Mánudagur, 23. mars 2009
Ein hógvær krafa
Púkinn vill hér með koma með eina litla, hógværa kröfu til þeirra sem útdeila skattpeningum hans til misilla staddra fyrirtækja.
Púkinn vill að ríkið krefjist þess að þau fyrirtæki sem njóta ríkisaðstoðar, hvort sem það eru (sparisjóðir eða önnur fyrirtæki) greiði hvorki arð til hluthafa né bónusgreiðslur til stjórnarmanna fyrr en ríkisaðstoðin hefur verið greidd til baka með vöxtum og verðbótum.
Er þetta til of mikils mælst ?
Uppbygging í stað arðgreiðslna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
hvernig væri að Jóhanna legði til að ríkisstuðningur við Stjórnmálaflokka yrði lagður niður svona til að vera samkvæm sjálfum sér?
Fannar frá Rifi, 23.3.2009 kl. 17:35
Svarið mér því ágætu herrar, hvað er arðgreiðsla???
Arðgreiðsla er ekkert annað en skuld fyrirtækisins við hluthafa þess. Arðgreiðsla er reiknuð út af eigin fé fyrirtækisins en eigið féð kemur inn á kredit hlið bókhaldsins. Hver skyldi vera ástæðan fyrir því? Jú af því að fyrirtækið skuldar eigendum þess eigið féð á hverjum tíma. Ef eigið fé fyrirtækis lækkar, þá hækkar skuldin við eigendurnar en ef að það lækkar þá lækkar skuldin að sama skapi.
Það að banna arðgreiðslur er það sama og að segja öllum fyrirtækjunum í landinu að það eigi ekki að borga skuldirnar sínar. Ef að fyrirtæki eins og t.d. bankarnir eru komin í svo mikil fjárhagsvandræði að það þarf ríkisaðstoð þá er væntanlega ekki mikið eftir að eigin fé, með öðrum orðum arðgreiðslurnar falla sjálfkrafa niður. Það er t.d. enginn eigandi gömlu bankanna sem að hefur krafið þá um arðgreiðslur. Eigið féð er búið og þar af leiðandi arðgreiðslurnar.
Þannig að þessi umræða öll er bara bull. Það er ekki nema fyrirtæki sem að eiga eitthvað eigið fé sem að geta borgað aðrgreiðslur. Arðgreiðslur frá öðrum fyrirtækjum falla sjálfkrafa niður, en þetta vita náttúrulega allir sem að kunna eitthvað örlítið í bókhaldi.
Jóhann Pétur Pétursson, 23.3.2009 kl. 17:48
Mér finnst þetta sjálfsögð, réttlát krafa hvað sem öllum reiknikúnstum Jóhanns Péturs líður. Lífið er ekki bókhald.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.3.2009 kl. 02:30
Það er alveg fullt af liði sem ekki vill eða getur horfst á við hlutina eins og þeir eru, halda dauðahaldi í gamla 'góða' ástandið.
Hvort sem þessi krafa virkar eða ekki, ætti hún einnig að eiga við öll fyrirtæki sem hafa sleppt því að hækka laun samkvæmt kjarasamningum vegna slæmrar stöðu (HB Grandi er einungis eitt þeirra).
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.3.2009 kl. 09:17
@ Jóhann:
Til viðbótar við ágætis skýringu þína á hugmyndafræði arðs vil ég bæta hugmyndafræði um forgang skulda. Fyrirtæki sem fær lánað fé hjá skattgreiðendum þarf að veita þeirri skuld forgang fram yfir arðgreiðslur og árangurstengdar greiðslur stjórnenda fram yfir venjubundin laun. Annars væri hægt að tekjufæra styrkinn í stað þess að færa hann til bókar sem skuld, ekki satt?
Árni Steingrímur Sigurðsson, 24.3.2009 kl. 09:24
Mér finnst kröfur þínar of hógværar Púki. Ég vil bara alls ekkert að skattpeningum okkar sé varið í að verðlauna illa rekin fyrirtæki og refsa um leið þeim sem eru betur rekin. Hvers eiga skynsamlega rekin fjármálafyrirtæki, eins og MP banki og sumir sparsjóðir, að gjalda? Og fjölmörg önnur stór og smá fyrirtæki, sem eiga í samkeppni við fyrirtæki í eigu gömlu bankaskrímslanna?
Stefán Jónsson, 24.3.2009 kl. 14:46
Sammála.
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.