Orsök vandamáls: Of mikið lánsfé ... Lausn vandamáls: Meira lánsfé

Er það bara ég, eða finnst einhverjum öðrum það hljóma skringilega að tala um lánsfé sem lausn vandamála?

Nú er ég ekki bara að vísa til þess að óheftur aðgangur að "ódýru" lánsfé átti stóran þátt í þeim vandræðum sem nú þjaka marga aðila, heldur ekki síður til þeirrar staðreyndar að lán eru...lán.

Þau þarf að borga fyrr eða síðar og lántaka skuldsettra aðila er í raun bara frestun vandamála.

En...kannski er Púkinn bara skrýtinn - Púkinn vill nefnilega ekki taka lán - frekar að spara fyrir hlutum þangað til hann hefur efni á þeim.


mbl.is Aðgangur að lánsfé lausnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Mynd Halldórs skopteiknara Morgunblaðsins segir allt sem segja þarf.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 6.7.2009 kl. 13:42

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Nei þú ert alls ekki einn um það.

Ólafur Eiríksson, 6.7.2009 kl. 13:44

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

"To alcohol! The cause of... and solution to... all of life's problems" - Homer Simpson

Héðinn Björnsson, 6.7.2009 kl. 17:48

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Dittó!

Rúnar Þór Þórarinsson, 6.7.2009 kl. 18:54

5 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Það þarf að taka ráðin af þessu fólki og móta stefnu til uppbyggingar atvinnulífsins.

Þjóðin tekur bara af þeim ráðin og gerir þetta

Árni Björn Guðjónsson, 6.7.2009 kl. 21:36

6 Smámynd: Gúrúinn

Ferlega er þá Púkinn lánlaus. Það er lán í óláni.

Gúrúinn, 9.7.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband