið hafa okkur í þessa stöðu komist undir manna hendur, það er á bak við lás og slá þar sem þeir eiga heima

Ragnar S Magnússon, 6.3.2009 kl. 11:19

2 Smámynd: Offari

´Lúxenborgaryfirvöld vildu ekki aflétta bankaleynd og því óljóst hvort hægt hefði verið að ná þessum upplýsngum. En miðað við hvað margir sýndu áhuga á því að ná þessum banka tel ég nokkuð líklegt að þar hafi trygging á áframhaldandi bankaleynd mestu ráðið.

Offari, 6.3.2009 kl. 14:36

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ekki gleyma að það er ekki gott samband á milli fjármálaeftirlits Lúx og FME. Lúx sakar FME um að gefa sér ekki viðeigandi upplýsingar um stöðu íslensku bankanna fyrir hrunið svo það er varla von að Lúx fari að legga sig í líma við að létta á bankaleynd fyrir FME. Íslensk stjórnvöld geta ekki sett neinn þrýsing á Lúx. Mér raunar skilst að Lúx sé ekki til viðræðu fyrr en Ísland skilar nokkrum miljörðum eða svo sem voru færðir út úr Lúx fyrir hrunið. Að lokum snýst þetta allt um peninga. Ef Ísland vill fá allar upplýsingar frá Lúx þurfa þeir að kaupa bankann og standa undir öllum skuldbindingum hans. Málið er að íslensk stjórnvöld eru ekki tilbúinn til þess enda hafa þau ekki efni á því. Íslenskur veruleiki er ekki hátt skrifaður á meginlandinu um þessar mundir.

Andri Geir Arinbjarnarson, 6.3.2009 kl. 17:06

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Bankinn í Lúxemborg er lykilinn að þeim upplýsingum sem vantar, þetta vita allir!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.3.2009 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband