Miðvikudagur, 29. júlí 2009
Barnaleg umræða um Evru á Íslandi
Púkanum finnst ótrúlegt að það skuli enn vera fólk á Íslandi sem trúir því að við getum tekið upp Evruna í náinni framtíð og að það muni verða allra meina bót.
Í því tilefni er ástæða til að ítreka eftirfarandi:
Ef svo fer að Íslendingar gangi í ESB (sem Púkinn vonar að gerist ekki) og við ákveðum að sækja um inngöngu í myntbandalagið of taka upp Evruna, munum við ekki fá neinn afslátt frá þeim skilyrðum sem eru sett.
Við munum þurfa að uppfylla kröfurnar um vaxtastig, gengisstöðugleika og fjárlagahalla - kröfur sem við höfum átt erfitt með að uppfylla hingað til.
Málið er hins vegar það að ef við myndum uppfylla þær kröfur - þá væri efnahagsástandið hér að við þyrftum ekki á Evrunni að halda.
Pólverjar fjarlægjast evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvar eru þeir sem halda því fram að við getum tekið upp evruna í bráð og að hún sé allra meina bót?
Ég veit um marga sem vilja taka upp evruna og telja hana afskaplega góðan kost, enda er hún það, sérstaklega fyrir svo lítið land eins og okkur. En allt þetta þvaður um að ESB og evran séu "galdralausnir" kemur aldrei fram hjá stuðningsmönnum ESB og evrunnar, heldur einungis andstæðingum.
Það þarf ekki að vera galdralausn til að vera langtímalausn. Það þarf ekki að gerast á næstunni til að vera jákvæð þróun. Hvaðan kemur þetta galdralausnar-kjaftæði? Hver er það sem kallar ESB/evruna galdralausn? Hver kallar það skammtímalausn? Allir sem ég hef heyrt tala um það líta á það sem langtímalausn, enda nákvæmlega það sem hún er.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 17:12
Nei. Einmitt ekki. Þvert á móti myndi ég tapaá því. Ég haf ákveðið forskot á keppinauta mína innan ESB núna, vegna reglna um virðisaukaskatt á hugbúnað sem seldur er yfir netið, en innganga í ESB myndi leiða til hækkana á minni vöru og verri samkeppnisstöðu.
Rangt. Ég hef akki vælt undan verðtryggingu eða óstöðugu vaxtastigi, enda snertir það mig ósköp lítið.
En samt hefur okkur aldrei tekist að uppfylla öll þessi skilyrði samtímis - af hverju ætti að vera "lítið mál" að gera það núna?
Púkinn, 29.7.2009 kl. 17:29
Ég hallast að því að besta leiðin út úr þessarri stöðu sem við erum í sé leið Ekvador sem lýsti yfir greiðsluþroti og keypti síðan upp skuldabréf erlendis á 30-35% af nafnverði, sem lækkaði erlenda skuldastöðu landsins um tvo-þríðju. Þó það kosti vaxtaálag til næstu ára að þá er það betra en að halda áfram að hanga í skuldastöðu sem við stöndum engan vegin undir.
Héðinn Björnsson, 29.7.2009 kl. 17:35
"Það ætti ekki að vera mikið mál að uppfylla vaxta, verðbólgu, gengisstöðugleika (ERM II) og fjárlagahallan."
Eins og er þá uppfyllir Ísland engin af þessum skilyrðum! Ef það væri hinsvegar auðvelt að uppfylla þau, þá ætti að vera stutt í að við fáum lága vexti, lága verðbólgu, stöðugan gjaldmiðil og hallalaus fjárlög. Sér einhver fyrir sér að þetta muni gerast á næstunni?
Héðinn: Þetta er góður punktur, það er skárra að borga aðeins hærri vexti af miklu lægri höfuðstóli, þá er það minna sem þarf að borga í heildina þegar upp er staðið.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2009 kl. 17:47
Jón Frímann:
Ef það var hægt að setja verðtryggingu á með lögum, þá er líka hægt að afnema hana með lögum, og þarf hvorki ESB né Evru til þess heldur bara meirihlutavilja Alþingis.
