Stærsta bankarán í sögu Íslands?

bank_robbery_for_dummies.jpgÞegar einhver vesæll dópisti rænir íslenskan banka er hann eltur uppi og lokaður inni.  Þegar menn kaupa sér banka og ræna hann innanfrá eru þeir verðlaunaðir af forsetanum og hylltir sem hetjur árum saman.

Það er auðvitað mjög þægilegt að eiga banka sem getur lánað manni nokkur hundruð milljarða - fyrst og fremst vegna þess að það er lítil hætta á að bankinn segi NEI...og ef eftirlitsstofnanirnar eru nógu vanmáttugar, þá er heldur engin hætta á að þær séu eitthvað að flækjast fyrir.

Nú, svo er bara að koma peningunum úr landi - færa þá úr einu skúffufyrirtæki í annað og láta síðan einhver fyrirtækin fara á hausinn á pappírnum, meðan peningarnir sitja öruggir á reikningum á Caymaneyjum eða einhverjum öðrum góðum stað.

Svo þarf bara að bíða meðan verið er að eyða sönnunargögnum um vafasöm viðskipti - í versta falli bíða þangað til möguleg sakamál eru fyrnd og þá má nota peningana til að kaupa það sem menn vilja á brunaútsölu.

Já, það er munur að vera svona nýmóðins bankaræningi og þurfa ekki einu sinni að skella lambhúshettu á höfuðið.


mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Og alltsaman stimplað í bak og fyrir af "faglegu" eftirliti atvinnupólitíkusa. Það hjálpar líka ef bankinn þinn er verndaður gegn samkeppni innlendis og erlendis frá vegna þess að aðrir eru ekki nógu góðir vinir aðal til að fá leyfi til þess að reka banka í "þínum bæ".

Rúnar Óli Bjarnason, 7.3.2009 kl. 16:46

2 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Flott að þurfa síðan að borga brúsann eftir þetta lið. Íslenska þjóðin á ekki að láta bjóða sér þetta. Hvað er ríkið líka að ausa peningum aftur í þetta? Cayman reikningarnir eiga að borga þetta, ekki ég eða börnin mín.

Að lokum legg ég til að hýðingar á Austurvelli verði teknar upp á ný! 

Ari Kolbeinsson, 7.3.2009 kl. 16:49

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skuldaru milljón ertu þræll bankans.. skuldaru milljarð er bankinn í vanda.. skuldaru nokkurhundruð milljarða þá ertu ekki með nein vandamál..

Óskar Þorkelsson, 7.3.2009 kl. 16:57

4 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Það er ekki hægt annað að segja um þessa menn, þetta eru bölvaðir drullusokkar.

Sölvi Arnar Arnórsson, 7.3.2009 kl. 18:44

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Sorgleg staðreynd að þessir aðilar eru "siðblindir skíthælar" með skítlegt eðli.  Já, margur verður af aurum api.  Ég ítreka bara það sem Lalli Johns sagði um daginn: "Þessir bankamenn koma "óorði á okkur venjulega glæpamenn".  Lalli er góð sál, einstaklingur sem hlaut ekki rétta umönnun af samfélaginu, og enn í dag þarf hann að berjast fyrir leiðréttingu á þeim mistökum sem ríkið stóð fyrir í hans garð, sbr. t.d. Breiðavíkustrákarnir.  Manni þykkir vænt um Lalla, en þessi "bankaræningjar" mega fara "norður & niður" - sorglegir drullusokkar...!

Jakob Þór Haraldsson, 7.3.2009 kl. 20:05

6 Smámynd: Eirikur

"Financial Terrorists".....................??????? 

I really would like to see this Bank try and sue anybody. They don't have a cat in hells chance........!

Eirikur , 8.3.2009 kl. 09:52

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hvað eru stjórnvöld að pæla að frysta ekki eigur og viðskipti þessara manna fyrir mörgum mánuðum.

Þetta er svona frétt sem espir mann til að grípa riffilinn og beina henni að einhverju öðru en niðursuðudósum.

Rúnar Þór Þórarinsson, 8.3.2009 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband