Tillaga til lausnar á vanda (sumra) heimila

Það eru engar töfralausnir til.  Það er hins vegar hægt að koma með lausnir sem myndu leysa úr vanda margra, án þess að kosta of mikið, eða bitna á öðrum þegnum þjóðfélagsins.

Púkinn vill leyfa sér að koma með eftirfarandi tillögu:

  • Sumir gerðu þau mistök að festa kaup á nýrri fasteign áður en þeir voru búnir að selja þá gömlu og sitja nú upp með tvær eignir eftir að fasteignamarkaðurinn fraus.  Vanda þeirra má að hluta leysa með fasteignafélagi í eigu lífeyrissjóða eða hins opinbera sem myndi kaupa aðra eignina á raunhæfu verði með það í huga að leigja hana út eða selja hana eftir nokkur ár þegar fasteignamarkaðurinn tekur við sér.  Til að hindra misnotkun yrða að takmarka þetta úrræði við íbúðarhúsnæði í eigu fjölskyldna - ekki skúffueignarhaldfélaga.
  • Ef fjölskylda á aðeins eina fasteign og afborganir af áhvílandi lánum eru orðnar henni um megn má útfæra þetta þannig að fasteignin renni til fasteignafélags, en áhvílandi skuldir umfram verðmæti fasteignarinnar verði felldar niður.  Fólk fengi síðan rétt til að búa áfram í húsnæðinu gegn greiðslu sanngjarnrar leigu.
Þetta eru raunhæfar leiðir - ólíkt hugmyndum um 20% niðurfellingu skulda eða annað í þeim dúr.
mbl.is Er lausnin fólgin í fasteignafélögum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er skynsamlegt hjá þér og ég er sammála tillögu nr. 2.  Ég hef engan skilning á vanda þeirra sem seldu ekki fasteignina áður en þeir keyptu nýja. Er mikið um þetta?

Bóbó blaðberi (eða Búri) (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 14:15

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tillaga 2 væri minni litlu fjölskyldu til lífs!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.9.2009 kl. 14:21

3 identicon

Það er rétt að koma með úrræði fyrir þann hóp líka, þ.e. fólk sem náði ekki að selja gömlu íbúðina áður en það keypti nýja. Ég vona bara að ekki séu margir í þeirri slæmu stöðu.

Bóbó blaðberi (eða Búri) (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 14:34

4 Smámynd: Þórhallur Kristjánsson

Afhverju þarf fasteignafélag að taka yfir fasteignir sem eru orðanr yfirveðsettar og síðan að afskrifa skuldir umfram eignir. Væri ekki einfaldara að afskrifa bara skuldir umfram eignir hjá eigendum íbúðanna þannig að þeir fái leiðréttinguna sjálfir.

Þessi leið er eignaupptaka.  Margir keyptu íbúð á 40 miljónir og áttu 20 þegar íbúðin var keypt en tóku lán fyrir afgangnum. 

Á semsagt þetta fólk að tapa sínum 20 miljónum  ?

Þórhallur Kristjánsson, 5.9.2009 kl. 14:43

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já Þórhallur, þetta er satt, en frekar vil ég hafa heimilið mitt og sanngjarnar greiðslur (eins og fyrir mars 2008) heldur en þetta helvíti sem er óöryggið og plagar mig á hverjum degi!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.9.2009 kl. 16:18

6 Smámynd: Púkinn

Ef eftirstandandi skuld er minni en nemur yfirtökuverðmæti íbúðarinnar, þá myndi fólk eiga þann pening.  Ef skuldin er meiri en verðmætið, þá er fólk þegar búið að tapa því sem það lagði í íbúðina.

Hugmyndin með þessum tillögum er ekki að  bæta öllum allt sem þeir gætu hafa tapað vegna hrunsins, heldur að tryggja að fólk hafi þak yfir höfuðið og sligist ekki undan afborgunum.

Púkinn, 5.9.2009 kl. 16:20

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jú, Friðrik, fólk væri búið að tapa peningunum sem var stolið af þeim.  Ég skil ekki af hverju fólk á að sætta sig við að tapa fjármunum sem það lagði í fasteignina sína, en sama upphæð sem fór inn á bankareikning er tryggð í bak og fyrir, eftir á það er að segja.