Efnahagslegur stöðugleiki er forsenda fyrir upptöku Evru, en afleiðingin kemur aldrei á undan orsökinni. Nema kannski í heimi þeirra sem vilja trúa því að svart sé hvítt og rétt sé rangt.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2009 kl. 18:31
Grunnvandamálið er ekki verðtryggingin. Vandamálið er óstjórn - heimskulegar ákvarðanir mishæfra pólitíkusa.
Ég sé ekki að það breytist á næstunni
Púkinn, 29.7.2009 kl. 19:34
verðtryggð lán eru bestu lán sem eignalaust eða eignalítið fólk getur fengið á markaði. engin lán eru betri til lengri tíma litið en verðtryggð lán. óverðtryggð lán eru hinsvegar mjög hagstæð efnamiklu fólki. Jón ég efast stórlega að þú berjist fyrir því að kjör stóreignafólks batni á kostnað þeirra sem minna eiga?
Fannar frá Rifi, 29.7.2009 kl. 19:46
Mér finnst alti lagi að ræða um Evruna þó það kunni að þykja barnalegt að við munum geta einhverntíman rekið hagkerfi sem er raunverulega hagkerfi ekki bara eftirlíking.
Ég hef ekkert á móti þykjustuleik fyrst það var hægt að komast upp með hann í öll þessi eftirstríðsár með höftunum, skömmtunum,verðbólgu og verðtryggingum og nú síðast óheftu erlendu lánsfjármagni sem náttúrulega er fáranlegt að við skulum eiga að borga enda erum við bara í þykjustuleik, það vita allir nema þessir idjótar í ESB sem halda að það verði að vera einhver alvara í öllu og meina með því líka. Svona íslendingur einsog ég skilur náttúrulega ekki svona tal enda setjum við bara upp sakleysissvip og segjum 'stikk fri' við erum bara að leika þjóðfélag sem er frjálst, sjálfstætt, lýðræðislegt, óspillt, fullvalda, enda viljum við ekki vera þekkt fyrir annað en víðsýni og hátt menntunarstig þó við meinum ekkert með því.
Við viljum bara góða vinnu og grilla á kvöldin uppí sumarbústað. Og einsog Fannar Rifi segir 'verðtryggð lán eru bestu lán sem eignalaust eða eignalítið fólk getur fengið á markaði' þetta ernáttúrulega bara allt í plati, menn eru áskrifendur að láni til 40 ára ef þeir lifa svo lengi. Sjóðirnir sem eiga lánin í raun og veru geta veðsett þau áfram fyrir alvöru útlenska peninga ekkert krónu kjaftæði þar. Alveg sammála púkanum: Evran er bara fyrir lúsera.
Gísli Ingvarsson, 29.7.2009 kl. 21:45
Öll myntkerfi sem hafa verið innlimuð í evrusambandið hingað til hafa farið þangað með mjög miklum myntafslætti og hrynjandi gengi krónunnar (þó nánast sé bannað að selja hana) segir fyrir um það.
Baldur Fjölnisson, 29.7.2009 kl. 22:05
Það sem þú gerir með þessari færslu er að uppljóstra um hversu barnalegan afstöðu þú hefur til evrunar. Veistu að það kostar okkur almenning 228 miljarða á ári að halda uppi þessari krónu og þá er ég að tala um þegar allt er í lagi?
Þið þröngsýnu eruð svo úti á þekju varðandi þessi mál að sætir undrun.
Þið hér að ofan sem viljið vera utan ESB og hanga á þessari ónýtu krónu, út af hverju takið þið ekki afstöðu til ESB út frá því hvort það komi ykkur vel eða ekki? Kvótagreifinn tekur afstöðu til ESB út frá því sem er best fyrir hann, óðalsbóndinn tekur afstöðu út frá því sem er best fyrir hann. Hvað með þig, langar þig að borga húsnæðislánið þitt 10 falt til baka, eða rúmlega einu sinni til baka? Hættum þessu bulli að láta einhverja sérhagsmunasambönd teyma okkur út í stuðning við örfáa aðila, tökum bara afstöðu til ESB út frá því sem kemur okkur sjálfum og fjölskyldum okkar best. Hvort viltu borga til baka af 20 miljóna króna íbúðarláni, 200 miljónir eða 24? Ertu flón eða maður sem stendur með sjálfum þér?
