Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Atlögu að flokksveldinu hrundið
Já - það tókst. Með málþófi tókst að koma í veg fyrir að breytingar yrðu gerðar á stjórnarskránni að þessu sinni.
Nú er Púkinn ekki að segja að fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni væru fullkomnar, en þær voru þó spor í rétta átt. Púkinn er til að mynda hlynntur því að allar stjórnarskrárbreytingar séu bornar undir þjóðaratkvæði, en ekki ákvarðar af þingmönnum sem ef til vill eiga annarlegra hagsmuna að gæta - svosem að viðhalda misvægi atkvæða eftir landshlutum og annað í þeim dúr.
Stjórnarskráin er nefnilega of mikilvægt plagg og satt best að segja treystir Púkinn þingmönnum ekki til að breyta henni svo vel sé - og þótt Púkinn sé ósammála Framsóknarmönnum um flest studdi hann nú hugmyndir þeirra um sérstakt stjórnlagaþing.
En - það tókst að koma í veg fyrir að þær hugmyndir næðu fram að ganga, þannig að flokksræðið keypti sér 4 ár í viðbót.
Púkinn er hins vegar að velta því fyrir sér hvort hér hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki unnið orustuna, en tapað stríðinu?
Þegar svona barátta gegn máli sem meirihluti þjóðarinnar styður (skv. skoðanakönnunum) kemur í kjölfarið á því sem lítur út eins og mútur og lyktar eins og mútur, þá er engin furða að fylgið sé á flótta.
Ætli næsti leikur verði ekki að reyna að fá óánægjufylgið til að skila auðu í kosningunum? Frá sjónarhóli sjálfstæðismanna er það illskárra en ef fólk færi að kjósa VG eða Borgarahreyfinguna.
Stjórnarskrárfrumvarpi frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Facebook
Athugasemdir
Hafðu engar áhyggjur floksveldi er að hrynja. Þeirri þróun verður vart snúðið við hér eftir.
Offari, 14.4.2009 kl. 18:59
Þegar Þjóðverjar voru að tapa WW2 brenndu þeir allt á eftir sér???...án nokkurrar hugsunnar!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.4.2009 kl. 19:17
Það er á hreinu eftir uppákomur undanfarinna ára, að ekkert nema stjórnlagaþing mun fá traust sjálfstætt hugsandi fólks til að eiga við stjórnarskrána. Pólitíkusar á þingi munu verða allt of uppteknir við hagsmunagæsluna.
Varðandi áhyggjur af óánægðum sjálfstæðismönnum, - margir munu ekki geta hugsað sér að snúa baki við flokknum sínum (ekki sjálfstætt hugsandi) og geta því lítið annað gert en að sitja heima eða skila auðu.
Svo er bara að halda áfram að DRAGA "allt upp á borðið".
Haraldur Rafn Ingvason, 14.4.2009 kl. 20:11
Hjartanlega sammála.
Arnór Valdimarsson, 14.4.2009 kl. 22:27
"Ætli næsti leikur verði ekki að reyna að fá óánægjufylgið til að skila auðu í kosningunum? Frá sjónarhóli sjálfstæðismanna er það illskárra en ef fólk færi að kjósa VG eða Borgarahreyfinguna."
Alveg örugglega, þar sem autt atkvæði skilar Sjálfstæðisflokknum hærra hlutfalli. Söngurinn er þegar byrjaður (reyndar löngu byrjaður): "Hinir eru sko ekkert betri en við..."
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.4.2009 kl. 22:49
Hinir eru að vísu mis slæmir, en hafa kannski ekki jafn skelfilega sögu á herðunum sem stendur. Það verður bara að gæta þess að halda áfram að berja siðbótina inn í næstu stjórn, hvernig sem hún verður. Til þess má nota ýmis tól...
Haraldur Rafn Ingvason, 14.4.2009 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.