Allar tillögur sem gera ráð fyrir eignaupptöku, eru óásættanlegar.  Tillögur sem ekki gera ráð fyrir að fólk fái bættan skaðann sinn eru óásættanlegar.  Höfum í huga að erlendir kröfuhafar eru að gefa 2.800 milljarða með nýju bönkunum í formi niðurfærslu á verðmæti lánasafna.  Af hverju eiga bankarnir að fá 2.800 milljarða afslátt en ætla svo sjálfir að rukka í botn?

Marinó G. Njálsson, 5.9.2009 kl. 16:45

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Marínó...þetta er auðvitað eignaupptaka, en ´öryggið í meira en ár (miða við mars 2008 þegar krónan byrjaði að falla verulega)er virkilega að fara með mig!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.9.2009 kl. 18:23

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Óöryggið...á þetta að sjálfsögðu að vera!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.9.2009 kl. 18:23

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er gott mál að velta upp tillögum. En Friðrik er greinilega ekki svikin af forsendubresti og efnahagsfölsun undanfarinna ára og getur ekki almennilega skilið hvernig fólk sem tók lán í góðri trú geti unað því að bankarnir og ríkisstjórnin sem útbjuggu þessa efnahagsóstjórn og fölsun eigi að eignast allt.

Það var aldrei lagt upp með svoleiðis endalok. Það er hvorki sanngirni né réttlæti í því að mjög stór hluti fasteignaeigenda tapi eigum sínum til þeirra sem taka sér sjálfdæmi í öllum málum og voru berir bæði að sjálftöku í ofulaunum sem og vanhæfni í öllum störfum sínum og græðgi. Þetta fólk er að mestu ennþá við stjórnvölinn í fjármalakerfinu undir lítið breyttum starfsheitum.

Haukur Nikulásson, 5.9.2009 kl. 20:02

11 Smámynd: Púkinn

Það er þetta með að peningunum hafi verið stolið af fólki ... það er nokkuð sem ég get ekki verið að öllu leyti sammála.   Eignarýrnunin stafar nefnilega af tvennu - annars vegar verðlækkun á fasteignamarkaði - þar sem einfaldlega var um það ar ræða að verðið á eignunum var orðið "of hátt" Ef fólk kaupir eign á of háu verði, en situr síðan uppi með það að verðmæti hlutarins lækkar, þá var engum peningum "stolið" af viðkomandi - þess hluti tapsins stafar einfaldlega af slæmri tímasetningu á fjárfestingunni.

Hinn hluti eignarýrnunarinnar stafar aftur á móti af óeðlilega hröðum vexti skuldanna - annars vegar vegna falls krónunnar og hins vegar vegna óeðlilega hárra vaxta.  Hvað þann hluta varðar, þá má tala um þjófnað að hluta - ekki að öllu leyti, en að því marki sem lánveitendur veltu óeðlilega stótum hluta áhættunnar yfir á lántakendur.

Púkinn, 5.9.2009 kl. 20:22

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fasteignir hækkuðu í verði vegna þess hversu mjög bankarnir "seldu" fjármagn sem þeir fengu ótæpilega að láni í heildsölubönkum erlendis. Þetta er eina ástæðan fyrir fasteignahækkuninni á Íslandi. Þessi lán voru tryggð bæði með mjög háum vöxtum að undirlagi stýrivaxtaokurs Seðlabankans sem stóð í gjaldeyrisbraski með krónuna sem og upploginni verðbólgumælingu vegna þessarar sömu fasteignabólu. Mér skilst að verðbólga í flestum öðrum löndum undanskilji fasteignir, en ekki hef ég það óyggjandi.

Þegar nú er svo komið að fasteignir seljist ekki nema vegna nauðungaruppboða má segja að þær séu almennt verðlausar og þar með eru líklega flestir íslendinga tæknilega gjaldþrota. Fasteignaverðlagning er til lítils ef enginn kaupir. Ef eignir eru orðnar verðlausar má segja með sanni að krónan sé það líka en er haldið uppi í öndunarvél ríkisins að undirlagi gjaldeyrisláns frá AGS. Það má færa rök að því að ef gjaldeyrishöft væru tekinn af myndi krónan líklegast falla niður í 400 krónur á móti hverri Evru. Svo blasir við okkur sú kaldhæðni að fasteignagjöld eru innheimt af fasteignaverði sem er löngu horfið. Það er allt á sömu bókina í svikum þegar sjálftaka ríkisins og bankanna er annars vegar.