Fannar, ertu gengin af göflunum, ertu að reyna halda því fram að lán eins og boðin eru t.d. í Þýskalandi séu verri en verðtrygðu lánin sem okkur bjóðast, með 5% vöxtum og 5% verðbólgu, að meðaltali? Þvílíkt bull.Samkvæmt útreikinginum á kostnað við fasteignalán til fjörutíu ára í Þýskalandi á fasteignavefnum Immobilienscout:=> Fjárhæðin skiptir ekki máli fyrir útreikningana, hún vex í sama hlutfalli hversu há sem hún er, en við miðuðum við 100.000 evrur og þá 4% vexti sem gefnir eru upp til viðmiðunar. Vaxtarkostnaður við slíkt lán væri 19.475 evrur. Það er, heildarfjárhæðin sem lántaki greiðir til baka á 40 árum er 119.475 evrur. Vaxtakostnaðurinn er tæp 20% af lánsfjárhæðinni.
Kostnaðurinn við þýskt húsnæðislán til 40 ára er því undir 20% af lánsfjárhæðinni. Kostnaðurinn við íslenskt húsnæðislán til sama tíma, miðað við 6% vexti og 5% verðbólgu, er yfir 800% af lánsfjárhæðinn
Ætlið þið að bjóða börnunum ykkar upp á það þegar þau fara kaupa sér þak yfir höfuðið að þau standi miklu verr að vígi en önnur börn annars staðar í Evróbu?
Valsól (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 06:52
Hörður Halldórsson, 30.7.2009 kl. 12:36
Þetta er einfalt. Launafólk á evrusvæðinu er með lífskjör sem versna ekki óvænt. Þar veit fólk með húsnæðislán að ef það borgar reglulega af láninu þá verður það borgað upp á lánstímanum. Það hækkar ekki á ófyrirsjáanlegan hátt.
Þú segir varla við mann sem skelfur úti í kulda að það sé engin töfralausn að fara og hlýja sér inni í stofu? Eða að það sé barnalegt að halda að hann hætti þá að skjálfa?
Púkinn skrifar hér út frá sínum eiginhagsmunum eins og eðlilegt er. Hann er atvinnurekandi sem fær allar sínar tekjur í erlendum gjaldmiðli, núna þegar krónan er lítils virði. Hann vill halda í núverandi ástand.
Flestir Íslendingar eru ekki í þeirri stöðu. Og flestir þeirra reka ekki útgerð heldur. Launafólk með húsnæðislán ætti að hugsa um sína eigin hagsmuni fyrst og fremst.
Guðmundur Karlsson, 30.7.2009 kl. 13:01
Það má alls ekki segja íslenskum almenningi að ríki annarra þjóða og þá einkum margra ESB landa standa sig betur gagnvart almenningi en okkar hrynjandi hagkerfi gerir. Öll norðurlöndin baka okkur gersamlega í samanburði. Þau eru þó einu löndin sem við getum reynt að bera okkur saman við. Lönd sunnan alpa og austur evrópa eru enn jafn fjarri okkur í samanburði og þau voru fyrir áratugum. Kannski verður aldrei hægt að búast við því að ESB verði einsleitt og líklega ekki verið að reyna það þó maður skildi halda það skv áróðrinum gegn því. Við göngum ekki í ESB til að verða einsog Bretar eða Italir svo mikið er víst. Ekkert frekar en að Bretar verið einsog hinir og öfugt. Það eina sem breytist eru möguleikarnir. Síðan er að nýta sér þá. Það verður prófraunin á hina skapandi íslendinga!
Gísli Ingvarsson, 30.7.2009 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.