Miðvikudagur, 11. mars 2009
Sumarþing?
Á að kjósa nýtt þing til þess eins að nýkjörnir þingmenn geti farið beint í sumarleyfi, eða á að láta þingið sitja í sumar?
Púkinn er ósammála Steinunni Valdísi um margt, en styður þó góðar hugmyndir, sama hvaðan þær koma - eins og hugmyndina um sumarþing. Þau verkefni sem nú liggja fyrir þinginu eru ærin og því ætti að gera tvennt - rjúfa þing eins seint og lög leyfa fyrir væntanlegar kosningar og halda sumarþing - stytta sumarleyfi þingmanna.
Eins og ástandið er í þjóðfélaginu finnst Púkanum að þingmenn hafi tæplega siðferðislegan rétt á löngu fríi.
Þingrof óákveðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Facebook
Athugasemdir
Sammála. Nógu langt jólafrí tóku þeir sér allavega...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.3.2009 kl. 14:08
2 vikur ættu að duga
Jón Ragnarsson, 11.3.2009 kl. 15:18
Sammála. Stytta þar sumarleyfið svo hægt sé að vinna hraðar að úrbótum í Íslensku samfélagi.
Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 18:23
Þar ratast púkanum satt á munn...
TARA, 11.3.2009 kl. 23:07
Mér finnst að sitjandi þingmenn eigi rétt á ævilöngu fríi - launalaust að sjálfsögðu...
Einar Jón, 12.3.2009 kl. 10:15
Það er nú kannski fulllangt gengið - en hitt er annað mál að þingmenn verða að átta sig á því að þeir sitja í umboði þjóðarinnar - og þeir bera ábyrgð gagnvert henni.
Púkinn, 13.3.2009 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.