Ísland er faktíst gjaldþrota og það fæst ekki nokkur kjaftur til að viðurkenna þá staðreynd hvað þá að leggja það til að lýsa þeirri stöðu blákalt yfir við alþjóðasamfélagið, afsegja það að borga erlendar sem við munum hvort eð er aldrei ráða við og láta okkur þola vandlætingu annarra þjóða í nokkur ár. Ég er sífellt að verða sannfærðari um að það sé betri kostur en endurteknar lántökur undir kúgun AGS og síðan ESB í framhaldinu.

Með yfirlýsingu um þjóðargjaldþrot getum við farið í skuldaleiðréttingu heimila og fyrirtækja og komið málum í gang aftur hægt og bítandi. Í þetta þarf hins vegar næstum glæpsamlegt hugrekki en er ekki óvinnandi með samstöðu. Með þessu getum við skipulagt með hvað hætti skuldir heimila og fyrirtækja verða eru leiðrétt og hvernig þjóðin ætlar hreinlega að lifa.

Hinn kosturinn er sá að taka við nýjum lánum eins og eiturlyfjafíkill og láta næstu kynslóðir borga. ESB ætlar að nota þetta tækifæri til að "eignast" Ísland. Það gerist með því að við samþykkjum að borga Icesave og bæta því við þann óbærilega skuldaklafa sem er á þjóðinni fyrir. Við förum samt á hausinn. Því er bara frestað í tíma en þá er vaxtakostnaðurinn sá að við töpum sjálfstæði og fullveldi okkar til Brussel sumum til ómældrar gleði en öðrum okkar til mikillar gremju.

Haukur Nikulásson, 5.9.2009 kl. 21:42

13 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Ég er sammála Friðriki, að það eru engar töfralausnir í þessu máli.  Aðalmálið hlýtur að vera að leyfa fólki að halda heimilum sínum eins og mögulegt er, en ef það er ekki hægt þá er þessi hugmynd hans góður kostur.

Það má ekki gleyma að á bak við þessi húsnæðislán eru meðal annars innistæður sem Íslenska ríkið ábyrgist núna, þar með talið bæði innanlands og IceSave.  Það er því ekki einfalt mál að afskrifa hluta af skuldunum, án þess að það komi eitthvað í staðin.  Nema við viljum setja Íslenska ríkið á hausinn líka.

Bjarni Kristjánsson, 5.9.2009 kl. 21:47

14 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Gott innlegg!

Jón Halldór Guðmundsson, 6.9.2009 kl. 02:25

15 identicon

Mér finnst þetta fínar hugmyndir Púki. Varðandi grein 2 þá finnst mér ekki sjálfgefið að fólk hafi áfram efni á sama húsnæðinu en það mætti auðvelda flutning innan fasteignafélagsins.

Svo vil ég nefna það að sjálfur er ég í bílaklúbbi. Við erum sirka 500 sem deilum 35 bílum af ýmsum gerðum, meðal annars einn skápbíll. Þetta er mjög ódýr leið til að hafa aðgang að bíl í þessi örfáu skipti sem ég þarf á því að halda.

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 06:09

16 identicon

Ég er sammála Hauki Nikulássyni.  Hann hefur skýra sýn á ástandið. 

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 11:12

17 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Hér eru athyglisverðar pælingar og mér sýnist Haukur komast næst raunveruleikanum, þ. e. eins og ég sé hann.

Hvað gerir fjölskylda (þjóðfélag) sem er orðin svo skuldsett að tekjur hennar (þess) duga ekki fyrir afborgunum lána? 

Hún (það) byrjar á því að kanna möguleika á óformlegum nauðasamningum.  Gangi það ekki, er leitað eftir formlegum nauðasamningum. Reynist það ekki heldur hægt, er lýst yfir greiðsluþroti og eingnir keyptar út úr þrotinu á c. a. 50% af raunvirði og endurreisn hafin að nýju efnahagsumhverfi, sem byggt verði á meiri raunveruleika en hið fyrra.

Nú er það svo í okkar tilfelli að einungis lítill hluti skuldanna er ríkissjóðs, eða á ábyrgð þjóðarinnar. Hitt, eða um 12 - 13 þúsund milljarðar, eru skuldir sjálfstæðra hlutafélaga, sem ekki hafa neina ríkisábyrgð fyrir skuldum sínum.

Væri heiðarlega og raunsætt litið á málin, væri hugsanlegt að heildarskuldir sem ríkissjóður þyrfti að standa skil á, væri lagnleiðina í 2.000 milljarða. Stór hluti þeirrar upphæðar er í lánum ríkisfyrirtækja, og eru í fullum skilum og því ekki í neinni aðfararhættu.

Yfirlýsing Seðlabankans um að t. d. allir bankarnir sem yfirteknir hafa verið, væru greiðsluþrota og yrðu gerðir upp samkvæmt gjaldþrotalögum, myndi setja uppgjörsstöðuna á beina braut, með opinni og skýrri réttarstöðu allra kröfuhafa.

Því fylgdi, að þegar nýju bankarnir yfirfæra til sín veðskuldir frá gömlu bönkunum, væri þeim ekki heimilt að yfirtaka hærri fjárhæð pr. lán, en sem nemur 80% af raunverulegu söluverðmæti eignarinnar sem veðsett væri.

Þessi staða er svo sem fyrir hendi í dag, því taki nýju bankarnir yfir hærri skuldastöðu en nemur söluverði hins veðsetta, eru þeir að yfirtaka skuld sem greiðast þarf úr ríkissjóði. Til slíkra hluta hafa nýju bankarnir ekki heimildir. Þær heimildir fást hvergi annars staðar en á Alþingi.  Alþingi verður að staðfesta yfirtöku allra fjárhæða sem eru hærri en c.a. 80% af raunverulegu söluverði hins veðsetta.

Þetta eru allt afar flókin mál að útskýra, sem varla verður gert í stuttu innslagi, en mín tilfinning er sú að  verið sé að gera tilraun til að fórna framtíðarhagsmunum þjóðarinanr,í tilraun til að forða nokkrum gullkálfum frá því að verða opinberlega smánaðir á alþjóðavettvangi.

Guðbjörn Jónsson, 6.9.2009 kl. 12:20

18 Smámynd: Maelstrom

Guðbjörn...hvað ertu eiginlega að bulla? 

"því taki nýju bankarnir yfir hærri skuldastöðu en nemur söluverði hins veðsetta, eru þeir að yfirtaka skuld sem greiðast þarf úr ríkissjóði"

Þvílík endemis vitleysa er þetta?  Átti þá ekki að skilja yfirdráttarlán eftir í gömlu bönkunum?  Það eru engin veð á bak við þau lán.  Ertu að segja að nýju bankarnir séu þar að skuldbinda ríkissjóð til að borga yfirdrátt landsmanna?

Maelstrom, 7.9.2009 kl. 13:37

19 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Einkennileg umræða.  Skil ekki af hverju  það var í lagi að rétta milljarða tugi eða hundruð til fjármagnseigenda rétta þeim síðan að fullu leiðréttingu á verðmæti innstæðna(verðtryggingu) og gera á sama tíma eigur fasteignaeigenda, sem í mörgum tilfellum eru skildir eftir með brotið mannorð, eignalausir til æviloka,  upptækar. 

Tel það ekki geta orðið bönkum og ríki ofviða að leiðrétta þetta á næstu 25 til 30 árum, en það er sá tími sem þessi leiðrétting mun dreyfast á, þar sem mesta skuldsetning heimilinna er nýleg vegna þeirra breitinga á lánakjörum sem bankar buðu upp á á síðustu árum.  

Svona bull um að færa eigur íslenskra fjölskyldna í náðarfaðm sovíetstjórnarinnar sem nú situr við völd hér er stórhættulegt, nánast landráð.

Næsta sem maður getur átt von á er takmörkun ferðafrelsis, svo þessir heimilislausu aumingjar freistist ekki til að flýja land.

Kjartan Sigurgeirsson, 12.9.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband